Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 3
Vinur minn og samstarfsmaður i tæpa fjóra áratugi, Gunnar Guömundsson fyrrv. skólastjóri, lézt i Landspitalanum 16. þ.m. eftir langa og erfiða legu rúmlega sextugur að aldri. Gunnar var fæddur i Innri-Fagradal á Skarðsströnd, 16. des. 1913. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Gisladóttir og Guðmundur Ari Gisla- son kennari, sem þá bjuggu i Innri- Fagradal. Um vorið 1914 komu ung, barnlaus hjón að Innri-Fagradal. Þessi hjón, Anna Friðriksdóttir og Þorsteinn Brynjólfsson, buðust til að taka Gunnar um stundarsakir vegna erfiöra ástæðna foreldra hans, sem þá voru að flytja að Dagverðarnesi i Klofningshreppi. Eftir að flutningur var vel um garð genginn tóku foreldrarnir Gunnar, en áður en ár var liðið brann bærinn á Dagverðarnesi og þá var Gunnar tekinn i fóstur að Innri- Fagradal rúmlega ársgamall. Anna og Þorsteinn reyndust honum sem beztu foreldrar, og lét hann oft I ljós hversu hann mat þau mikils fyrir aö hafa tekið hann að sér. Taldi hann að þar hafi verið um mikla fórnfýsi og hjartahlýju að ræða, og nutu þau þess á efri árum. Þegar Gunnar var tólf ára gamall fór hann strax að vinna fyrir sér og fór þá fyrst til hins nafnkunna manns Þórólfs i Ytri-Fagradal i Saurbæ og mun hafa verið þar i tvö ár. Siðar fór hann að stórbúinu að Reykhólum i Barðastrandarsýslu. Það mun hafa verið á árinu 1929, sem fundum okkar Gunnars bar fyrst saman i Flatey á Breiðafirði, og hvorugan mun þá hafa grunað að leiðir okkar ættu eftir að liggja svo saman sem raun varð á. Mér varð starsýnt á þennan föngulega pilt og þekkti hann, er fundum okkar bar aftur saman eftir átta ár. Gunnar lauk kennaraprófi 1937, og sama ár kom hann að Laugarnesskól- anum, en þar urðum við samkennarar 1 nitján ár og sambýlismenn á tíma- bili, siðar samstarfsmenn á öðrum sviðum á meðan honum entist aldur. Gunnar lét sér ekki nægja próf frá Kennaraskólanum, heldur var hann alltaf að leita sér þekkingar. Arin 1943- 1945 stundaði hann nám i nútima hljóð- færði i heimspekideild Háskóla Islands. Arið 1945 varð hann yfirkennari við Laugarnesskólann i Reykjavik og skólastjóri þar frá 1965, þar til á siöastliðnu ári, að hann lét af störfum. Vegna hæfni og trausts þess, sem til Gunnars var borið, hlóðust á hann margvisleg störf og kann ég ekki skil á þeim öllum. Hann var formaður Kennarafélags Laugarnesskóla um árabil og i stjórn Byggingafélags kennara við skólann. Hann var i stjórn Sambands Isl. barnakennara allt frá 1956 til 1972 og þó fyrr i varastjórn, formaður i 4 ár og siðar gjaldkeri til 1972. Var hann kjörinn heiðursfélagi Sambands isl. barnakennara á s.l. vori. Hann var I stjórn Rikisútgáfu námsbóka um árabii allt til dauðadags. Einnig vann hann auk annarra að frumdrögum grunnskóla- frumvarpsins. Samband isl. barna- kennara tilnefndi hann i stjórn Hjálparsjóðs æskufólks og átti hann sæti I henni til dauðadags. Var hann sjóðnum ötull liðsmaður og þar áttu fátæk börn og munaðarlaus traustan talsmann. Siðari ár var hann i kvik- myndaeftirliti rikisins og I Barna- verndarráði íslands, varaformaður siöasta ár. Siðastliðið ár starfaði Gunnar i Stafsetninganefndinni, tilnefndur i hana af menntamálaráð- herra. Vafalaust er eitthvað ótalið hér, af hans margþættu störfum, en þetta nægir til að sýna hvilikur afkasta- maður hann var, sem auk þessa stjórnaði stórum skóla og gat leyst þetta allt vel af hendi, og ekki nóg með það, verk hans á sviði ritstarfa voru með ólikindum. Tugir bóka eru tengdar nafni hans. Allt eru það bækur ætlaðar ungu fólki. Æskufólk þessa lands, sem náms hefur getað notið, kannast við eitthvað af þeim og flest við margar þeirra. Þessar bækur koma mér i huga: Kennslubækur i stafsetningu fyrir barna- og framhaldsskóla ásamt stafsetningaorðabók, sem hann gaf út með Arna Þórðarsyni fyrrv. skóla- stjóra. Með Arna Þórðarsyni og Bjarna Vilhjálmssyni þjóðskjalaverði gaf hann út fjórar lestrarbækur ásamt skýringum, með völdu lesefni úr islenzkum bókmenntum. Þá þýddi hann hinar vinsælu Bennabækur aö minnsta kösti 7 að tölu og valdi sögur í Sögubókina, sem kom út áriö 1950. Með Kristjáni Gunnarssyni, fræöslu- stjóra, gaf hann út bækurnar Maggi og ikorninn og Maggi, Mari og Matthias, sem komu út um eða eftir 1960. Arsæll heitinn Sigurösson skólastjóri haföi ekki lokið til fulls viö bækur sinar Móðurmál, er hann féll frá. Þvi verki lauk Gunnar og ætla ég að þaö hafi veriö þrjár bækur, sem hannn gekk frá. Um 1972 komu út tvö bindi af Þjóö- sögum og ævintýrum með skýringum eftir Pálma Jósefsson, fyrrv. skóla- stjóra, Þorleif Hauksson lektor og Gunnar Guðmundsson. Siðustu bækurnar, sem mér er kunnugt um, aö Gunnar hafi staðið að, og út eru komnar, voru lestrarbækur með skýringum eftir Tryggva Gislason, rektor Menntaskólans á Akureyri, Þorleif Hauksson lektor og Gunnar Guðmundsson. Fáum dögum áður en Gunnar lézt, kom út bókin Greina- merkjasetning, sem hann var höfundur að ásamt Baldri Ragnars- syni. Arið 1946 var Gunnar hvatamaður þess, að kennarar i Laugarnesskóla byggðu sér hús i félagi. Kennarafélag Laugarnesskólans, sótti um lóðir undir sjö hús, samtals 27 ibúöir. Húsin voru öll steypt upp á einu sumri og þannig tók hver við sinu. Allt gekk þetta undra vel og mér eru I minni margar ánægjulegar stundir frá þessu sumri. Eins og öllum húsbyggjendum er kunnugt verður oft févant, þegar liða tekur á seinni hluta bygginganna og svo var hér hjá mörgum, en þegar vanda bar aö höndum, hvort sem var á sviði fjármála eða annarra vandræða, var oft leitað til Gunnars. Hann talaði kjark i févana menn og leysti vandamál þegar aðrir stóðu ráðþrota. Með rólyndi sinu og kjarki var hann ótrúlega fundvis á giftusamlegar leiðir til úrlausnar. Menn virtust eiga óvenju auðvelt með að bera vandamál sin upp við Gunnar og kunnugt er, að þeir, sem það gerðu voru á öllum aldri, allt frá börnum til einstaklinga, sem aldurs vegna hefðu getað verið foreldrar hans. Þannig var traust manna á þessum raunsæja, ráðholla manni. Gunnar var mikill ræðumaður og flutti mál sitt á þann veg, að allir veittu oröum hans athygli og margir vildu hafa getað gert orð hans að sinum. Gunnar var mikill aðdáandi alls sem fagurt var. Hann var mikill blóma og dýravinur og mat mikils fegurð náttúrunnar. Garðurinn við húsið hans, litla gróðurhúsið og húsið sjálft ber vitni snyrtimennsku, sem einkenndu störf hans. Þegar skyggnzt er eftir förnum vegi Gunnars Guömundssonar, mun skóla- manninn og stjórnandann bera hæst. Um það fer ég ekki mörgum orðum nú, þar sem mér þykir trúlegt, að einhverjirhinna mörgu nemenda, sem dáðu kennslu hans og stjórnsemi kveöi sér hljóðs. Læt þvi nægja aö geta þess, að meöal kennara var hann talinn öndvegis maður, afburða kennari, átti mjög auðvelt með að skipuleggja og var mikill sátta- semjari. Það fór fyrir mér eins og mörgum öðrum, að þvi lengri sem kynni okkar urðu, óx álit mitt og aðdáun á Gunnari. islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.