Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Side 6
hefur það sjálfsagt verið erfitt fyrir
heilsuveilan mann.
Davið var tvikvæntur, átti hann tvo
syni með fyrri konunni og gekk dóttur,
sem hún átti áður i föðurstað.
En seinna hjónaband hans var barn-
laust. — Nú er ég búin að lýsa full-
orðna manninum Davið Péturssyni.
Langar mig nú að segja svolitið frá
honum sem barni.
Þegar hann var tveggja ára áttu for-
eldrar hans heima i Hafnarfirði, og bjó
i sama húsi og þau gömul kona, sem
var svo góð við lítla drenginn, að hann
kallaði hana ömmu. Einu sinni, er
hann fór upp á loft til ömmu, varð
hann fyrir þvi að reka höndina ofan i
sjóðandi vatn. Barniðgrét hástöfum af
kvölum, en gamla konan grét lika og
bar sig illa. Svo kom læknir og gerði
við litlu höndina, og sársaukinn
minnkaði. Þá sagði drengurinn við
móður sina: „Viltu fara upp til ömmu,
og segja henni að mér liði betur”. Þá
hafði hann tekið eftir þvi, að hún grét,
og með þessu vildi hann hugga hana.
Þetta þykir nú kannski ekki trúleg
saga um tveggja ára barn. En þetta
var það sem einkenndi hann alla ævi,
að geta ekkert aumt séð, án þess að
bæta úr.
Hann var altalandi tveggja ára, og
kunni mikið af barnavisum og lögum,
þvi að oft var sungið fyrir hann. Þegar
hann var 4 ára lenti hann fyrir bil, og
höfuðkúpubrotnaði og var marga
klukkutima meðvitundarlaus. En þeg-
ar hann rankaði við, og fór að átta sig,
sagði hann við mömmu sina:
„Aumingja amma á Patró, ætli henni
hafi ekki brugðið við, þegar hún heyrði
þetta um mig”.
Þegar hann var 7 ára, var hann hjá
mér fyrir vestan i sjúkdómsforföllum
móbur sinnar. Þá var hann svo
duglegur og las þá fyrir mig kvæði og
þulur. Ég býst nú við þvi, að þetta þyki
einkennileg eftirmæli eftir fullorðinn
mann. En ég þekkti hann mest þegar
hann var barn, og gæti sagt ýmislegt
skemmtilegt og fallegt um hann og
fyllt margar siður. En nú koma ung-
lingsárin, og alltaf var hann sami góði,
glaði drengurinn. Ekki gekk hann
menntaveginn, en var þó vel að sér i
svo mörgu, til dæmis i tungumálum,
og það var fleira, sem hann hafði til
sins ágætis.
Ég var eitt ár hjá elztu systur hans,
sem þá var gift. Þangað kom hann oft,
þvi þau voru svo góðir vinir. Og entist
sú vinátta til hinztu stundar. Þessi
systkini sungu oft saman tvö. En oft
var þab, að þarna hittust foreldrar
þeirra og systkini öll, og þá var tekið
lagið, mér, gömlu konunni, til óbland-
innar ánægju. Þetta var svo ódýr og
saklaus skemmtun. Allt voru þetta
söngglaðar manneskjur i báðar ættir.
Þakka ég svo hlýju brosin hans, og
sönginn hans fallega, og bið Guð að
hugga foreldra hans, synina, eigin-
konu, systkini, Ölinu ömmu hans og
alla aðra ástvini.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Ég vona að við hittumst bráðlega
elsku ömmudrengur.
Þin Sella amma frá Patró.
f
Davið, þessi góði piltur i blóma lifs-
ins, hrifinn frá okkur svo snögglega.
Það er vist öruggt, að vegir Guðs eru
órannsakanlegir.
Davið var sonur hjónanna Jóhönnu
Daviðsdóttur og Péturs Ölafssonar
sjómanns, Reykjavik.
'Arið 1961 kvæntist Davið, Hrefnu
Gubmundsdóttur og átti með henni tvo
syni, Guðmund 12 ára og Sigurð 8 ára.
Þau slitu samvistum eftir nokkurra
ára hjúskap.
Um áramótin 1972-73 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, Ingu Guðjóns-
dóttur. Þau fluttust til Eskifjarðar
snemma árs 1973, og komu nú i boði
foreldra hans til Reykjavikur, aðal-
lega til rannsóknar langvarandi sjúk-
dóms, sem hann hafði átt við að striða,
og til þess að halda jól með ástvinum
sinum Engan grunaði að svo fljótt yrði
hann kallaður frá okkur.
Davið var góður dengur og var
mikið fyrir frið og kærleik sem kom
fram i þvi, að alltaf var hann boðinn og
búinn til hjálpar þeim, er áttu i erfið-
leikum.
Davið minn, við vitum að þér liður
vel og að við hittumst öll handan móð-
unnar miklu. Við þökkum þér vinur
allar samverustundirnar og órofa
tryggð. Við vitum að nú hefur verið
höggvið stórt skarð i vinahópinn. Við
biðjum góðan Guð að styrkja eigin-
konu, syni, foreldra og systkini i
þeirra miklu sorg.
Rúrý og Sævar
Ölafur Andrésson
Ólafur Andrésson frá Þórisstöðum i
Gufudalssveit andaðist hér i borginni
13. janúar s.l. Hann fæddist 19. sept -
ember 1898.
Litil voru kynni okkar Ólafs, en góð
og gömul þau sem voru. Við vorum
strákar innan við fermingu, þegar
fundum okkar fyrst bar saman i Hval-
látrum á Breiðafirði. Hvorugur átti
heima þar i eyjunum, en var komið
þangab i læri hjá konu, sem þekkt var
að þvi að geta troðið svo miklu guðs-
orði og góðum siðum i hausana á
heimskum og óþægum strákum, að
þeir gætu flotið á eðlilegum tima i tölu
kristinna manna við altari kirkjunnar.
Ekki höfðum við farið til veru að
heiman áður, og okkur leiddist ákaf-
lega mikið, orgubum stundum hver
með öðrum i Langakofa, bak við
bæjarhúsin I Látrum. í honum voru
hýst lömb. Það var svo hlýtt að gráta
hjá lömbunum. — Einhvern tima
höfðu þau verið tekin frá mæðrum sin-
um, og þá liklega grátið, vesalingar!
Svo liðu einhver ár, ekki mörg. Þá
bar fundum okkar Ólafs aftur saman,
þá á skútu frá Flatey hjá aflamannin-
um Jóhanni Arasyni. Hann þurfti ekki
að ráða aðra á skip sitt en þá, sem
voru duglegir ab drepa þann gula.
Hann gat valið úr fiskimönnum. Við
Ólafur munum ekki hafa getað talizt I
þeirra hópi, enda i fyrsta skipti sem við
lögðum út á djúpið á svo voldugu skipi
sem Arney var. Þar urðum við þján-
ingarbræður aftur. Sjóveikin ætlaði að
drepa okkur báða, svo litið varð úr
fiskdrættinum. En þá kom Sigurbjörn,
bróðir Ólafs, sem þarna var á skipi og
6
íslendingaþættir