Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Side 4
Kristján Brynjar Karlsson F. 22.4. 1955 D. 10.6. 1974. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstlr deyr aldregi hveim er sér góðan getur. ÞRIÐJUDAGURINN 11. júni var senn á enda, þegar okkur skólasystkinunum barst sú válega freng, að einn af félög- um okkar Kristján Karlsson á Háa- barði 10, væri allur. Við vissum að visu, að hann hafði veriö fluttur veikur til Englands til aðgerðar, en okkur datt ekki i hug, að það væri svona. Við vonuöum aö hann kæmi heill heim aftur. Hvenær vonar maður það ekki um góðan félaga? Við vissum ekki annað en Kristján væri búinn að ná sér fullkomlega eftir aðgerö, sem gerð var á honum 11 ára gömlum, þvi að ekki var annað á hon- um að sjá en hann væri stálhraustur. Hann stundaði námið af kappi og var kominn I fremstu röð, en veikindi á barnsárum höfðu tafið talsvert fyrir honum á námsbrautinni. Siðastliðinn vetur var hann i II. bekk menntadeild- ar I Flensborgarskóla, en veiktist skyndilega rétt fyrir vorpróf. Legan varð ekki löng, en erfið, þótt hún væri borin af þreki og karlmennsku. Kristján var skyldurækinn bæði við nám sitt og annað. Hann var hæglátur Ifasi, og á gagnfræðastigsárunum var hann einn af forystumönnum okkar i félagslifinu, tók þátt i öllu okkar brambolti, var ætið sjálfum sér likur, hógvær I skapi, broshýr, og ljúfur og stundum ofurlitið kiminn á svipinn. Hann var gæddur góðri dómgreind og skapfestu og mátti ekki vamm sitt vita. Við höfum heyrt kennara hans segja — og erum þvi algeriega sam- dóma — að i Kristjáni byggi mikið og gott mannsefni. Við kveðjum þennan ágæta félaga okkar með söknuði og þakklæti. For- eldrum hans, Karli Brynjólfssyni og Kristinu Helgu Kristjánsdóttur, og 4 öðrum vandamönnum hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Gagnfræðingar úr Flensborgarskóla 1972. T ÞANN 10. júni siðast liðinn lézt Kristján Brynjar Karlsson eftir erfiða sjúkdómslegu, aðeins 19 ára að aldri á Bromptonsjúkrahúsinu i London. Þaö er erfitt að trúa þvi, að kveðju- stundin skuli vera runnin upp — sárt að sjá á bak svo ungum dreng, sem lif- að hafði svo stutt, var svo fullur lifs- löngunar og átti eftir að sjá og reyna svo margt. Kristján var sonur hjónanna Kristinar Kristjánsdóttur og Karls Brynjólfssonar, fæddur 22.4. 1955 i Hafnarfirði. Snemma var ljóst, að Kristján þjáðist af erfiöum sjúkdómi, sem smám saman dró úr lifsþreki hans. Ellefu ára að aldri fór Kristján út til Bandarikjanna ásamt móður sinni og frænku að leita sér lækningar. Lækningin tókst, að þvi er þá var talið, en allar götur siðan mun Kristján hafa lifaði skugga gruns um, að sjúkdómur þessi hafi ekki skilið við hann að fullu. Ef til vill var þessi grunur að ein- hverju leyti orsök hins óvenjumikla næmleika Kristjáns fyrir lifinu og þess, hversu vel hann naut þess að vera til. Kristján var mjög elskur að dýrum og yfirleitt öllu, sem lifsanda dró. Hann mátti ekkert aumt sjá, og hjálp- semi hans og einlægri vináttu verður aldrei hægt að gleyma. Kristján barðist hart við að hrekja burt þennan skugga fyrrnefnds sjúk- dóms, sem yfir honum grúfði. Hann stundaði likamsrækt eftir þvi, sem þrekið leyfði og ástundaði fullkomna reglusemi i hvivetna. 17 ára að aldri fór hann i menntadeild Flensborgar- skóla og hugði á nám I rafmagnsverk- fræöi. Vegna þeirra lifsvenja, sem Kristján hafði tileinkað sér, ásamt óþrjótandi eljusemi og dugnaði hlaut honum að sækjast námið vel. Skólalif- ið og félagar hans i skólanum voru mikill og ánægjulegur þáttur i lifi hans. 1 fyrrihluta marz sl. kom svo að þvi, að hinn gamli grunur varð að veru- leika. Fyrst lá Kristján á Land- spitalanum I u.þ.b. tvo mánuði og var siðan fluttur á Bromptonsjúkrahúsið I London. Sjúkdómslegan var erfið — hver aðgerðin rak aðra og ýmist glæddist vonin eða dofnaði. Hugrekki Kristjáns og æðruleysi i sjúkdómslegu hans var ótrúlegt og reyndi hann sjálf- ur eftir rhætti að hughreysta sina nán- ustu og herða þá upp. A þessu timabili batzt Kristján innilegum vináttubönd- um við sumt af þvi fólki, sem annaðist hann á fyrrgreindum sjúkrahúsum. Umhyggjusemi þessa fólks i garð Kristjáns og fórnfýsi þess verður aldrei gleymt. Var þetta fólk orðið mjög veigamikill þáttur i vitund Kristjáns og þótti honum vænna um það en orð fá lýst. Færi ég þvi hér með innilegustu þakkirfyrir hönd og að ósk Kristjáns. Við, fjölskylda Kristjáns og aðrir vinir, þökkum honum hinar ógleyman- legu samverustundir nú, þegar hin sára kveðjustund er runnin upp. Minning hans mun aldrei mást úr hugum okkar. Megi þeir, sem nú kveðja þennan góða dreng, öðlast styrk i sorg sinni. Ólafur Halldórsson. t KRISTJÁN Brynjar Karlsson varð aö- eins 19 ára gamall. Hann átti allt sitt dagsverk óunnið, hann var enn i skóla og að búa sig undir að vinna það. Enginn veit, hvert það dagsverk hefði orðiö eða á hvaða sviði, hefði honum auönazt lengri lifsdagar. En þvi hefði áreiðanlega verið skilað af trú- mennsku, þrautseigju og hógværð eins og undirbúningsstarfinu, sem tók svo bráðan enda i miðjum kliðum. Kristján var nemandi i menntadeild Flensborgarskóla. Hann var ekki íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.