Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 6. júli 1974 — 18. tbl. — 7. árg. — nr. 169. TIMANS Martinus Simson ísafirði Heimspekingur og listamaður Nú þegar skógurinn laufgast vestur i Tungudal, reikar hugurinn þangað og til æsku- og unglingsáranna á Isafirði. Eftirminnilegastur og sérstæðastur manna frá þeim tlmum er tvimæla- laust Simson. Ég var ekki nema litill drenghnokki, þegar ég fyrst man eftir Simson ég man að hann talði dálítið skrýtna islenzku. Hann var nefnilega danskur 'lslendingur. Alltaf var hann kátur og góður, og hann kunni að gera ýmislegt skrýtið, hann var vist töfra- maður, og gat galdrað. Það var spenn- andi að vera nálægt Simson. „Það var heilt ævintýri að koma inn i skóg. Þar átti hann sumarhús og garð. í garðinum hjá Simson var hellir og gosbrunnar, og svo var ker, sem gullfiskar syntu i. Trén i garðinum hjá honum voru miklu stærri heldur en i skóginum i kring. Sögur gengu milli krakkanna, hann gat kveikt i 5 króna seðli i lófa sér og látið hann brenna til ösku, lokað svo lófanum með öskunni i, opnað svo lófann og sjá, þar var ðkallinn alheill og óbrunninn. Þær voru margar sögurnar, sem gengu um Simson. Já, það var vist öruggt, að hann var galdramaður, en hann var góður, og við krakkarnir hændumst að honum. Þetta eru minningar barnsins. Ég átti þvi láni að fagna að þekkja Simson þar til hann hvarf úr likama sinum, i april mánuði siðastliðnum, tæplega 88 ára að aldri. Ég ætla að láta hann segja sjálfan frá. Hann skrifar i febrúar ifyrra: Ég er 86 ára núna. Ég hafði ekki búizt við að eiga svo góða daga á efri árum eða njóta slikrar lifs- hamingju, sem ég nú get glatt mig við, og ég hlakka til dauðans, sem fyrir mig er fæðing til æðri heima. Ég veit Hka að það er ómögulegt aö skilja veruleikann til fullnustu, ef maður skilur ekki að lifið og dauðinn er lang- ur dagur og nótt, milli hverrar endur- fæðingar. Við erum öll i andlegum skilningi börn i skóla lifsins. Þar sem ég hef frá fæðingu verið „öðruvisi” hvað hugsunarhátt og lif- erni snertir en almenningur, hef ég af eðlilegum orsökum ævinlega verið talinn smáskritinn sérvitringur, en ég hef ekkert á móti þvi að þeir skopist að mér, þvi ég skil þá og veit að þeir skopast að sinni eigin heimsku. Ég hef aldrei haft tima til að láta mér leiðast. Ég hef áhuga fyrir næst- um hverju sem er, og ég kæri mig ekki um að eiga meira af peningum og ver- aldlegum munum en það sem ég nauösynlega þarf til að lifa áhyggju- lausu lifi, til þess að ég geti stundað hin mörgu áhugamál min og maður getur gert hvað sem mann lystir, ef lögun og lifsorka er fyrir hendi. Ég hef á minni tið verið vinnumaður i sveit, listamaður i fjölleikahúsi (sirkus), skopleikari, tjaldsaumari, hljóm- listarmaður, kvikmyndamaður, sirkus eigandi, málari, teiknari, fugla- uppstoppari, útvarpsvirkj, kennari i útvarpstækni, húsasmiður, mynd- höggvari, bílavirki, ljósmyndari, skógræktarmaður og vinnuveitandi m.a. Auk þess hef ég skrifað meira en 100 bæklinga og bækur um andans vísindi og vaxtakerfið, og allt þetta hefur mér lánazt. Sem sagt: Maður getur gert hvaðeina sem mann lystir. „Fæðingastaður minn er Vendsyssel á N.-Jótlandi. Þegar ég var 17 ára feröaðistég með fjölleikahúsi (Sirkus) og skömmu seinna fór ég að koma fram á sviði og i 12 ár var ég sirkus- listamaður og við ýmsa sirkusa i Dan mörku og kom fram sem slöngu- maður, tannaflraunamaður, töfra- maður, hugsanlesari o. fl, og i styrjaldarbyrjun 1914 átti ég sjálfur litinn sirkus i tjaldi sem ég hafði gert sjálfur. Ég varð að hætta öllu þessu og 1915 fór ég til Islands og kom fram á ýmsum stöðum. Og ég skildi fljótt að ég hafði ekki farið til útlanda, heldur var kominn heim, þvi islenzkur hugsanagangur átti miklu betur við mig en sá danski. Island er það Norðurland, sem fyrr á timum hefur gengið i gegnum mestar þrengingar og þar sem þrengingin er bezti lærimeistari okkar, hefur hún skapað dýpri skilning á tilverunni, en á hinum Notðurlöndunum. Hér er raunverulega enginn stéttamismunur, þ.e. hið eyðandi höfðingjadekur sem enn er rikt i Skandinaviu, og hér er enginn jarðvegur fyrir hina mörgu „sértrúarflokka”, sem skapa svo

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.