Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 14. desember 1974 —40. tbl. 7. árg. Nr. 191. TIMANS Jón Arinbjörnsson / endurskoðandi Jón Arinbjörnsson, endurskoðandi, Hraunbraut 44 i Kópavogi, lézt á Landakotsspitalanum i Reykjavik 21. nóvember s.l. Hann var fæddur að Hrishóli i Reykhólasveit 29. oktober 1891. Foreldrar hans voru hjónin Arin- björn Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Foreldrar Guðrúnar voru Jón Jóna- tansson bóndi i Arnkötludal i Stranda- sýslu og Ingibjörg Jónsdóttir ættuð af Snæfellsnesi. Foreldrar Arinbjörns voru Jón Björnsson siðast bóndi á Hyrningsstöðum i Reykhólasveit, Björnssonar bónda i Berufirði i sömu sveit og kona hans Sigþrúður Sumar- liðadóttir Brandssonar bónda i Kolla- búöum. Guðrún móðir Jóns Arinbjörnssonar lézt, er hann var á áttunda aldursári. Leystist þá heimilið upp. Var Jón eftir það á nokkrum bæjum i sveitinni, en hin siðari uppvaxtarár sin á Kinnar- stöðum hjá frændfólki sinu. Hugur hans stóð til mennta, en sú leið var ekki auðfarin fyrir umkomulausan ungling. Um tvitugsaldur lagði hann leið sina úr Reykhólasveit til Hólma- vikur og var þar úokkur ár I vinnu- mennsku og við verzlunarstörf. Þá fór hann til Reykjavikur og settist i Verzlunarskóla Islands, og lauk þaðan prófi 1916. Sama sumar réðst hann til starfa hjá Magnúsi Torfasyni sýslu- manni og bæjarfótgeta á Isafirði. Taldi Jón, að röggsemi og nákvæmt skrifstofuhald Magnúsar hefði orðið sér góður skóli, en Magnús taldi Jón sinn bezta samstarfsmann. Arið 1918 var stofnað islenzkt hluta- félag á Isafirði um rekstur þann, sem Tangsverzlun þar hafði haft með höndum, og umsvif i útgerð og fisk- vinnslu aukin stórlega. Gerðist Jón forstjóri þess félags og gcgndi þvi starfi, þar til félaginu var slitið. Gerðist Jón þá útgerðarmaður á tsafirði, er vélbátaöldin stóð þar sem hæst, en sú útgerð varð gjaldþrota 1927. útgerð Jóns var ekki ein um það aö verða fyrir skakkaföllum. Vest- firzka vélbátaútgerðin lagðist um þetta leyti gersamlega I rúst. Astæðuna fyrir þvi taldi Jón fyrst og fremst ótimabæra gengishækkun. Arið 1920, hinn 22. mai, hafði Jón gengið að eiga isfirzka stúlku, Hrefnu Sigurgeirsdóttur, dóttur Sigurgeirs skipstjóra Bjarnasonar bónda i Engidal I Skutulsfirði Jónssonar og Ólínu ólafsdóttur frá Skeggstöðum i Svartárdal, Brynjólfssonar á Gilsbakka i Skagafirði Magnússonar. Þau Jón og Hrefna bjuggu á ísafirði til vorsins 1927, en fluttust þá til Reykjavikur. Skömmu eftir komuna til Reykja- vikur hófst Jón handa um húsbyggingar og hafði skapað sér dágóða lifsafkomu, er kreppan skall á. Lentu þau hjón þá i miklum fjárhags- erfiðleikum, sem þeim tókst þó að ráða fram úr, en stóðu eftir eignalitil. Atti góðsemi Jóns og ódugnaður hans i að ganga hart eftir fé að þeim, sem áttu f enn meiri erfiðleikum en hann sjálfur, verulegan þátt i þessum fjár- hagserfiðleikum. Varð þetta til þess,' að hann réðst í annarra þjónustu og starfaði hjá Raftækjasölu rikisins sem aðalbókari þar til sú stofnun var lögð niður. Þá sneri Jón sér að innflutningi og sölu raftækja um eins áratugs skeið eða svo, en hætti þvi upp úr 1950 og vann eftir það að bókhalds- og endur- skoðunarstörfum til dauðadags. Siðustu 22 árin var hann stjorn- skipaður endurskoðandi allra ábyrgðartrygginga bifreiða. Jón hafði kviðið þvi nokkuð, að hann kynni að skorta verkefni, er starfi hans að endurskoðun bifreiðatrygginga lyki á þessu ári. Svo einkennilega hittist á, að dauða hans bar að höndum sama daginn og skila átti af sér þvi verki i sfðasta sinn. Jón Arinbjörnsson var mikill gæfu- maður i einkalifi sinu.Hann átti afbragðskonu og hjónaband þeirra var hamingjusamt. Þegar erfiðleikar steöjuðu að fyrr á árum var Jóni umhugað um, að heimilið þyrfti sem minnst að finna fyrir þeim. Gerði þá minna til þótt hann gæti sjálfur fátt látið eftir sér. Heill konu og barna voru honum fyrir öllu. Þau hjónin eignuðust 2 börn, Sigur- geir bæjarfógeta i Kópavogi, fæddur 11. april 1921, kvæntan Hrafnhildi Kjartansdóttur Thors. og Steinunni, fædda 27. desember 1923, gifta Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi. Eiga þau Hrafnhildur og Sigurgeir 4 börn og Steinunn og Sigfús 2. Barnabarnabörn hafði Jón eignazt 6, en eitt þeirra er látið. Jón missti Hrefnu konu sina árið 1956. Arið 1964 fluttist hann til Kópa- vogs, en þá voru börn hans bæði flutt þangað. Þar bjó hann til æviloka. Siðustu árin héldu þau heimili saman Jón og Sigþrúður systir hans. Jón Arinbjörnsson var afburða

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.