Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 2

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 2
um félagsmálin og hvað ætti næst að gera. Hlýtt var jafnan handtak hans og góðlátlegur kýmnis-glampi I augunum og gaman var á glöðum stundum áð blanda geði við hann. A fyrstu árum þessa samstarfs okk- ar var fótatak hans létt og fjaður- magnað þegar hann gekk upp brattann stigann að skrifstofu minni. En eftir því sem árin liðu tók fótatak hans að þyngjast og á liðnu vori tók ég eftir þvi að hann þurfti að hvila sig tvisvar til að komast alla leið upp til mín. Þá sagði hann við mig: „Nú hefur klukk- unni miklu veriö hringt I fyrsta skipti”. Hann gerði sér fulla grein fyr- ir þvi hvert stefndi. Enn finnst mér ég heyra fótatak mins gamla góða félaga og vinar og ómnum af þvi fótataki gleymi ég aldrei. Brynjólfur var kvæntur Guðnýju Helgadóttur, mætri og glæsilegri konu. Hún var manni slnum stoð og stytta I löngu og annasömu starfi. Fagurt og um leið vistlegt var heimili þeirra og þar naut hann hvildar og friðar. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem öll eru á lifi. Islenskir leikarar senda frú Guðnýju og bömum hennar hugheilar samúð- arkveðjur. Að leiðarlokum viljum við leikarar þakka Brynjólfi liðnar sam- verustundir og fyrir allt það, sem hann vann islenskri leiklist til farsældar og þroska. Far þú í friði gamli vinur. Blessuð sé minning þln. Klemenz Jónsson. t Löngu og merku lifsstarfi er lokið. Hvfldardagur er upprunninn. Hér verður ekki rakinn æviþráður Brynjólfs Jóhannessonar á öllum þeim sviðum, er hann setti svip á islenzkt þjóðlif sex áratugi þessarar aldar. Ég minnist hér vinar og starfsfélaga 1 rúman aldarfjóröung I útvegsbanka tslands. Brynjólfur Jóhannesson starfaði i Islandsbanka og útvegsbanka íslands i alls 40 ár. Hann var mikill félagshyggjumaður og brautryðjandi að stofnun Starfs- mannafélags Útvegsbankans og sjálf- kjörinn heiðursfélagi að starfsdegi loknum 1961. Ekki var það vandalaust eða vinsamlegt að stofna stéttarfélag fyrir hálfri öld og talið fráleitt að banka- menn heföu uppi kröfugerð. 2 Hlööver Bæringsson Fæddur 21. janúar 1909. Dáinn 21. aprfl 1975. Einn af minum beztu vinum Hlöðver Bæringsson lézt 21. april. Ég átti þvl láni að fagna að eiga hann að vini I 42 ár, er hann þá hóf fyrstur manna störf hjá eiginmanni minum Ingólfi B Guðmundssyni, er siðar stofnsetti Sög- ina h/f. Hlöðver var framúrskarandi húsbóndahollur og samvizkusamur starfsmaður og hvers manns hugljúfi, er ætið lagði gott til málanna, og var alltaf boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda. Eftir fráfall manns mins, vann hann áfram I Söginni, hjá syni mlnum Leifi Ingólfssyni, og var einkar kært með þeim. Hann var ham- ingjusamur i einkalifi sinu með konu sinni Guðbjörgu Sigvaldadóttur, óg eignuðust þau 5 börn. Þau hjón voru sérstaklega miklir trúnaðarvinir, og áttu ýmis sameiginleg áhugamál. Anægðastur var hann, þegar hægt var að koma þvi við að aka út i náttúruna og tjalda á fögrum stað og njóta kyrrð- ar og friðar. Hann var meðlimur i Bræðrafélagi Langholtssóknar og átti þar marga ánægjustund og vann þar göfugt starf. Trúmennska hans og tryggð við fjölskyldu mina alla, verður seint fullmetin og við biðjum honum blessunar Guðs yfir móðuna miklu og styrk til handa fjölskyldu hans. Blessuð sé minning hans. Helga C. Jessen Þvi var það að frumkvæði Brynjólfs Jóhannessonar að starfsmenn Islands- banka stofnuðu 20. desember 1924 skemmtiklúbb er hlaut nafniö „FALKÓ”, en að baki bjó sú stefna að stofnað var einnig að frumkvæði Brynjólfs 1. júni 1933 Starfsmanna- félag Útvegsbankans, sem eru hags- munasamtök starfsmanna bankans. I lögum fyrir skemmti- og mál- fundafélagiö „Falkó” segir svo m.a.: Tilgangur félagsins er: að efla samúð og samvinnu meðal starfsmanna íslandsbanka, að auka þekkingu starfsmanna á bankamálum, aö sjá um að starfsmenn bankans geti komið saman sér til skemmtunar við dans, spil eða tafl, eigi sjaldnar en tvisvar i hverjum mánuði. Þá segir einnig I lög- unum að engum félagsmanni sé leyfi- legtaðbera fram tillögú né ræða atriði þau á fundum félagsins, er komiö geti I bága við hag bankans. Hér gætir greinilega hugar og hand- bragðs Brynjólfs I fundargerö er hann skráöi og afhenti mér fyrir nokkru sið- an. Brynjólfur Jóhannesson var meira en þjóöfrægur leikari á leiksviðinu I Iðnó og viðar. Hann var eldheitur baráttumaður um öll hagsmunamál bankamanna i Útvegsbankanum allt frá þvi að hann barðist með sinum góöu félögum fyrir stofnun félagssam- takanna og átti sjálfur sæti I fyrstu stjórn félagsins. Skipti ekki máli hvort var um að ræða launakjör, stofnun. eftirlauna- sjóðs, starfsaðstööu, sumarferðalög eöa tómstundagaman á vetrarkvöld- um. Var Brynjólfur um áraraðir lif og sál I allri okkar félagsstarfsemi. Hin sið- ari ár var oft til hans leitað til liðveizlu og veit ég það manna bezt að honum var ávallt ljúf og sönn ánægja að standa að baki sínu gamla félagi og taldi aldrei eftir eyðslu á tima eða erfiöi. öllu samstarfsfólki Brynjólfs I útvegsbanka Islands var hann kær og I hjörtum þeirra vermist hlý kveðja, þakklæti og fagrar minningar. Eftirlifandi konu Brynjólfs Guðnýju, börnum þeirra, ættingjum og ástvin- um færi ég innilega hluttekningu og samúðarkveðjur frá vinum og sam- starfsmönnum I Útvegsbanka íslands. Lof sé honum fyrir fagurt llf. Adolf Björnsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.