Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Side 7
Stefán Sigurðsson
fyrrum bóndi Hnjúki
F. 5. des. 1906. —D. 29. mars 1974.
Man ég þig enn, er ég ungur
augum leit fyrsta sinni.
Af athafna orku þungur,
sem ei mér liður úr minni.
Þvf aftur í æskudalnum
ötull þú reistir býli.
1 fannþunga fjallasalnum
fagurt þú reistir skýli.
Leiðrétting
1 21. tölublaði Islendingaþátta féll
niður fæðingar og dánardægur
Sigurunnar Þorfinnsdóttur Blönduösi.
Hún var fædd 16. október 1897 en dáin
22. april 1974.
mági samúðarkveðjur minar og kveð
vin minn Svanberg Magnússon skip-
stjóra með þessari kveðju:
Vinur og starfsbróðir.
Far þú i friði, friöur Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Komdu sæll, Svanberg, þegar
þér sýnist svo.
Skrifað á sjómannadaginn 1974 á
siglingu við eyna Stronu i Pentlands-
firði á m/s Laxíoss frá Reykjavik.
Markús B. Þorgeirsson
islendingaþættir
Þá erfitt var ungum manni
að yrkja sér jörð og búa,
en það mátti segja með sanni
— þú sóttir að flestu að hlúa.
Svo fluttirðu burt eins og fleiri,
og fannst, að þú þoldir ei stritið,
en aðeins til Akureyrar,
svo austur gætir þú litið.
Þú einn virðist laus við amann,
og alls staðar varstu til friðar.
Við syngjum ei lengur saman,
þvi sólin er gengin til viðar.
E.K.
0 Ásgeir
vináttu og tryggðar, sem ég veit, að
ekki munu slitna. Og þvi meiri, sem
kynnin urðu, þvi betur kunni ég að
meta hann og virða.
Asgeir L. Jónsson var bændunum
hollur ráðgjafi. Viða lágu vegir hans
um landið og gróðurinn óx i sporum
hans. Við Landeyingar eigum honum
mikið að þakka. Frá stofnun Jarð-
ræktarsambands Landeyja hefur hann
um aldarfjórðungs skeiö verið sam-
starfsmaður okkar og leiðbeinandi viö
uppþurrkun i Austur- og Vestur-Land-
eyjum. Má segja, að á þvi samstarfi
byggðust þær öru framfarir, er orðið
hafa i þessum sveitum á umræddu
timabili.
Ásgeir L. Jónsson var hvarvetna
mikill aufúsugestur, bar jafnan birtu i
bæinn, hressandi andblæ. Hann var
hispurslaus og fór ekki dult með
skoðanir sinar, fastur fyrir eins og
bjargið, sem ekki bifast. En ljúfmann-
legur i framkomu, einlægur og vildi
öllum vel.
Og nú er hann horfinn úr jarðneskri
tilvist. Við erum alltaf varbúin að sjá á
bak- nánum vinum. Hann var einn
þeirra manna, er ég hlakkaði til að
fara og finna oft, er ég flyttist til
Reykjavikur. Við áformum, en Guð
ræður. Og klukkan glymur einum i
dag, öðrum á morgun. Og ég stend eft-
ir og sakna góðs vinar. En ég kveð
hann i von og trú. Hittumst heilir!
Frú Agústu og börnum færi ég inni-
legar samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni. Bið þeim öllum blessun-
ar Guðs.
S.S.H.
f
Þótt siðbúið sé, langar mig að minn-
ast Htillega Asgeirs L. Jónssonar, sem
andaðist þann 13. april siðastliðinn.
Asgeir fæddist 2. nóvember 1894 á
Þingeyrum, sonur Jóns Asgeirssonar
bónda þar og ráðskonu hans, Guð-
bjargar Aradóttur. Jón Asgeirsson,
eða Jón á Þingeyrum, eins og hann var
oftast nefndur, var frægur maður á
sinni tið, talinn einn bestur hesta-
maður sinnar samtiðar og listagóður
hagyrðingur. Til Guðbjargar þekki ég
ekki né æskuára Ásgeirs.
Ásgeir varð búfræðingur frá Hólum
árið 1914 en hélt til Þýzkalands til
framhaldsnáms fljótlega að styrjöld
lokinni það var kjarksamlega gert þá.
Embættisprófi sem vatnsvirkja-
fræöingur lauk hann árið 1922 og unni
jafnan þýzkri menningu. Heim kominn
réðst hann fljótlega til starfa hjá
Búnaðarfélagi Islands og vann þar
nær óslitið til dauðadags. Starfsdagur
hans varð bæði langur og góður, og fá-
ir munu að honum loknum hafa þekkt
land sitt og þjóð betur.
Asgeir dvaldist langdvölum i Vik i
Mýrdal, eftir að hann kvæntist siðari
konu sinni, Ágústu Vigfúsdóttur frá
Flögu i Skaftártungu, fyrri kona
Ásgeirs var Anna Geirsdóttir, ættuð úr
Arnesþingi. Þá þegar tókst með hon-
um og foreldum minum svo og börnum
beggja góð vinátta, sem ekki bar á
skugga.
Ég kynntist A§geiri fyrst verulega
eftir að ég var kominn á fullorðins-
aldur, hann hniginn á efri ár. Ætti ég
að lýsa honum, væri það helzt þann
veg, að mér fannst hann stundum
flestum mönnum islenzkari. Strið-
lundaður nokkuð og mesti orðhákur, ef
sá gállinn var á honum, en ætið hreinn
og beinn. Lifsviðhorf og stjórnmála-
skoðanir hafði hann vægast sagt fast-
mótaðar. — En flokksþræll hefði Ás-
geir aldrei getað orðið, sama hvað
hann hefði á sig lagt.
Atgervismaður var Asgeir bæði til
likama og sálar og hélt reisn sinni til
hins hinzta. Mér er það minnisstætt
hve kjarngott islenzkt mál hann talaði,
ég heíd hann hafi borið sanna virðingu
fyrir tungu sinni. Manna glaðastur á
góðri stund. Hann verður mér minnis-
stæðari mörgum öðrum, ástvinum
hans sendi ég samúðarkveðjur, og taki
þeir viljann fyrir verkið.
Jón Thor Haraldsson
7