Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Qupperneq 5
væru ekki mörg hér, varst þú örugg- lega reiðubúinn til fararinnar, sem bíður okkar allra. Þú varst einn af þeim útvöldu sem sendir eru okkur til blessunar, ég man þig aldrei öðruvisi en elskulegan, geðgöðan og hjálp- saman við allt og alla, þú máttir ekkert aumt sjá, varst alltaf reiðubúinn til hjálpar, hvar og hvenær, sem þér fannst einhver hjálpar þurfi. Já, svo varst þú til siðustu stundar. Það var mikil tilhlökkun og gleði á heimili foreldra þinna og systkina og sonanna þinna, að fá ennþá einu sinni öll i sameiningu að halda heilaga jóla- hátið, en þér var ætlaður annar staður til hátiðahalds. Þú varst kallaður heim.til guðs vors föður, þar var þér búin jólahátiðin. Þin góða sál, kölluð á guðs þins fund. Davið Pétursson fæddist 14. septem- ber, 1940, sonur hjónanna Jóhönnu Daviðsdóttur frá Patreksfirði og Péturs Ólafssonar úr Reykjavik. Hann var elztur sex systkina, og hverfur nú fyrstur á braut, hin eru Hrefna, Haf- liöi, Hugrún Pétur Kúld og Ólina Björk. Davið var tvigiftur, fyrri kona hans var Hrefna Guðmundsdóttir og áttu þau saman tvo drengi, Guðmund 12 ára og Sigurð 8 ára, stjúpdóttur sinni Helgu reyndist hann sem besti faðir. Davið og Hrefna slitu samvist- um. Seinni kona hans var Inga Dóra Guðjónsdóttir. Og að endingu Davið minn, vil ég biðja algóðan guð að styrkja foreldra þina, börnin þin, systkini, ömmur, systkinabörn og aðra aðstandendur. Biöja hann að þerra tregatárin og bera sitt máttuga klæði á sorgarsverðið, gefa þeim huggun i harmi, <og að aðeins lifi eftir minningin um elsku- lega drenginn, Davið, sem þau aftur hitta, er þeirra dagsverki likur hér. Þér bið ég blessunar guðs og góðrar ferðar og heimkomu til fyrirheitna landsins. L.G. f Þegar mér bárust þær fréttir, að Daviö bróðir minn væri látinn, fannst mér allt hrynja i rúst hjá mér. Ég hafði fulla hugmynd um, að Davið var ekki heill heilsu. Hann vildi og reyndi að gera litið úr veikindum sinum, eins og hans var vandi. En foreldrar okkar buðu honum og hans konu hingað til Reykjavikur, til að halda jólin með okkur, og til þess að Daviö færi til full- kominnar rannsóknar vegna sins meins. Hann kom til min á Þorláksmessu- dag, kyssti mig á kinnina, eins og hans var vandi, þegar við hittumst, og sagði við mig um leið. „Hebba min, svo sjáumst við á aðfangadagskvöld, elskan, ég hlakka til að borða góðan mat hjá þér, og halda jólin með pabba, mömmu systkinunum og öllum litlu krökkunum og ömmu.” En úr þessu varð ekki, þvi Guð hefur ætlað honum, að halda jólin hjá sér. Við vorum alltaf vön að hittast öll fjölskyldan á aðfangsdagskvöld. En fjölskyldukærleikur, eins og hjá okkur rikir, er að minum dómi vandfundinn. Davið átti tvo syni frá fyrra hjón- abandi, elskulega drengi, Guðmund, sem er 12 ára og Sigurð, sem er 8 ára, sem nú sjá á bak ástríkum föður. Og svo min eigin börn, Hafþór 12, ára, Jóhanna 8 ára, og Ásdis 6 ára, þau elskuðu Davið og dáðu sem væri hann faðir þeirra. En Davið elskaði öll börn, og öll börn hændust að honum. öllum, sem þekktu hann, þótti vænt um hann. Hann var alltaf glaður og kátur og hvers manns hugljúfi. Á ég honum mikið að þakka hversu hjálplegur hann var mér, þegar ég átti i erfiðleik- um. Þannig var hann, ef einhver átti bágt, var hann kominn til að hugga. Við, sem eftir lifum, höfum mikils að sakna. Við komum ekki svo saman systkini og foreldrar, að við „tækjum ekki lagið.” Davið elskaði söng og söng mjög vel. Við sungum ýmis falleg lög, og Davið og faðir okkar sungu oftast milliraddirnar, sem þeir fóru svo vel með sameiginlega, og mun skarð Daviðs verða vandfyllt jafnt á þvi sviði sem öðrum. Davið var fyrsta barn foreldra okkar, Jóhönnu Daviðsdóttur og Péturs H. Ólafssonar. Hann fæddist á Patreksfirði 14. sept. 1940. Efast ég ekki um, að margir þar, muni eftir litla fallega drengnum, sem bæði söng og jóðlaði svo vel. Vil ég biðja góðan Guð að styrkja elsku Sellu ömmu i sorg sinni, sem verður nu að sjá á eftir drengnum sin- um, sem var svo mikið hjá henni, sem barn. Guð gefi ykkur elsku foreldrar minir, systkini, synir, eiginkona, mágur, mákona, Ólina amma og Helga min sem var stjúpdóttir Daviðs styrk i sorg ykkar. Ég þakka þér elsku bróðir fyrir allt. Ég veit, að þú þjáist ekki meir. Ég óska þér góðrar ferðar yfir landamærin, þar mun verða tekið vel á móti þér. En sorg min er mikil * vegna brottkalls þins. En ég veit að Guð gefur mér styrk til að bera sorgina. En ég á góða minningu um systkinakærleika, sem rikti á milli okkar alla tið. Ég þakka þér samveru- stundirnar. Hvil i friði. Með ljóðlinunum, sem faðir okkar fór með við rúm þitt, þegar þú varst Iltið barn, kveðjum við þig. „Nú er ég að sofna, pabbi minn, segir hann Dabbó litli og býö þér þvi góða nótt, pabbi minn, og þér lika, elsku mamma.” Vertu sæll ástkæri bróðir okkar. Þin systir Hrefna f Þegar mér var tilkynnt á aðfanga- dagskvöld, að dáinn væri Davið vinur minn, varð mér mjög bilt við. Ég átti erfitt með að trúa þvi, sem i eyrum mér hljómaði. Davið kynntist ég þegar hann var 18 ára gamall, þrekvaxinn, glæsilegur ungur maður, með fallegt yfirbragð. Við urðum mjög góðir vinir. Hann var trygglyndurog góðhjartaður, og alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ef til hans var leitað. Ætið var hann hrókur alls fagnaðar i vinahópi og söngelskur mjög, hann hafði létta lund. I gegnum árin höfum við ýmislegt rætt, og mörgu kynnzt sameiginlega. Hann var mér alltaf mjög góður félagi. Ég bið góðan Guð, að styrkja syni hans tvo i hinni miklu sorg þeirra, svo og Helgu, sem þótti vænt um Davið sem hann væri faðir hennar. Guð gefi styrk foreldrum, stystkinum, ömmum og öðrU'Skyldfólki, að þurfa að sjá a' bak svo góðum dreng. Ég hafði góð kynni af fólki þinu Davið minn, góðmennsku og hjálp- semi þakka ég þeim öllum. Velgengni mina i dag á ég mikið þér að þakka. Ég syrgi mjög brottför þina héðan frá okkur öllum. En i hjarta minu á ég góða minningu um þig. Hún er mér kærust alls elsku Davið minn. Kveðja frá æskuvinkonu. f Það kom eins og reiðarslag yfir mig að hann Davið dóttursonur minn væri látinn, og ég er varla búinn að átta mig á þvi eða trúa þvi ennþá. Hann var nýbúinn að tala við mig, glaður og hressilegur eins og hann alltaf var, þó svo að eitthvað bjátaði á. Davið fæddist 14. sept. 1940 dáinn 24. des. 1973. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Daviðsdóttur og Péturs Ölafssonar, bæði af góðum breiðfirzk- um ættum. Davið gekk ekki alltaf heill til skógar og pindi sig oft til að vinna. Hann vann á stórum atvinnutækjum, svo sem krönum og þess háttar. Og íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.