Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Qupperneq 5
kreppuára, er gengu yfir þjóðina. Þeir, sem kreppuárin muna, undrast ekki, þótt vonlaust væri fyrir efna- snauðan og heilsulitinn ekkjumann að ætla að hafa hjá sér og vinna fyrir ung- um barnahópi. Neyddist þvi Konráð til að vinna einn sins lið fyrstu árin eftir andlát Ragnheiðar. Sjaldan mun hann hafa kvartað, þrátt fyrir fátækt, heilsuleysi og ógæfu þá, er örlögin skópu honum fyrri hluta ævi hans. Hann var enda hógvær og mjög góðum gáfum gæddur. Konráð missti hvorki kjarkinn né traust á lifið og þann sem stjórnar þvi. Ævi Konráðs sýnir ef til vill mun betur en við, hinar skamm- sýnu manneskjur, gerum okkur grein fyrir, að þolgæði i erfiðustu raunum verður okkur endurgoldið af hinum ósýnilega verndara allra manna. Mesta gæfa Konráðs á lifsleiðinni var, að árið 1939 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Sigurbjörgu Sigur- jónsdóttur frá Rútsstöðum i Svinadal A-Hún. Þegar þau Konráð giftust, var Sigurbjörg mjög ung að árum. Hún reyndist honum afburðavel allt til siðasta dags. Hún er mjög greind og vel að sér bæði til munns og handa, en það, sem mest er um vert, er göfug- lyndi hennar. Settust þau að i Reykjavik. Oft var þröngt i búi, þar sem Konráð var aldrei heilsusterkur og hafði aðeins lág laun verkamannsins. En þau hjónin unnu að öllu með samlyndi, enda var hjónaband þeirra farsælt. Gestrisnin var mikil og einkum tekið vel á móti þeim, sem þurftu á umhyggju að halda. Höfðu þau hjónin slika einlægni til að bera, að hverjum gesti,, sem þar bar að dyrum, fannst hann vera kominn heim til sin, slikt var viðmót þeirra beggja. Þar heima er ekkert hégóma skraut hins efnis- iega, en af þvi heimi er svipmót hins sanna i islenzku þjóðlifi. Börn þeirra Konráðs og Sigur- bjargar eru vel upp alin og vandað fólk eins og foreldrar þeirra. Þau eignuðust fjóra syni: Gunnar Sigurð, giftur Angesi Magnúsdóttur þau, eru búsett á Hvamms- tanga, öskar, rafvirkjameistari i Reykjavik, Haukur útvarpsvirki i Reykjavik og Kjartan 18 ára mennta- skólanemi. Nú er langri lifsgöngu Konráðs lokiö, en viö, sem enn lifum, trúum, þvi að honum mætum við aftur er við einnig hverfum yfir á næsta tilveru- stig. Fjölskyldu hans vil ég votta mina einlægustu samúð i sorginni og óska þeim lifsstyrk og blessunar. Húnvetningur. SEXTUGUR Stefán Jasonarson í Vorsabæ Það mun nú vera um 20 ár siðan ég af einhverri tilviljun rakst á i skrif- stofu Kaupfélags Árnesinga óvenju glaðlegan mann, sem þá þegar vakti athygli mina. Það var eitthvað svo frjálsmannlegt og heilbrigt við hann. Ég þóttist sjá, að þar myndi enginn „komplexamaður” á ferð, en af þeim eigum við nú meira en nóg. Aðspurður litlu siðar, upplýsti kaupfélagsstjór- inn, Egill Thorarensen, mig um, að „þetta væri nú hann Stefán okkar Jasonarson i Vorsabæ — prýðis- maður.” Já, þetta var hann. Siðan liðu mörg sambandslaus ár, unz starfsmálum minum var svo komið, að ég varð að fara að skyggnast um eftir góðum mönnum til þess að skipa stjórnir Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR — einkum formönnum. Fyrirframsam- band hafði ég þó við fáa áður en til kastanna kom á stofnfundi — vildi sjá hverju fram yndi i frjálsri fundarsókn. Samt dreymdi mig um suma menn öðrum fremur — þvi viðast hvar þekkti ég nokkuð til, og vist var Stefán einn af þeim. Það brást heldur ekki, Stefán var einn þeirra mörgu, er mættu á stofn- fundi Selfossklúbbsins, glaður og gunnreifur að vanda, en sá klúbbur varð hinn 2. i röðinni, stofnaður 18. nóv. 1965, og á þvi 10 ára afmæli næsta haust. Stefán var einróma kosinn fundarstjóri og auðvitað formaður klúbbsins, þegar þar að kom, enda var hann sá maðurinn, sem af hvað mest- um áhuga og afdráttarleysi studdi stofnun samtakanna þarna á fundin- um. Er ekki að orðlengja það, að allt frá þessari stundu hefir Stefán Jasonar- son verið helzti framámaður okkar klúbbmanna I félagslegu tilliti. Þegar á árinu 1966, þegar klúbbarnir voru orðnir nokkuð margir, efndum við til samstarfsnefndar þeirra, og var Stefán strax kosinn formaður hennar. Árið eftir var svo formlega gengið frá stofnun Landssamtaka Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR — 22. nóv. — og var hann einnig þá kosinn formaður heildarsamtakanna, og æ siðan. Svo sammála hafa menn verið um Stefán I þessa mestu trúnaðar- og virðingar- stöðu samtaka okkar. Þetta, sem þegar er sagt, gefur raunar næga visbendingu um, hvernig frammistaða Stefáns á vegum klúbb- anna hefir verið metin. Fölskvalaus áhugi hans og ósérhlifni eru einstæð, viljinn til þess að stuðla að framgangi sérhvers góðs málefnis frábær. Stefán er jafnan reiðubúinn til þess að veita hverju framfara- og þroskamáli brautargengi. Og ég sagði einhvern tima opinberlega á fundi, að menn sem Stefán Jasonarson væru sann- kallaðir „salt jarðar” i bibliulegri merkingu. Þetta hefir mér jafnan fundizt svo réttmætt, að ég gat ekki stillt mig um að endurtaka það frammi fyrir formönnum og fram- kvæmdastjórum umferðaröryggis- mála Norðurlanda, þegar ég fyrir fá- um dögum i hádegisverðarboði LKL ÖRUGGUR AKSTUR kynnti formann okkar fyrir þessum virðulegu gestum. Og ég sá ekki betur en þeir litu hann hýrum aðdáunaraugum! Ég hefi margs að minnast frá sam- neyti minu við Stefán Jasonarson sið- asta áratuginn. Efst er mér i huga islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.