Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 9
Friðbjörn Traustason Hólum Hinn 4. janúar 1975, er til moldar borinn á Hólum I Hjaltadal Friðbjörn Traustason. Er þar merkur maður genginn, sem sifellt var að vinna i þágu almennings. Friðbjöm Traustason var fæddur 3. febrúar 1889 að Fremstafelli i Köldu- kinn. Foreldrar hans voru hjónin Geir- finnur Trausti Friðfinnsson og Kristjána Guðný Hallgrimsdóttir, er þar bjuggu og siðar i Garði i Fnjóska- dal og svo á Hólum og Hofi i Hjaltadal. Ölst Friðbjörn upp með foreldrum sin- um og fluttist með þeim að Hólum 1905, er faðir hans tók þar við skólabú- inu og rak það um skeið. Stundaði Margrét og Hallgrimur voru vel látin i starfi sinu, vegna alúðar og skyldu- rækni. Skólapiltar voru þeim vinveitt- ir, og var oft glatt á hjalla i stóra eld- húsinu, þegar skólapiltar komu með sin áhugamál og alls konar umræðu- efni og snerust kringum hjónin eins og börn. Eftir beiðni skólapilta hélt Margrét veislur fyrir þá i skólanum, sem þóttu I alla staði takast vel. Við burtför hjón- anna úr skólanum 1921 gáfu skólapilt- ar Margréti vandað gullúr áletrað, sem mun verða ættargripur. öll störf, sem Margrét tók sér fyrir hendur, Voru henni til sóma. Hún starfaði lengi að þvi að stifa Hn fyrir bæjarbúa, og þótti það handbragð hennar með ágæt- um. Heimili Hallgrims og konu hans var alla tið aðlaðandi. Framan af búskap þeirra var oft margt af ungu fólki saman komið á heimili þeirra i sam- bandi við kennslu. Mátti þá heyra létta hlátra. Börn Hailgrims og konu hans eru þrjú, tvær dætur og einn sonur. Jó- hanna elst, Guðbjörg og Haraldur, þau tvö siöarnefndu ógift. Jóhanna giftist Einari Guðmundssyni heildsala. Þau eignuðust 4 börn, sem urðu gleðigjafar hinum öldnu foreldrum og svo lang- ömmubörnin, sem Margrét gladdist yfir I sinni háu elli. Ekki get ég skilist svo við þessar lin- ur, án þess að minnast Guðbjargar íslendingaþættir Friðbjörn nám við Hólaskóla, lauk þar prófi 1907. Hólastað var hann tengdur traustum böndum, þar lifði hann og starfaði lengst ævinnar og er nú lagður þar til hinztu hvildar. Hann var ókvæntur alla ævi og barnlaus. Um skeið rak hann búskap á Hofi i Hjalta- dal og átti alltaf nokkrar skepnur eftir það, en lífsframfæri sitt hafði hann af öðru en búskap. Hann stundaði nokkuð barnakennslu i sveit sinni fyrr á árum, vegavinnu i dalnum og fleiri störf, en umfram allt hvers kyns vinnu á Hól- um. Hann var viðkunnur sem söng- kennari i Hólaskóla um áratuga skeið, og organisti var hann I Hóladómkirkju Siguröardóttur ljósmóður, sem dvaldi alla tið á heimili dóttur sinnar, Mar- grétar. Hún var höfðingleg, gömul kona og vel gefin. Hún naut trausts og virðingar I ljósmóðurstarfi sinu i Skagafirði, siðast á Sauðárkróki. Guð- mundur Hannesson læknir hafði mikið álit á henni, þau kynntust vel i sam- bandi við starf hennar og hjúkrun sjúkra. Hún dó hjá dóttur sinni I Menntaskólanum 1919. Slðustu æviár liföu Hallgrimur og kor.a hans á Sólvallagötu 6. Hallgrim- ur andaðist 9/11 — 1952. Eftir lát hans hélt Margrét heimili með börnum sin- um, Guðbjörgu og Haraldi til siðustu stundar. Innilegt kærleikssamband var milli hennar og barnanna. A heimili Margrétar rikti ró og friöur. Margrét var glöð i vinahópi, og hlátur hennar innilega glaður og hlýr. Hún lifði langa ævi og naut óvanalega góðr- ar heilsu lengst af elliárum. Þó lá hún langa legu á spitala vegna beinbrots, þá á tiræðisaldri, en komst aftur til heilsu og hafði fótavist. Yfir lifi og ævikvöldi Margrétar var hin sanna heiörikja hugans, og friður sálarinnar. ,,Sá sem gengur grandvarleikans vegu, skal þjóna mér segir drottinn”. Margrét valdi ung að ganga þennan veg, I ljósi guðs fyrirheita. Belssuð veri minning þessara góðu hjóna. Þóra S. Þórðardóttir svipaðan tima. Hann var hreppstjóri 1918—1930. sýslunefndarmaður 1932—1946, hreppsnefndaroddviti i marga áratugi. Einnig var hann i stjórn Sparisjóðs Hólahrepps og gjald- keri hans i fjöldamörg ár. Öll sin störf vann Friðbjörn af stakri reglusemi og trúmennsku. Frágangur reiknings- halds, skjala og bréfa var til fyrir- myndar, enda var hann listaskrifari. Friðbjörn var sterkur samvinnu- og framsóknarmaður. Hann sat i stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga mörg ár og vann samvinnustefnunni af öll- um mætti, taldi hana lyftistöng fram- fara, almenningsheilla og réttlætis, þvi að hún styddi þá, sem minna mega sin I lifsbaráttunni. Hann var starfs- maður Framsóknarflokksins við margar kosningar i Skagaf., og mun hann ekki hafa átt litinn þátt i ýmsum kosningasigrum framsóknarmanna þar I héraði. Við Friðbjörn voru samtiða á Hólum um 20 ára skeið, og á ég þvi margar minningar frá samskiptum okkar, og eru þær allar á einn veg. Veit ég að margir munu hafa sömu sögu að segja, þvi að flestir I Hólahreppi þurftu oft að leita til hans um fyrir- greiðslu, Lét hann hana jafnan i té með sömu ljúfmennskunni, og minnt- ist aldrei á þóknun fyrir. Þótt Friðbjörn væri störfum hlaðinn, gaf hann sér stundum tima til að spila á orgelið og láta krakkana á Hólum syngja, Þetta sýnir hvernig maður Friðbjörn var. Þótt hann væri alltaf að vinna eitthvað fyrir fuilorðna fólkið, þá sá hann ekki eftir sér til að gera eitthvað fyrir litla fólkið lika. Friðbjörn Traustason var myndar- maður, Hann var hár vexti og bein- vaxinn, enda glimumaður á yngri ár- um, góður drengur, nokkuð skapstór, en hreinskiptinn og skildi eftir hjá mönnum skýrt svipmót. Blessuð sé minning Friðbjörns Traustasonar. Akureyri, 4. janúar 1975. Sigurður Karisson. f 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.