Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Blaðsíða 3
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Blönduósi F. 23/7 1916 D. 27/8 1974 1 vandamanna og vinahóp er vegið hér á jörð, og eftir standa ailt um kring, hin auðu, djúpu skörð. Ennþá einu sinni hefur manninum með ljáinn, þóknast aö leggja leið sina um Blönduós og svipta litia þorpíð okkar mætum og góðum þegni. Það er farið að þynnast I röðum þeirra vina og nágranna, sem ég minnist frá barnæsku og svo að segja ólst upp með. Að visu koma alltaf ný andlit I ljós i stað þeirra horfnu, en það eru ekki þau sömu og sköröin standa óbætt þrátt fyrir það. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir er ein af þeim, sem ég man bezt eftir frá bernskuárunum og mér hefur dagsins ljós i bókarformi, þar eð hann tók umsjón og útgáfukostnað á sinar herðar að öllu leyti. Þaðfé, sem lagt er i útgáfu ættfræöirita og önnur skyld fræði, mun yfirleitt taka langan tima að endurheimta i sölu, eins og lestrar- áhuga alls þorra fólks er komið nú um stundir. Slikt mun Valdimar Björn hafa fengið að reyna, þar sem hann þurfti að selja meginhluta sins mikla og góða bókasafns til þess að standa undir kostnaði viðútgáfu „Vestifrzkra ætta”. Þeir, sem bókum unna og eiga þær að einhverju umtalsverðu marki, munu vita það og skilja manna bezt, að auðar bókahillur valda gömlum bókamanni ærnum sársauka, jafnvel þótt innihaldi þeirra hafi verið fórnaö á altari ævilangrar hugsjónar. Þegar mér barst i fjölmiðlum and- látsfregn Valdimars, mjög skömmu eftir aö við höfðum góöa stund talazt við i sima, þá hitti sú fregn mig satt að segja óviðbúinn. Svo hefði þó kannski ekki þurft að vera, þvi mér var ekki ókunnugt um að hann var aldraður maður, sem s.l. vetur hafði legið á sjúkrabeði um skeið. I dag þér, á morgun mér. t ágústmánuði 1974 Jóhann Hjaltason alltaf þótt vænt um hana siðan. Við urðum vinkonur, þegar ég var sex ára og faðir hennar tók að sér að kenna mér að lesa. Þá var Inga kornung stúlka og bjó með föður sinum, systur sinni og mági, i sama húsi og við bjuggum i. Ég fór út um dyrnar heima eftir hádegi, gekk fyrir hornið, inn um aðrar dyr, upp tröppur og þar tók Inga á móti mér. Það brást aldrei að hún kæmi fram, hún sagðist þurfa að athuga hvort ég heföi borðað nógu vel. Svo klappaði hún mig alla utan til að ganga úr skugga um þetta og alltaf þótti mér móttökuathöfnin jafn skemmtileg. Ég segi frá þessari benskuminningu vegna þess að hún lýsir svo vel fram- komu Ingu við börn, og ber með sér, að strax á æskuárum hefur hún verið orðin svona barngóð. Það eru áreiðanlega mörg börn á Blönduósi, sem sakna vinar i stað nú, þegar Inga er horfin, ekki aðeins litil börn, heldur lika ung fulloröin börn og foreldrar þeirra. Rétt áöur en Inga veiktist og fo'r suöur til uppskurðar vorum við að spjalla saman og hún sagöist vera leiö yfir þvi að hafa ekki ennþá kynnst litla dóttursyni minum að neinu ráði. Ég sagöi að nú væri að hlýna og þá yrði sá litli alltaf úti, þau myndu hittast daglega á götunni og sjáifsagt yrði hún jafn fljót að ná hans hylli og okkar mæögnanna á sinum tima. Svona sér maður skammt fram i timann — sem betur fer. Að óvörum koma oss atvikin þrátt, sem æfin hin jarðneska er háð og dauðinn svo óvænt dyrnar knýr að daprast öll bjargarráð. Við lútum þeim dómi með djúpri lotning Drottins er vald og náð. Inga Skarphéðinsdóttir hafði fleira til brunns að bera en barngæzkuna eina, hún var trygglynd og með af- brigðum raungóð, þess gæti ég nefnt mörg dæmi, en ég held að Ingu væri enginn greiði gerður með slikri upptalningu. Hann vann sin góðverk og gerði vinargreiða i kyrrþey og ætlaðist ekki til launa i nokkrri mynd. Inga var starfssöm kona og vann öll verk, sem hún tók að sér af sérstakri vandvirkni, enda var hún grandvör og heiöarleg til orðs og æðis. Hún hafði ánægju af léttu gamni i samræðum, en það var lika gott að ræða við hana um alvarleg efni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, átti létt með að tjá hugsanir sinar i orðum og oft hef ég farið fróðari af hennar fundi, bæði fyrr og siðar. Inga var gift Ragnari Jónssyni og eignuðust þau einn son, Skarphéðin, sem nú er uppkominn en ókvæntur og býr i for eldrahúsum, fóstursonur þeirra Ar- sæll er kvæntur og búsettur austur á fjörðum. Eldri systir Ingu, ósk Skarphéðinsdóttir býr á Blönduósi. Hjá henni er skammt stórra högga á milli, i fyrrasumar missti hún mann sinn og verður nú að sjá á bak einka- systur sinni. Þær systurnar voru báðar ungar er þær urðu móðurlausar og milli þeirra hefur ætið veriö nánara samband en almennt gerist meðal systra. Ég hefði fegin viljað segja eitthvað, sem gæti orðið Ósk minni til huggunar, en ég er þess ekki megnug. Orð eru svo fátækleg. Hvorki fögur orð né fullvissan um endurfundi i öðru lifi, geta bægt frá henni einsemd og söknuði hérna megin grafar. Ég kveð Ingu Skarphéðisdóttur með virðingu og þökk, óska henni farar- heilla og góðrar heimkomu til landsins eilifa. Astvinum hennar öllum, sendi ég minar innilegustu samúðarkveðjur. Nanna Tómasdóttir. íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.