Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Blaðsíða 11
Lúðvík Karlsson
og
Kristján Helgason
Sú harmafregn barst um borg og bæ
hinn 17. þessa mánaöar, aö þyrla heföi
farist meö 7 manns. Tveir þeirra sem
fórust voru félagar i JC-Reykjavik,
þeir Lúövík Karlsson, flugmaður og
Kristján Sveinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri.
Meö þeim eru gengnir tveir virkir og
áhugasamir félagar, sem á undan-
förnum árum hafa starfaö af ósérhlifni
og áhuga að verkefnum innan samtak-
anna. Þeir voru einaröir I framgöngu
og ábúöarmiklir, og þaö var tekiö eftir
þeim hvar sem þeir beittu sér aö
starfi. í starfi JC-Reykjavik liggja
spor þeirra viöa, og má nefna aö báöir
tveir höfðu þeir veriö formenn fjár-
öflunarnefndar félagsins.
Kristján Sveinn átti sæti i nefnd árs
ins 1973-1974. Hann var þátttakandi I
för til Turku á Evrópuþing JC hreyf-
ingarinnar á sföasta sumri, og var
hann einn örfárra islendinga sem
komið höfðu til Coral Gables i Florida,
til höfuöstööva JC hreyfingarinnar i
heiminum. Þá átti Kristján Sveinn
sæti í landsstjórn samtakanna, sem
gjaldkeri 1972-1973.
• Lúövik átti sæti I mörgum nefndum
samtakanna, og eins og áöur segir for-
maður fjáröflunarnefndar félagsins.
Hann var varalandsforseti 1971-1972,
og tók þátt i fjölmörgum ræöukeppn-
um fyrir hönd JC-Reykjavik. Hann var
þátttakandi á alheimsmóti JC
hreyfingarinnar i Dublin á Irlandi
1971, og segja má, aö hann hafi átt einn
hana og styðja. Börnunum og fjöl-
skyldum þeirra, votta ég og fjölskylda
min innilega samúð.
Þér Halldór minn, þakka ég hjart-
anlega það sem þú hefur verið mér og
minum.
Guð blessi þig.
Þinn vinur
Höskuldur Stefánsson og
fjölskylda.
islendingaþættir
rikastan þátt i á þvi þingi, að is-
lendingar fengu kosinn sinn fyrsta og
eina alþjóölega varaforseta hreyfing-
arinnar.
Lúðvik var margt til lista lagt, og
heföi án erfiöleika getað skapaö sér
sess á viðskiptasviðinu, en flugiö átti
hug hans allan. Hann haföi m.a. aflaö
sér réttinda I froskköfun, stundaöi fall-
hlifarstökk og haföi árum saman veriö
eini ferjuflugmaöur íslendinga.
Kristján Sveinn starfaöi áöur hjá
ýmsum fyrirtækjum, en fyrir um
tveim árum setti hann á stofn sitt eigiö
fyrirtæki Hjólbarðasólunina Bandag
hf., og á sföasta ári stofnuöu þeir
Kristján og Lúövik fyrirtækiö Þyrlu-
flug hf., og báru þeir miklar vonir i
brjósti um framtið þess og framgang.
Ekki auönaöist þeim aö sjá þann sam-
eiginlega draum sinn rætast, heldur
voru kallaöir á burt i slikri skyndingu.
Þegar viö nú kveöjum þá félaga okk-
ar Lúövik og Kristján Svein kemur
margt i huga, eftir samstarf margra
ára. Eitt ber þó ööru hærra. Báöir
tveir höfðu þeir tileinkað sér þaö af
einkunnarorðum JC hreyfingarinnar,
sem viö leiðarlok skilur dýpst spor eft-
ir, en þau eru: ,,AÖ manngildiö sé
mesti fjársjóöur jarðar”. Þeir virtu
og sýndu i breytni sinni og störfum, aö
þeir höföu tileinkað sér þá hugsjón er
að baki þessara einkunnaroröa liggur.
Þaö var akkur okkur hinum aö hafa
veriö samtiöa þeim.
Viö hryggjumst við fráfall góöra
félaga og söknum vina I staö. Viö vott-
um ekkjum þeirra og börnum dýpstu
samúö og hluttekningu, svo og
ættingjum þeirra öörum.
Einnig barst Junior Chamber i
Reykjavik samúðarbréf frá Jeffrey
Bird, alþjóölegum varaforseta JC
fyrir Island. Biður hann fyrir samúö-
arkveöjur frá JC-samtökunum til fjöl-
skyldna hinna látnu, Lúöviks Karls-
sonar og Kristjáns Sveins Helgasonar.
Einnig samhryggist hann félögum
11