Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Síða 8
Áttræður Sveinbjörn Jónsson Snorrastöðum Sveinbjörn Jónsson bóndi og fyrr- verandi kennari á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi varð áttræður 4. sept. næstliðinn. Hann er fæddur á Snorrastöðum 4.9.1894 og hefur átt þar heima frá fæðingu. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi þar, Borgfirðingur aö ætt og kona hans Sólveig Magnúsdóttir, en hún var ættuð úr Húnavatns- og Stranda- sýslum. Sveinbjörn ólst upp I stórum systkinahópi á Snorrastöðum, sem jafnan var talið fyrirmyndarheimili og þótti snemma efnismaður, en það voru bæði bræður hans og systur. Tveir af bræðrum Sveinbjarnar urðu þjóð- kunnir, þeir Stefán námsstjóri og Kristján á Snorrastöðum, sem margir útvarpshlustendur munu kannast við i sambandi við þáttinn „Islenzkt mál”. Kristján hefur eins og Sveinbjörn átt heima á Snorrastöðum frá fæðingu og þaðan fer hann ekki lifandi. Hann er nú kominn hátt á áttræöisaldur og er enn furðu hress og alltaf sivinnandi. Sveinbjörn stundaði nám i Hvitár- bakkaskóla i tvo vetur, 1914-15 og 1915-16. Þótti hann ágætur námsmaður og sérstaklega vinsæll af skóla- systkinum sinum. Iþróttamaður var hann góður og lagði aðallega stund á spretthlaup og leikfimi, sem hann kenndi eitthvað siðar, ég held i Stykkishólmi. Hann stundaði barna- kennslu i full 40 ár i fæðingarhreppi sinum og kenndi lika eitthvað i Stykkishólmi og Miklaholtshreppi. Hann var einnig prófdómari um hriö m.a. I Staðarsveit. Sveinbjörn hóf búskap á Snorrastöðum vorið 1922 i félagi við systkini sin Margréti, Kristján og Magnús sem var elztur þeirra bræöra. Býr Sveinbjörn þar enn og hefur gert garö sinn frægan. Nú er þar tvibýli eða félagsbúskapur og býr Haukur elzti sonur hans i félagi við fööur sin að ég held. Er þar vel hýst og ræktunarframkvæmdir miklar. Sveinbjörn var forgöngumaöur aö stofnun U.M.F. Eldborg, sem enn er við lýði, og stofnaði ásamt Guðmundi Illugasyni og undirrituöum héraös- samband ungmennafélaga i Snæfells- ness- og Hnappadalssýslum (H.S.H.) haustið 1922. Var hann um skeið formaður þess og oft i stjórn. Er H.S. H. nú orðið allöflugt en aðeins þrjú félög voru I þvi fyrst. Sveinbjörn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina, og sýslu. Atti lengi sæti i hreppsnefnd, og um hrið var hann i sýslunefnd að mig minnir. Hann sat lengi i yfirskatta- nefnd Snæfellsness og Hnappadals- sýslu, og fleiri opinberum störfum hefur hann gegnt. Sveinbjörn er einlægur samvinnumaður og hefur oft setið sem fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Borgfirðinga. 011 sin störf hefur hann leyst af hendi með ágætum og hlotið þakklæti allra^sem rétt kunna að meta þau. Sveinbjörn kvæntist 26/6. 1931 ágætri konu, Margréti Jóhannesdóttur úr Kolbeinsstaðahreppi og varð það hans stærsta gæfa. Móöir Margrétar var Kristin Benjaminsdóttir, sem bæði var fróöleikskona og vel hagorð og prýðiskona á margan hátt. Geta skal þess áð Margrét er allmiklu yngri en Sveinbjörn (f. 30/6. 1905) Börn þeirra hjóna eru: Haukur, Friðjón Jóhannes, Kristin Sólveig, Helga Steinunn, Elisa- bet Jóna, sem er þeirra yngst. Son átti Margrét áður en hún giftist Sveinbirni og heitir hann Kristján og var að sjálf- sögðu uppalinn hjá þeim á Snorra- stöðum. öll eru áðurtalin börn þeirra hjóna mesta myndar- og gæðafólk eins og þau eiga ættir til og öll eru þau gift og eiga börn. Eins og sést á framan- skráðu þá er dagsverk þeirra hjóna mikið og á Margrét þar ekki siður hlut að máli. Svo má heldur ekki gleyma hlutdeild Kristjáns i velferð heimilisins. Kynni okkar Svein bjarnar hófust fyrir meira en 55 árum og urðu strax góð, en hafa orðið æ meiri og betri sem æviárum okkar hefur fjölgað. Um hrið höfðum við talsvert saman að sælda, en það var á meðan við vorum báðir i stjórn H.S.H. Var Sveinbjörn sérstaklega samvinnuþýður og vildi gera það eitt sem var heilladrýgst fyrir H.S.H. Sfðan það skeði hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt breytzt, og þvi var okkur fyrstu stjórnendum H.S.H. ósegjanleg gleði aö hittast allir glaðir og hressir þegar H.S.H. hélt hátiðlegt 50 ára afmæli sitt að Breiða- bliki siðla hausts 1972. Þótti ýmsum þetta talsvert merkilegt. Var þar gleð- skapur góöur og fór hóf þetta hið bezta fram, enda vel stjórnað. Sveinbirni vini minum og fjölskyldu hans færi ég minar beztu þakkir fyrir góö kynni á liönum árum. Óska ég þeim innilega til hamingju og auðvitað Sveinbirni sjálfum með áttræðis- afmæli hans. Þessi stutta afmælisgrein min kemur þvi miður seinna fram en ég heföi viljaö eða máski eftir „dúk og disk”, en ég vona samt að hún komi fram þó siðar verði. Guð blessi þig Sveinbjörn minn. 30/8.1974 Bragi Jónsson frá Hoftúnuni íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.