Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Side 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 17ágúst 1974—23. tbl. — 7. árg. nr. 174. TÍMANS
Kristján Finnbogason
verkstjóri, Selfossi
f. 8. aprll 1918
d. 17. júll 1974.
Skuggar svifu um lífssvið mitt, er
mérbarst fregnin um andlát Kristjáns
frænda mins, er látizt hafði á
Landspitalanum eftir erfiða sjúk-
dómslegu.
En þannig er lifsins saga, að
hryggjast og gleðjast hér um fáa daga.
En brátt birti I sálu minni, þvi
minningin um þennan hugheila frænda
minn geymir margar ljúfustu gleði-
stundir minar.
Faðir Kristjáns, er var bróðir móður
minnar, Halldóru Helgadóttur á Svín-
hóli, hafði kynnst konu sinni, Sigriði
Teitsdóttur, vestur i Dölum, glæsilegri
ljósmóður með skapgerð heila og
glaða lund.
Þau Sigrfður og Finnbogi komu frá
prestshjónunum að Kvennabrekku,
frú Guðriði Helgadóttur —systur
Finnboga) og sira Jóhannesi L.L.
Jóhannessyni. Foreldrar Kristjáns
voru fullhugar miklir og áttu strax þá
draumsýn að eignast eðlisgott og rúmt
jarðnæði, er hæfði athafnaþrá þeirra.
Þröngt var þá um búsetu i sveitum, en
ástin lætur ekki að sér hæða né tefja
för, svo ungu hjónin héldu úr Dölum
með ekki stóran heimanmund, en
mikinn vilja, suður yfir Bjúgs-fjallveg.
Þar hófst framtiðarstarfið,
búskapurinn I Hitardal, árið 1910.
Erfitt var til fanga, en landrými nóg,
heimatún smátt, en þúfur margar og
litill bær. En lund var létt og lifið
frjálst i fögrum fjallasal. Störfin
kölluðu á fórnfúsar hendur og gott
mannlif þess lands, sem ungir
elskendur áttu nú og unnu.
A þeim fornfræga stað, Hitardal,
blandast margbreytileg náttúrufegurð
og tröllaukin tign i landslagi, litum og
linum, þegar sól skin i heiði eða
skugga ber á leiti.
Þarna fæddist Kristján, vinur minn
og frændi, inni milli fjallanna, og þar
átti hann heima. Þar mundi hann öll
sin æskuvor og smaladrengsinsléttu
spor. Þangað leitaði hugur hans oft og
lét sig miklu varða um velfarnað
staöarins. Kristján var sjöundi i röð
tiu bræðra, sem þar fæddust, auk
einnar systur. En einn son hafði
. Finnbogi faðir þeirra eignast, áður en
hann kvæntist Sigriði.
Kristján var allt sitt lif mikið
mótaður áhrifum heimaslóða og
eiginleikum foreldra sinna. Þar fór
saman alhliða dugnaður ásamt verk-
hyggni, áræðni og framsýni án hiks
eða minnimáttarkenndar, velviljaður
var hann með stóra lund og glaða.
„Vilji er allt sem þarf,” að hugsa, vilja
og framkvæma voru hans einkunnar-
orð. Hann var gæddur eiginleikum
baráttumannsins, og hvarvetna á veg-
ferð hans fannst honum vera óunnin
verkefni I sjónmáli.
Enda þótt hin stóra sveit bræðranna
I Hitardal yrði fljótt knáir sveinar og
nýir Hitdalakappar á frumbýlisárum
foreldranna, sem gerðu garðinn
frægan, sannaðist þar sem annars-
staðar, að margs þarf búið við, þvi
áfram var haldið til manndóms og
mennta jafnhliða þeim átökum, er
grjóti var rutt úr vegi, þýfi breytt i
þaksléttur og siðar sáðslettur, gömul
hús gerð ný, og litla býlið varð að
höfuðbóli á þess tima mælikvarða, en
sjóðir kaupmáttar ungu sveinanna
ekki digrir. Leita varð þvi utan garðs
til nýrra fanga. Helztu möguleikar á
þvi sviði voru vegagerðarstörf. Ungir
að árum unnu þeir bræður að slikum
störfum, mest hjá hinum þekkta vega-
vinnuverkstjóra, Ara Guðmundssyni
frá Borgarnesi: 12 ára gamall mun
Kristján fyrst hafa unnið hjá Ara og
siðan áfram meira og minna um 14 ára
skeið. Fljótt mun verkhæfni hans hafa
komið i ljós. Var hann þvi um nokkurt
skeið flokkstjóri vegagerðarmanna i
Borgarfirði og nágrenni. í dagsins önn
og erfiði var hann aðgætinn og ihugull
og leysti vel úr hverjum'vanda.
Mér fannst flest stækka i návist
hans, nema erfiðið, það hvarf i
höndum hans allt til siðustu stundar.
Ekkert starf var svo smátt i augum
frænda mins, að hann léti hjá líða að
leggja sig fram, hvernig leysa skyldi,
og við hrjúfan haka og reku var höndin
styrk og iðjusöm.
En þegar þrengdist I heimagarði,
burt var sótt og brotinn akur nýr. Arið
1941 steig hann gæfuspor er gjöful
reyndust. Réðst hann kaupamaður að
Bár I Flóa til nafna sins Ólafssonar,
sem var hinn mesti sæmdarmaöur og
smiður góður. En Kristján eldri Ólafs-
son átti einnig margar fagrar dætur og
Kristján yngri, frændi minn, valdi eina
úr systrahópnum friða, Sigriði.
Framtið hans var ráðin, og hann hafði
hlotið stærsta happdrættisvinning lifs
sins. Sigriður og Kristján giftust árið
1945. Arið 1947 lauk Kristján húsa-