Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Síða 8
Þórarinn Lýðss on Ekki man ég nákvæmlega, hvenær ég sá Þórarinn Lýðsson fyrst, og lang- ur timi leiö milli fyrstu kynna og þess, að ég kynntist honum betur siðar á lifsleiðinni. En alla tið var Þórarinn eins, sama yfirlætisleysið og prúð- mennskan, hvar sem hann fór. Þórarinn var Strandamaður aö upp- runa, fæddur 24. ágúst árið 1912 að Bakkaseli i Bæjarhreppi við Hrúta- fjörð, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Lýður Sæmundsson og Elinborg Danielsdóttir. 1 Bakkaseli ólst Þórar- inn upp á góða þjóðlega visu við hóf- semi og iðjusemi, og var það hvort tveggja ásamt meðfæddum hagleik einkennismerki hans siöar á lifsleið- inni. A heimaslóðum fékkst hann við öll algeng störf og þó kannski mest smiðar, — og á Borðeyri við Hrúta- fjörð bjuggu þau fyrstu hjúskaparár sin, Þórarinn og Sigriður föðursystir min. Siðar fluttust þau i Kópavoginn og má trúlega telja þau til hóps frum- byggjanna þar, þeirra, er i Kópavog- inum höfðu einnig vetursetu. A þeim tima var Kópavogurinn enn uppi i sveit, svo aö Þórarinn sótti vinnu inn til Reykjavikur. Starfaði hann lengi á trésmiðaverkstæði hjá Gamla Kompaniinu. — 1 Kópavoginum var byggt hús, fyrst litið, en siöan byggt við það, og bar það allt merki um hag- leik og ötulleika þess, er lætur sér aldrei verk úr hendi falla. Enn leið timinn og smátt og smátt fjölgaði ibúum, er bjuggu Kópavogs- megin á Digranesháisinum, þeim megin sem fjallasýnin til suðurs var óskert. Þó festu ekki allir rætur þar og var Þórarinn Lýðsson i þeim hópi. Þrátt fyrir allt hæglætið og rósemina vildi hann hafa rýmra um sig og geta notið náttúrufegurðarinnar og fjalla- sýnarinnar til norðurs, þótt aðeins væri horft norður yfir Faxaflóann Með þvi virtist hann nær uppruna sinum aö norðan. Þvi voru pjönkur teknar upp á ný og nú haldið upp i Mosfellssveit, fyrst að Hlégarði, en svo setzt að neðan við Lágafellið i hverfi þvi, sem Hliöartún heitir. 1 hópi frumbyggja á ný, — en það sást til noröurs. Þarna var byggt og stækkað. Flest gerði húsbóndinn sjálf- ur og smiðaði hann jafnt utan húss 8 sem innan. Þar sannaðist enn einu sinni útsjónarsemin og snyrtimennsk- an i öllum verkum. En hins vegar varð langsóttara en áður að stunda vinnu i Reykjavik, og réð Þórarinn sig þvi til starfa innan sveitar. Siðustu 11 árin starfaði hann i „Vefaranum” og var þar enn i óbeinum tengslum viö upp- runa sinn úr sveitinni, þvi að þarna var ofið úr islenzkri ull. En áhuginn beindist að fleiru. Ein- hver gömul blöð og timarit átti Þórar- inn, þvi að ógjarna fleygði hann göml- um og góðum fróðleik. Þetta þurfti að binda inn, og þvi var farið á kvöld- námskeið til að læra handverkið sjálf- ur,þvi að sjálfs þótti höndinn hollust hér sem fyrr. Þar varð lika listabrag- ur á, og allt var sett i röð og reglu. Samhliða áhuganum fyrir þjóðlegum fróðleik opnaðist svo heimur ætt- fræðinnar og brennandi áhugi á þeirri sérstæðu veröld. Þetta átti hug Þórar- ins allan þær stundir, er voru aflögu frá þvi að snyrta og fegra umhverfi sitt, enda var Þórarinn i rauninni allt i senn, mikill fagurkeri, þótt ekki væri þvi flikaö, prúðmenni og óvenjulegur öðlingsmaður.. Lóðin og umhverfi hússins i Hliðar- túni og húsið allt sýna vel, hvilikur garðyrkjumaður af guðs náð átti i hlut og hve samhent fjölskyldan var til allra hluta. Smiðakompa, sundlaug, litið gróðurhús og fallegur garður, og það var einmitt i garðinum, þegar hann var að athuga handverk frá deg- inum áður, nýkominn heim frá vinnu, sem hann féll og var örendur um leiö. Þar gekk Þórarinn Lýðsson á fund Skapara sins, óvænt og skyndilega, og er öllum sem til hans þekktu harm- dauði. t Þórarinn Lýðsson smiöur i Hliðar- túni i Mosfellssveit lézt að heimili sinu föstudaginn 13. f.m. Þórarinn hné ör- endur niöur við störf i garðinum vif heimili sitt um miðjan dag og má mef sanni segja, að það væri einkennandi fyrir lif hans allt, að hann skyldi falla frá með verkfæri i hönd. Þórarinn heitinn var fæddur þann 24. ágúst 1912 að Bakkaseli I Bæjar- hreppi á Ströndum og er einn þeirra dugmiklu Strandamanna, sem setzt hafa að hér i sveit á undanförnum ár- um. Þórarinn ól aldur sinn á æskustöðv- unum við ýmiskonar störf og var mjög eftirsóttur til allra starfa, er kröfðust hagleiksog snyrtimennsku I frágangi. Lán Þórarins var mikið I einkalifinu, en hann festi sitt ráð 1937, er hann kvæntist sinni mikilhæfu konu, Sigriði Tómasdóttur, og suður fluttust þau hjón árið 1942 og settust að 1 Kópavogi. Okkar kynni hófust 1953, er Þórarinn gerðist húsvörður i félagsheimili okk- ar Mosfellinga, Hlégarði. Húsið hafði þá verið i notkun i tvö ár og á marg an hátt vanbúið af tækjum og innan- stokksmunum. Þau hjón Sigriður og Þórarinn hófust handa um úrbætur og var það svo vel að verið, aö enn sjást handaverkin þeirra úti sem inni, þvi lengi býr að fyrstu gerð. Dvöl þeirra hjóna I Hlégarði var aðeins þrjú ár, en að þvi loknu fengu þau lóð i Hliðar- túnshverfi, sem þá var rétt að byrja að byggjast og reistu þar sitt fagra heim- ili og þar hafa þau búiö við vinsældir siðan. A þessum árum stundaði Þórarinn að mestu smlðar og byggði nokkur I- búðarhús, en siðustu árin hefir hann starfað i Klæöaverksmiðjunni „Vefar- anum” að Kljásteini. 'Framhald á bls. 7 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.