Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Blaðsíða 7
I Þóra Jónsdóttir t Fædd: 25. júni 1913 Dáin: 17. desembér 1973 Hinzta kveðja frá vinkonu. Þegar jólin nálguðust, og allir fóru að fegra heimili sin og hugarfar, Frelsara sinum til lofs og dýrðar kom dauðinn sá miskunnsami endir og leysti frá kvalafullu sjúkdómsstriði þá sérstæðu konu, sem hér verður litil- lega á minnzt með djUpum söknuði. Þóra var fædd við Vöðlakoti i Flóa og voru foreldrar hennar þau hjónin Ingibjörg Arnadóttir frá Arnarhóli i sömu sveit og Jón Einarsson ættaður af Álftanesi við Reykjavik. En hann var náskyldur Guðmundi Kamban, skáldi og rithöfundi. Foreldrar Þóru voru mestu myndar- og ágætishjón, vel gefin og vönduð i allri sinni framkomu, og vildu ekki vamm sitt vita i neinu, og á meðan þau bjuggu að Vöðlakoti, sem mun hafa verið um 40 ár, nutu þau virðingar og hin mesta aflakló, til sögunnar, og bjargaði þvi sem bjargað varð, svo við fengum að fljóta með fram að slættin- um. Jóhann skipstjóri var valmenni. Svo skildu leiðir, ævin leið, sennilega ein sextiu ár. Fundum okkar ölafs bar aldrei saman. Satt að segja vissi ég ekki, hvort þessi æskufélagi minn var dauður eða lifandi, hugsaði ekkert um það i amstri daganna. Þá var það einn dag i sumar, að ég var staddur á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þar rakst ég á Ölaf. Ég þekkti hann varla. Við vorum báðir orðnir rosknir menn, gráir og guggnir karlar. En minni ólafs var óskert. Hann fór að rifja upp sjó- mennsku okkar á Arney og veruna i Látrum. Stundin leið fljótt. Ég ætlaði að hafa tal af honum seinna. Þá var mér sagt að hann væri á sjUkrahUsi. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Annað veit ég ekki um Ólaf Andrésson. Hann var gæðadrengur og frábær heiðursmaður alla ævi, að sögn þeirra sem lengst voru með honum. Dóttir hans býr fyrir vestan. 20/11974 B. Sk. væntumþykju allra sinna nágranna og sveitunga, er til þeirra þekktu. Þau eignuðust sex börn og eru nU aðeins tvö eftir á íifi. 1 ársbyrjun 1939 giftist Þóra eftirlifandi manni sinum Kjartani Bjarnasyni, lögregluvarð- stjóra og voru þau þvi bUin að vera i hjónabandi i 34 ár er Þóra lézt. Börn þeirra eru: Bjarni, mjólkur- fræðingur, giftur Þórunni Gisladóttur, tækniteiknara, Birgir gullsmiða- meistari, kvæntur Friðnýju Ingólfsdóttur og Emilia, póstnemi gift Svavari MagnUssyni, blikksmið. Þó að ég þekkti ekki hjónaband Þóru og Kjartans, frá byrjun þá fullyrði ég, að það var gott og farsælt alla tið, þvi að þó þau væru bæði stór i lund, þá munu engin þau ágreiningsmál hafa komið upp i þeirra löngu sambUð, sem þau voru ekki fær um að leysa á farsælan hátt, en slikt er aðeins á valdi þeirra hjóna, sem elska hvort annað i bliðu og striðu. Foreldrar Þóru, sem bæði eru látin fyrir mörgum árum, munu hafa verið góðir uppalendur ba.rna sinna, það bar Þóra greinilega með sér alla ævi, og þá einkanlega þegar mest á reyndi. Það sýndi hUn meðal annars i sinu móðurhlutverki, sem hUn tók mjög alvarlega, og áleit aldrei neitt auka- starf að ala upp börn sin og gera þau að góðum og nýtum þjóðfélags- þegnum, og eftir að uppeldi barna hennar lauk og þau voru farin Ut i lífið á eigin spýtur, þá reyndi Þóra fram á siðustu stund að vera barnabörnum sinum svo góð sem hUn gat og aðstoðaði þau, ef með þurfti svo sem henni var frekast unnt, þó að hUn væri farin á heilsu og stundum sárþjáð og mega nU barnabörnin hennar sárt sakna, sinnar góðu og fórnfUsu ömmu, en amma kemur ömmu i stað, sem ekki mun láta sitt ömmuhlutverk eftir liggja. Það er þvl ekki ofmælt að Þóra var fyrirmyndar móðir og amma og munu hennar eigin börn það lengi sýna að svo hafi verið, eins og hUn sýndi ávallt sjálf uppeldi foreldra sinna. Stundum mun Þóra hafa verið einmana, þegar maður hennar var við skyldustarf sitt og verður mér það lengi i minni, er ég eitt sinn sem oftar kom á heimili hennar og var ég þá að fara I sumarferðalag Ut á land og veðrið var svo gott og fagurt, en þá var Þóra nýkomin heim af sjUkrahUsi, eftir mikla skurðaðgerð i annað sinn, en hUn mun hafa gengizt undir fjóra holskurði áður en yfir lauk, og eftir að ég hafði kvatt hana i umrætt sinn, settist hUn máttfarin mjög, hljóð og döpur við stofugluggann sinn og starði sinum fallegu augum Ut i sumarið og veðurbliðuna, sem henni var varnað að njóta vegna veikinda sinna. Þegar ég var komin Ut, gekk ég upp að glugganum hennar, til að endurtaka kveðju mina sá ég þá tárin hrynja af sjUklega fölum vöngum hennar. Þessi sjón kom svo við hjarta mitt, að ég fór aftur inn til hennar og dvaldi hjá henni góöa stund. Þetta var eina og siðasta skiptið, sem ég sá Þóru svo hrygga, þvi að kjarkmikil var hUn og andlega sterk i sinu langa sjUkdómsstriði, en mikið andlegt þrek mun hafa þurft til þess að heyja vonlausa baráttu i 6 ár við ólæknandi sjUkdóm og halda þó óskertri sálarró eins og Þóra gerði til hinztu stundar, en hUn átti góðan íslendingaþættír 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.