Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 3
NNING JÓN J. vtois Fæddur 31. mal 1894. Dáinn 6. janúar 1975. Arið 1844 reistu ung nýgift hjón bú að Þverá i Laxárdal I Suður-Þingeyjar- sýslu, þau hétu Jón Jóakimsson og Herdis Asmundsdóttir. Hann var son- ur Jóakims Ketilssonar, bónda að Mý- laugsstöðum i Aðalreykjadal og Aðal- bjargar Pálsdóttur frá Héðinshöfða, konu hans. Ketill faðir Jóakims var Tómasson Bjarnasonar frá Fnjóska- dal, en kona hans hét Halldóra Sigurð- ardóttir. Þau bjuggu að Sigurðarstöð- um I Bárðardal. Frá þeim hjónum er mikill og merkur ættbogi kominn, oft nefndur Ketilsætt. Þar á meðal eru flestir fyrstu brautryðjendur sam- vinnustefnunnar i Þingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslu. Kona Jóns Jóakimssonar, Herdis Ásmundsdóttir, var frá Stóruvöllum i Bárðardal, dóttir Asmundar Daviðs- sonar, bónda þar, og Guðnýjar dóttur Jóns rika á Mýri Jónssonar Halldórs- sonar á Mýri. Jón Jóakimsson var lærður tré- smiður, og búmaður reyndist hann svo ab af bar um reglusemi alla og þrifnað ibúi, enda vann hann jörð sina upp úr niöurnlðslu i sannarlegt fyrirmyndar höfuðból. Jafnframt búskapnum sinnti hann mjög málefnum sveitar sinnar, þvi lengst af búskapartið sinni var hann jafnframt hreppstjóri, en því starfi fylgdi lengi umsjá fátækraframfæris, sem krafðist mikils tima forsjár og ráðdeildar. Jón Jóakimsson ritaði dagbók alla sina búskapartið. Hún er varðveitt i Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Ber hún nákvæmni og reglusemi ritarans ljósan vott. Jafnframt sem hún lýsir búskap þeirra hjóna og heimilishátt- um, veitir hún miklar upplýsingar um veðurfar og búnaðarafkomu i hérað- inu. Herdis Asmundsdóttir var greind kona og göfug og manni sinum sam- hent um heill heimilisins, en hún virð- ist hafa verið fremur heilsutæp og andaðist haustið 1860. Þau Jón og Herdis eignuðust þrjá sonu og þrjár dætur, sem til aldurs komust. Synirnir voru: Benedikt, siðar bóndi íslendingaþættir á Auðnum og sýsluskrifari I Húsavik, mikill félags og fræðafrömuður, Snorri, bóndi og hreppstjóri á Þverá og Jón, sem var yngstur þeirra syst- kina. Dæturnar voru: Aðalbjörg, gift Hólmgeiri Þorsteinssyni, bónda i Vall- koti i Reykjadal, Guðný, gift Baldvini Sigurðssyni, bónda i Garði i Aðaldal, og Maria, gift Sigurgeiri Péturssyni i Reykjahlið. Þau fluttust til Ameriku. Eftir lát Herdisar Asmundsdóttur bjó Jón nokkur ár með ráðskonu og eignuðust þau son, sem hét Skafti. Hann kvæntist ekki. Arið 1866 kvæntist Jón öðru sinni og þá Bergljótu Guttormsdóttur frá Arn- heiðarstöðum i Fljótsdal. Þeim varð ekki barna auðið, en hún gekk börnum hans I móður stað og gat sér hið bezta orð I sinu vandasama stjúpmóður — og húsmóðurstarfi, virt og elskuð af eiginmanni og stjúpbörnum. Jón Jóakimsson andaðist hinn 16. april 1893, 77 ára að aldri. Um hann segir hinn merki sam- vinnufrömuður Jakob Hálfdánarson: „Það voru rikulegar menjar hamingjusamrar æfi, sem Jón lét eftir sig. Á Þverá allsnægta bú, innan húss bg utan, hin trausta og góða bygging, sem áður er minnst á (bæjarhúsin), og að aukimjög vönduð steinkirkja, byggð árið 1878. Jörðina Þverá átti hann nú, bætta að túni og engjum, vel eftir þvi sem erfiðir staðhættir til þeirra hluta leyfa þar i sveit. Ennfremur hafði hann keypt, á seinni hluta búskapar- ára sinna, jörðina Garð i Aðaldal, eitt af höfubbólum sýslunnar til forna.” A heimili Jóns var Kaupfélag Þing- eyinga stofnað árið 1882. 011 börn Jóns vorú góðum gáfum gædd og reyndust hinir merkustu þjóð- félagsborgarar. Þegar Jón Jóakimsson andaðist, voru báðir eldri synir hans kvæntir og brott fluttir og famir að búa á öðrum jörðum i héraðinu. En yngsti sonurinn, Jón, var heima og nýlega kvæntur Halldóru Sigurðar- dóttur, bróðurdóttur Bergljótar Gutt- ormsdóttur, siðari konu föður sins, bráðgreindi ágætiskonu. Foreldrar Halldóru voru Sigurður Guttormsson, bóndi i Kolstaðagerði á Völlum i Suður-Múlasýslu og Guðriður Eiriksdóttir frá Skriðuklaustri i Fljótsdal, alsystir Jónasar skólastjóra á Eiðum. Faðir Sigurðar var Gutt- ormur, stúdent og alþingismaður á Arnheiðarstöðum i Fljótsdal, Vigfús- son, prests á Valþjófsstað, Orms- sonar. En kona Guttorms og móðir Sigurðar var Halldóra Jónsdóttir Þor- steinssonar, vefara, sem hin kunna Vefaraætt á Fljótsdalshéraði er við kennd. Þau Jón og Halldóra tóku við búskap á Þverá eftir andlát Jóns Jóakims- sonar og bjuggu þar til ársins 1898, er þau brugðu búi og fluttust til Reykja- vikur, en Snorri bróðir Jóns fluttist að Þverá. A Þverá eignuðust þau Jón og Hall- dóra 4 börn, sem fluttust með þeim til Reykjavikur. Þau voru Auður, Jón, Maria og Sigriður. En I Reykjavik eignuðust þau fjórðu dótturina, Þór- nýju. Jón Jónsson hafði gengið i Möðru- vallaskólann og verið þar samtima Ásgeiri Sigurðssyni, siðar konsúli og kaupmanni i Reykjavik. Hann réðst nú til starfa hjá þessum skólabróður sin- um. Fljótlega festist við hann i Reykjavik kenningarheitið Þveræing- ur. Var hann þvi þekktur þar sem Jón Þveræingur. Hann fluttist til Hafnar- fjarðar 1909 og starfaði þar til 1914, en fluttist þá aftur til Reykjavikur. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.