Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 6
samvinna okkar á fjölmörgum opnum klúbbfundum viðsvegar um landið, og ferðalögin i sambandi við þá. Þar hefir oft verið glatt á hjalla i annars allri al- vörunni. Fundarmaður og fyrirlesari er Stefán ágætur, vel máli farinn, ein- lægur og persónulega nærtækur i mál- flutningi —húmoristi hinn bezti. Hann hittir þvi gjarna i mark og snertir góð- ar sálir — ekki sizt kvenna — og segi ég þetta a.m.k. nú án allrar afbrýði- semi! Þetta tekst Stefáni vegna þess, að honum er gefið að gefa jafnan nokk- uð af sjálfum sér i einlægni og auð- mýkt vegna þjónustu við góðan mál- stað. Kaldhömrunarmönnum tekst þetta aldrei, hversu fræðilegir, bók- lærðir og vandvirkir sem þeir annars eru. Ferðafélaga getur vart skemmti- legri né betri en Stefán. Ég minnist varla þægilegri samferðamanns, svo vel liður manni i návist hans. Verst þykir mér, letiblóðinu, að mega ekki sofa út i friði eftir droll langt fram á nótt, ef við erum svo óheppnir að lenda saman á herbergi — hvað við báðir forðumst af fremsta megni! — þvi þá er hann jafnan vaknaður fyrir allar aldir, að eðiislægum bændasið, og far- inn að skrjáfa i blöðum og skrifa ræðu- parta, blaðagreinar, viðtöl, fréttir, jafnvel skáldskap, og guð veit hvað — allt þetta, sem ég læt lönd og leið og kýs að dorma i friði! En þótt samkomulag okkar Stefáns og samstarf i heild sé með afbrigðum gott, skyidi samt enginn halda, að við séum óaðskiljanlegir jábræður á allan veg, jafnvel ekki alltaf varðandi sam- eiginlegt áhugamál okkar. Vist hefir stundum sletzt upp á vinskapinn, jafn- vel opinberlega, og við látið hvorn annan ,,hafa það”. Oftast hefir þó ver- ið um að ræða „innanrikismál” okkar tveggja, sem fleiri sögum fer ekki af. Og ég hefi átt það til að segja, að það eina, sem væri að Stefáni, sé það, að hann væri of góður fyrir heiminn! Þótt mér eðlilega hafi orðið tiðrætt um þann hugsjóna- og starfsþátt Stefáns Jasonarsonar, sem ég þekki bezt til, þýðir það engan veginn, að vfðar hafi hann ekki komið viö sögu. Þvert á móti hefi ég við lauslega at- hugun komizt að raun um, að mér nægja ekki fingur beggja handa til þess að telja upp öll þau ábyrgðar- og trúnaðarstörf, sem Stefáni hafa verið falin, flest árum og áratugum saman. Á æskuárunum var Stefán mjög virkur félagi og forystumaður bæði i iþróttahreyfingunni og ungmenna- félagsskapnum I sveit sinni og sýslu. Hann var m.a. formaöur landsmóts- nefndar UMFl á Laugarvatni 1965, sem þótti takast mjög vel. Oft var hann llka harðskeyttur keppnismaður i iþróttum og getur i þvi efni sagt með sanni: „Það var, ég hafði háriö” 1 full 10 ár ritstýrði hann „Skarphéðins slö- unni” I blaðinu „Suðurlandi”. Hreppstjóri Gaulverjarbæjarhrepps hefur Stefán verið I 11 ár — i stjórn Búnaðarsambands Suðurlands i 15 ár, þar af formaður allmörg siðustu árin — fréttaritari útvarpsins i 16 ár, ein- hver sá ötulasti — formaður kirkju- kórs Gaulverjabæjarkirkju i 19 ár, o.s.frv. Fjölda greina og viðtala hefir „Stjas” skrifað, einkum I blaðið „Þjóðólf” á Selfossi hin siðari árin, raunar sem allt að þvi „blaðamaður”, enda prýðilega ritfær. Pólitísk umsvif Stefáns leiði ég hjá mér! En þannig hefur hann viða komið við sögu. Ekki er Stefán Jasonarson lang- skólagenginn maður, svo sem margir, ef ekki flestir virkustu og notadrýgstu félagsmálamanna þjóöarinnar. Námi lauk hann þó frá Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar i Haukadal 1938 og Héraðsskólanum á Laugarvatni árið eftir. Að öðru leyti hefur maðurinn numið i skóla lifsins og tekiö próf það- an „með láði”. Fæddur er Stefán Jasonarson i Vorsabæ 19. sept. 1914, og voru for- eldrar hans þau hjónin Helga tvars- dóttir og Jason Steinþórsson bóndi þar. Þvi miður þekki ég ekkert til ætt- anna, nema hvað móðirin var alsystir hins viðkunna og sérstæða athafna- manns og listunnanda Markúsar Ivarssonar, sem m.a. stofnaði vél- smiðjuna Héðin. Hinn 29. mai 1943 kvæntist Stefán hinni ágætustu konu, Guðfinnu Guð- mundsdóttur frá Túni. Hún hefir verið honum Ijúfur og samhentur lifsföru- nautur og umborið aðdáanlega mig og aðra skemmdarvarga heimilisfriðar- ins, sem sótt hafa þrátt að manni hennar og „afvegaleitt” hann oftlega á hennar kostnaö — meira að segja verið þeim veitul sem vinum. Þeim hjónum hefur orðið fimm myndarlegra barna auðið. Þau eru þessi eftir aldursröð: Helgi, bifreiðastjóri, Vorsabæ, kvænt- ur Ólafiu Ingólfsdóttur — Kagnheiöur, Iþróttakennari, gift Tómasi Búa Böðvarssyni tæknifræðingi, Akureyri — Kristln, handavinnukennari, gift Ólafi Einarssyni búfræðingi, Vorsabæ — Unnur, fóstra, gift Hákoni Sigur- grímssyni frá Holti, fulltrúa hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, þau búa I Kópavogi — Sveinbjörg, nemandi I Iðnskólanum I Reykjavik. Barnabörn eru þegar orðin fjögur. Fallegan blóma- og trjágarð hafa þau Vorsabæjarhjón ræktað upp af alúð og umhyggju heima hjá sér, enda bæði áhugasöm um ræktunar- og land- verndarmál. Og þótt Stefán hafi verið svo önnum kafinn I félagsmálastörfum sem hér hefir verið gefið til kynna, hafa þau hjón þarfyrir ekki slegið slöku við búskapinn, eða snuðað það opinbera, heldur jafnan verið með hæstu gjaldendum hreppsins, og stundum hæst. Er þetta skemmtilegur vottur gegn þeirri kenningu, að deyfð og afskiptaleysi i samfélaginu sé ein- hver trygging fyrir einbeitingu við brauðstritið. Oftast mun þessu vera þveröfugt farið, enda mætavel skiljan- legt. Að lokum vil ég færa vini minum Stefáni Jasonarsyni alúðarþökk fyrir einkar ánægjulegt samstarf siðasta áratuginn. Ég vona og trúi, að það hafi haft nokkra blessun I för með sér, þótt sjálfsagt I vanmætti og veikleika sé unnið. Ég þakka honum málefnaáhuga og alvöru, en þessutan persónulega allar hlátursrokurnar, sem við höfum ýmist tekið saman I „dúett” hvor með öörum einir sér, eða þá i áheyrn og við undirtekt fundarmanna okkar viðs- vegar um landið. Þar hefir okkur, ég held báðum, verið ljúft að vera ýmist gerendur eða þolendur, hvor á annars kostnað, en áheyrendum til ókeypis ánægju. Með tilliti til lifsviðhorfs og starfs- ferils Stefán Jasonarsonar, má hik- laust fullyrða, að hann i anda og athöfn hafi verið sannkallaður „aldamóta- maður” i beztu merkingu orðsins, enda þótt nokkuð siðborinn sé með til- liti til fæðingarársins. Hann hefir, finnst mér, „varið tima og kröftum rétt” — réttar en flestir aðrir á þessari harðskeyttu sjálfselskunnar öld — og heilshugar viljað stuðla að þvi að „búa sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðurblett”. Honum — þessum si- unga vormanni — sé heill og heiður! Baldvin Þ. Krlstjánsson. Leiðrétting 1 minningargrein um Stigrúnu Helgu Stigsdóttur Lilliendahl, sem birtist i siðasta tölublaði Islendingaþátta, slæddist inn sú villa, aö sagt var að Stigrún hafi verið aöeins 11 ára gömul er faöir hennar lézt, en á að vera aðeins 11 daga, eins og reyndar má ráða I siðar i greininni. Eru viðkomandi beönir velviröingar á þessum mistökum. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.