Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 12

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 12
Gestur Jóhannsson Kæddur 21. júni 1320 Dáinn 14. jánúar 1374. Kveðja frá föður og systkinum hins látna. Þar sem ..brimið þvær hin skreipu sker” og þar sem lognaldan gælir við brotna skel og fjörusand, þar fæddist hann og þar lágu hans bernskuspor. Gestur Jóhannsson var fæddur i Sölkutóft á Eyrarbakka 21. júni 1929. Foreldrar hans voru Jónina Hannes- dóttir og Jóhann B. Loftsson, er þar bjuggu. Hann ólst upp i stórum systkinahópi, var 6. af 10 systkinum, erupp komust. Gestur fór snemma að taka þátt i störfum heimilisins og bera umhyggju fyrir þvi og sérstaklega fyrir systkinum sinum. Var fórnfýsin og umhyggjan, ásamt óvenjulegum dugnaði, áræði og þrautseigju, einn af sterkustu þáttum i fari hans. Það, sem öðrum virtist óyfirstlganlegt, veittist honum oft svo auðvelt.Þegar hann var 12 ára gamall.missti hann móður sina. Það var honum þungt áfall og og hygginn maður. Bifreið mun hann samt hafa verið búinn að aka i 40 ár. Mest var þó gæfa hans, þegar hann eignaðist sina góðu konu, Jóninu Einarsdóttur frá Berjanesi i Land- eyjum. Hún er hálfsystir Sigriðar Einarsdóttur ljósmóður i Skarði. A þeim árum þegar hann stundaði sér- leyfiö byggði han sér sumarbústað i Skarði. Þar var konan með börnin á sumrin, og hann alltaf aðra hverja nótt. Honum fannst vist alltaf Skarö sitt annað heimili enda var hann sér staklega tryggur við sina sveit, og sagt er, að alltaf hafi Guðjón mætt við hverja jarðarför, sem fram fór að Skarðskirkju fram að siðasta sumri. Vel fór honum við sitt fóik. Faðir hans dvaldist hjá honum sin siðustu ár og dó hjá honum, og móðursystir hans var mörg ár hjá þeim og dó hjá þeim. Þetta mun þó ekki siður mega þakka hans góðu konu, þvi að allt reyndi það á hana að hugsa um þetta gamla fólk, sem sagt er að hún háfi gert með mikilli prýði. Fimm börn eignuðust þau hjón, sem eru i þessar röð: Einar kvæntur Ingi- grópaðist djúpt i sál hans, en hann var mjög dulur að eðlisfari og vissu ekki allir hvað honum leið. björgu Jónsdóttur, Garðar, sem þau misstu á öðru ári, Gerður gift Sigurjóni Jónssyni, Guðrún gift Sigurði Vigfússyni, Gunnar kvæntur Diönu Þórðardóttur. Siðasta ár var Guðjóni mjög erfitt, og enginn veit hvað hann tók út, en aldrei heyrðist hann kvarta. Bar hann sinn sjúkdóm vel. Að sfðustu ákvað hann að vera fluttur á sjúkrahús. Eftir nokkurra vikna dvöl þar lézt hann aðfaranótt annars janúar siðastliðins. Málfár var hann alla tið og geöspakur, en fátt mun honum hafa komið á óvart, þó ekki væri á orði haft. Hans jarðnesku leifar voru fluttar austur að Skarði, og jarðsettar við Skarðskirkju. Þá sást bezt hvað Guðjón var vinmargur þar eystra, þvi að þar var fjölmenni viðstatt. Og eitt þótti sérstakt á þessum tima árs: þá var þar stillilogn og bliðuveður þennan dag. Að siðustu þakka ég Guðjóni fyrir góð kynni og bið Guð að blessa för hans á hinum nýju leiðum. Konu hans og börnum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Vigfús Gestsson. Á unglingsárum var hann til sjós og um skeið i siglingum. Þvi næst lá leiðin i járnsmiðanám og vann hann siðan við járnsmiðar. Hann var þar sem annars staðar hinn trausti starfs- maður. Hans mesta gæfa var, er hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Pálinu Akadóttur frá Djúpavogi, sem hann unni mjög. Þau eignuðust 3 börn: Jónfnu 19 ára, Áka Brynjar 16 ára og Jón Heiðar 13 ára. Dóttur, Þuriði, eignaðist Gestui; áður en hann giftist, og var hann henni góður faðir. Sem heimilismaður var Gestur frábær, enda kom fram sama fjölþætta umhyggjan og við æskuheimiiið, og var það hans mesta gleði og lifsfylling að hlúa að heimili sinu og fjölskyldu. Hann unni mjög ættjörð sinni og einkum æskustöðvunum, og aðeins örfáum dögum fyrir andlát hans var hann sem dreginn austur af óskiljan- legu afli til að hlusta enn einu sinni á nið öldunnar og finna ilm hafsins. Kæri sonur og bróðir. Við þökkum þér sérhverja stund, sem við áttum með þér, og alla þina fórnfýsi og umhyggjusemi, allt frá bernsku- dögum. Við biðjum svo góðan guð að veita ástvinum þinum styrk og huggun, ástrikri eiginkonu og börnum. Minningin um góðan dreng mun geymast sem dýr peria með ástvinum þinum. f Góður drengur er genginn. Þann 14. janúar lézt Gestur Jóhannsson að heimili sinu i Kópavogi. Heill heilsu að morgni. en látinn að kvöldi. Þær falla lika hinar styrku stoðir. Þessi stóri og hraustlegi maður, sem minnti á þaðy sem hraustlegast er i fari mannsins, en aldrei á þann, sem eftir gaf, ef á þurfti að reyna i starfi eða leik. Einkenni Gests voru tryggð við þá, sem hann kynntist, samstarfsmenn og aðra, er hann var samvistum við. Fæðingarstaður hans var Eyrarbakki. Þangað fór hann margar ferðir og mikla ánægju hafði hann af þvi að tala um þá góðu daga, sem hann átti þar og ganga um þær slóðir, hlusta 12 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.