Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 11

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 11
Guðjón Jónsson bifreiðastjóri Guðjón Jónsson bifreiðarstjóri, Stór holti 23 i Reykjavik, andaðist i Lands- spitalanum 2. janúar 1974. Guðjón var fæddur á Minnivöllum i Landmanna- hreppi 2. október árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigurðar- dóttir og Jón Sigurðsson frá Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Guðrún var dóttur- dóttir Sigriðar i Skarfanesi og manns hennar Magnúsar, og voru þau fræg hjón á sinni tið fyrir dugnað og myndarskap, og er margt manna frá þeim komið. Guðjón ólst upp hjá foreldrum sinum á Minnivöllum og vann við bú þeirra en ungur að árum fór hann á vertið á veturna, eins og aðrir fleiri á þeim árum. Um tvitugsaldur mun hann hafa farið frá foreldrum sinum og fór þá nokkur ár vinnumaður til Guðna Jóns- sonar bónda i Skarði i sömu sveit. Þar undi hann hag sinum vel. Ekki mun hann þó hafa ætlað sér að verða sveitabóndi eða gera sveitastörf að ævistarfi sinu, heldur hefur sjórinn heillað hann á þeim árum. Var hann nú ráðinn i að verða togarasjómaður, og féll honum það vel, en svo má segja kærleika. Hún átti gott og kærleiksrikt hjarta og hlýjar og fórnfúsar hendur. Hún bar ljós og yl, kærleika og fegurð inn á heimili sitt og inn i lif ástvina sinna og vina. Guðrún var óvenjulega fáguð, hátt- vis og kurteis i allri framkomu. Hún var hógvær og glaðleg, góðlynd og jafnlynd, hlý og alúðleg i viðmóti og viðkynningu. Yfir svip hennar og fasi var hreinleiki og birta, góðvild og mildi. Hún var trygglynd kona og vin- föst. Um það get ég vitnað af eigin reynslu. Sem barn og unglingur dvaldist hún i 16 sumur hjá afa minum og ömmu á Kópareykjum i Reykholts dal. Þá voru ættarböndin treyst og knýtt, þau bönd sannrar vináttu og tryggðar, sem aldrei hafa rofnað, né komið brestir i, en staðið hafa óhögguð og traust milli fjölskyldnanna allt tið siðan. Vinátta Guðrúnar var fölskva- laus, hrein og sönn, byggð á þeim kær- að enginn ræður sinum næturstað. Eitthvað kpm það fyrir, að hann varð að fara I land, mig minnir að hann hafi fengið slæma graftarigerð i hendi. leika, sem ekki leitar sins eigin, og þeirri fórnfýsi, sem aldrei bregzt. 1 hugum vina hennar mun geymast grómlaus, björt og hrein mynd fagurrar og góðrar konu, sem ávinn ingur var að kynnast og þekkja og verða samferða i lifinu, þvi að þó að hún sé dáin, þá deyr ekki minningin bjarta og fagra, ekki kærleikurinn og fegurðin, trúin og vænin. — Guðrún Sigurðardóttir andaðist i Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt hins 20. nóvember s.l., og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 28. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Hún átti góða heimvon. Guð mun launa henni góðvild hennar og fórn, kærleika og móðurást og búa henni eilifan bústað á landi hinnar eilifu fegurðar, eilifa lifs og ljóss. Blessuð sé minning góðrar og göfugrar konu. Jón Einarsson, Saurbæ. Varð hann að vera nokkurn tima i landi út af þvi. Hittist þá svo á, að sá, sem hefði sérleyfi frá Reykjavík austur að Skarði i Landsveit, vildi losna við það og selja bila sina. Fór það svo, að Guðjón keypti af honum bflana og fékk sérleyfið, og þar með var búið með sjómennskuna hjá honum, og varð bifreiðaakstur hans lifsstarf siðan. Þá voru vegir allir mjög illa gerðir, og myndu ekki nú þykja ökufærir, einkum voru af- leggjararnir, sem lágu út frá þjóð- veginum, — sérstaklega á veturna og fram eftir vori. Kom sér þá vel, að Guðjón var gætinn, rólegur og hæfur bllstjóri. Komst þvi venjulega tafalitið sina leið. Þá voru ekki heimilisbilar komnir á hvern bæ eins og nú er^voru rúturnar þvi aðalsamgöngutækin. Guðjón var ákaflega vinsæll I starfi, og hlóðust á hann miklar bónir. Verzlaði hann mikið fyrir Land- og Holtamenn i Reykjavik. öllum bónum tók Guðjón vel, en málmargur var hann ekki. Aldrei sást hann skrifa neitt sér til minnis, en allt, sem hann var beðinn um, kom með beztu skilum. Svo sér- stakt minni hafði hann, að aldrei þurfti hann að leita að bögglum: allt var á sinum stað, raðað niður eftir þvi hvar þurfti að skila þvi af sér, og hann var sérstaklega áreiðanlegur i öllum viðskiptum. Eflaust hefur þaö veriö mikil vinna og timi, sem hann hefur þurft til að sinna öllum þeim bónum og erindum, sem hann var beðinn um. En aldrei heyrðist orð um það frá hans hendi. Hálfkassabfl notaði hann öðru hverju meþ rútunni, eftir þvi sem flutninga- þörfin óx, sérstaklega haust og vor,- Þetta starf stundaði hann 112 ár. Eftir að hann hætti þvi ók hann leigubifreið á Hreyfli á veturna, en á sumrin var hann oft með rútuna sina I hópferöum um landið þar til nú hin siðustu ár, að hann hætti þvi og stundaöi þá alveg akstur hér i Reykjavik. Guðjón var mikill gæfumaður i sinu starfi, ekki kom neitt fyrir hjá honum eða neitt óhapp á hans langa starfs- ferli enda var hann sérstaklega gætinn islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.