Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Blaðsíða 8
Hj ónaminning:
Margrét Björnsdóttir
°g
Hallgrímur Þorsteinsson
söngkennari
Margrét Sigrlöur Björnsdóttir
andaöist 8. september 1971. Hún var
fædd 10/9— 1874 í Hjaltastaðahvammi
l Skagafirði. Foreldrar hennar voru:
Guðbjörg Sigurðardóttir ljósmóðir,
ættuð úr Þingeyjarsýslu, og Björn
Tómason bóndi að Hjaltastaða-
hvammi. Guðbjörg var siðari kona
hans. önnur dóttir þeirra var Kristin,
kona Björns Simonarsonar gullsmiðs I
Reykjavík.
Margrét var meðal hinna kyrrlátu I
landinu. Hún var hlédræg, þó var hún
miklum hæfileikum búin, enda bar
hvert það verk, sem hún tók sér fyrir
hendur, vitni um fegurðarsmekk og
samviskusemi. Dagfar Margrétar var
fyrirmynd. Aldrei heyrðist ljótt orð af
vörum hennar I garð nokkurs manns.
Hún var hin góða eiginkona og móöir,
sem vakti yfir heill heimilisins. Það
var gott aö koma á heimili hennar alla
tlö, friður og kyrrð rikti þar. Margrét
var sem slgræn eik, sem gott var að
hvllast undir á þreytandi göngu llfsins
og finna skjólið, sem er fólgið i kær-
leiksrlku hugarfari til allra manna.
Margrét giftist 2. október 1896 Hall-
grlmi Þorsteinssyni söngkennara.
Hallgrlmur var fæddur I Götu I Hruna-
mannahreppi 10/4 — 1864. Foreldrar:
Þorsteinn Jónsson bóndi, fæddur 18/7
— 1811 I Gröf I Hrunamannahreppi,
dáinn 30/1 — 1886, og kona hans Guð-
rún Jónsdóttir frá Galtafelli, fædd 17/9
— 1824 dáin 9/5 — 1897.
Hallgrlmur ólst upp hjá séra Jó-
hanni Briem prófasti I Hruna og hlaut
hið besta uppeldi. Hann mun ungur
hafa hneigst til tónlistar. Um fermingu
spilaði hann I sóknarkirkjum séra Jó-
hanns. Til mennta komst Hallgrimur I
tónlist I Reykjavlk og tók próf. Eftir
þaö kenndi hann söng og orgelspil árin
1887 — 93. Þá flutti hann til Sauðár-
króks og fékk þar fast starf viö kirkj-
una, sem var nýbyggð, og var hann
8
organisti við kirkjuna meöan hann var
á Sauðárkróki. Auk þess hélt hann
uppi fjörugu sönglifi árin 1895 til 1906
að hann fluttist til Reykjavíkur. Eftir
aö Hallgrimur var búsettur i Reykja-
vík gaf hann sig mikið að söngkennslu,
en stundaöi önnur störf, meðal annars
hjá Davlö ösflund.Hallgrímur spilaði I
Frlkirkjunni, kenndi i skólum, stofnaði
söngfélag, karla- og kvennakóra,
stofnaði lúðrasveitir I Reykjavlk og úti
á landi. Hann var önnum kafinn. Svo
hafði hann orgelkennslu á heimili slnu,
sem var þá á Spitalastlg 4. Þar ómuðu
orgelæfingar og fjörugar prelúdíur, og
alls konar falleg lög glöddu eyrað allan
daginn.
Hallgrimur veitti mörgum fátækum
nemanda þá uppfyllingu óska sinna að
læra aö spila á orgel. En Hallgrlmur
auögaöist ekki fjárhagslega á þeirri
kennslu, þvi hann mun ekki hafa inn-
kallað kennslugjöld, ef hann vissi, aö
nemandinn var fátækur. Gleði hans
var að hjálpa þeim umkomulitlu til
meiri þroska. Hann minntist æsku
sinnar, hversu hann þráði að mega
njóta menntunar á sviði tónlistarinn-
ar, en hann var fátækur fóstursonur,
sem varð aö vinna sig upp á eigin spýt-
ur, og varð honum mikið ágengt á
þeirri menntabraut. Hallgrlmur var
góður maður, sem öllum vildi gott
gjöra. Hann var aldrei rikur aö
veraldarauði, hann lifði fyrir það við-
fangsefni, sem honum var hugljúfast,
aö glæða sönggáfuna og veita öðrum
gleöi með fómfýsi sinni.
Mér er ljúft að minnast þessara góðu
hjóna og heimilis þeirra. Hallgrlmur
kenndi mér á orgel, þegar ég var 16
ára, og systur minni ári siðar. Vinátta
var alla tið milli fjölskyldu minnar og
þeirra hjóna meöan liföu.
Arið 1913 fluttist Hallgrimur með
fjölskyldu I Menntaskólann og gerðist
umsjónarmaður. Umsjónarstarfiö var
erilsamt, og varð Hallgrimur þá að
hætta mikið söngkennslu, nema æfing-
um lúðrasveita, sem hann hafði stofn-
að, eins og fyrr segir. Geir Zoega var
þá rektor Menntaskólans. Þau hjónin
íslendingaþættir