Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 4
Jón yngri Jónsson óx upp i Reykja-
vik hjá foreldrum slnum og i hópi
systra sinna og hafði snemma opin
augu fyrir lifinu 1 náttúrunni umhverf-
is Reykjavik, lærði fljótt að þekkja
nöfn á grösum og blómum, skeljum og
kuðungum, fuglum og fiskum. Jafn-
framt var hann strax mjög hugkvæm-
ur I sambandi við barnaleikina og
snjall I öllum bernskubúskaparhátt-
um. Hann gekk i barnaskóla Reykja-
vikur hjá Morten Hansen og þaðan
siöan beint I Menntaskólann og lauk
þaöan stúdentsprófi vorið 1914. Um
haustið innritaðist hann I læknadeild
háskólans og stundaði þar nám I 3 ár.
En hætti þá þvi námi og sneri sér að
öðrum viðfangsefnum.
A skólaárum sinum, sem barn og
unglingur, var Jón stumdum i sveit á
sumrin og kynntist þá sveitafólkinu og
sveitalifinu. Sem barn var hann i sveit
hjá föðurfólki slnu I Þingeyjarsýslu
eitt sumar, en sem ungur námsmaður
hjá frændfólki móður sinnar að Stafa-
felli i Lóni og siöar var hann i kaupa-
vinnu að Miðhúsum I Reykhólasveit,
hjá Oddi lækni Jónssyni. Einnig vann
hann við simalagningar út um land,
•og eitt sumar vann hann I kolanám-
unni á Tjörnesi.
Hann kynntist þvi strax á ungum
aldri vitt um landið og hélt áfram alla
ævi að bæta við þau kynni.
Liklega hefir Jóni fundizt nafn sitt,
Jón Jónsson, nokkuð algengt og litið
auðkennandi, þvi þegar ættarnafna-
lögin komu, ákvað hann og nokkrir
kunningjar hans að taka sér ættar-
nafn. Valdi hann sér, ásamt systrum
slnum, nafnið Viðis, eftir fögrum
hólma i Laxá i Þverárlandi, sem heitir
Vföir.
Þegar Jón Viðis hætti læknisfræði-
náminu, ákvað hann að leggja stund á
landmælingar og kortagerð. Frá æsku
hafði hann haft mikla ánægju af drátt-
list og málaralist og haföi stundað
hvorttveggja litils háttar I fristund-
um.
Hann tók nú þátt I mælinganám-
skeiöi Verkfræðingafélags Islands 1918
og naut siðar kennslu tveggja
verkfræðinga I landmælingu og korta-
gerð. Ariö 1921 fór hann námsferö til
Norðurlanda.
Hann var starfsmaöur hjá vita- og
hafnarmálastjóra árin 1918 til 1922 og
gerði þá dýptarmælingar á um 30
höfnum viösvegar um landið og gerði
teikningar af þeim.
A árinu 1922 réðst hann til vega-
málastjóra, sem þá annaðist mælingu
og kortagerð af kaupstöðum landsins
og kauptúnum, til undirbúnings kaup-
stöðum landsins nema Reykjavik og
Vestmannaeyjum og flestum kauptún-
um.
4
Siöar vann Jón aðallega að vali veg-
stæða, vegamælingum og útreikningi á
kostnaði við lagningu vega viðsvegar
um land en þó einkum á Vestfjörðum.
Um þessi störf Jóns segir Sigurður
Jóhannsson, vegamálastjóri i minn-
ingargrein um hann:
„Jón var teiknari af Guðs náð og gat
á skammri stund rissað landslag eftir
minni, þegar rætt var um legu vegar.
Skýrslur sinar og áætlanir prýddi hann
oft slikum teikningum, sem sýndu
legu vegar I landslagi, og minnist ég
þess ekki að hafa séð aðra mælinga-
menn eða verkfræðinga leika slikt
eftir. Næmleiki Jóns fyrir linum og
formi gerði honum auðvelt að átta sig
fljótt á þvi, hvar veglina færi vel i
landslagi, og bera margir vegir þess
glögg merki eins og t.d. Vestfjarða-
vegurinn um Dynjandisheiði”.
Jón annaðist prófarkalestur Islands-
uppdrátta af Norður- og Austurlandi.
Teiknikennari var hann við Mennta-
skólann I Reykjavik 1919-1929. Hann
var mjög laginn kennari og vinsæll af
nemendum.
Arið 1921 öðlaðist hann réttindi til að
vinna að húsateikningum og hefir gert
uppdrætti að ýmsum byggingum,
meðal annars verkstæðum, gistihús-
um, ibúöarhúsum og húsum Ferðafé-
lags tslands (gistiskálum).
Um störf Jóns Viöis fyrir Ferðafélag
Islands segir Hallgrimur Jónsson,
kennari, um hann i minningargrein:
„Frá þvi að ferðafélagið hófst fyrst
handa um sæluhúsabyggingar á há-
lendi tslands hefir Jón Viðis teiknaö
langflest slik hús, og þau eru orðin all-
mörg. t þvi starfi liggur mikil vinna.
En fyrir alla þá vinnu hefir Jón aldrei
tekiö eyrisvirði. Þau verk hefir hann
ávallt gefið ferðafélaginu.
Og Jón Viðis hefir unnið annað
mikilsvert starf i þágu félagsins af
sömu ósérplægni. Ferðafélagið hefir
reist hringsjár eða útsýnisskifur all-
viða á landinu, bæöi i byggð sem á ör-
æfum. Voru til þess valdir staðir, þar
sem útsýn er mikil og fögur. Á slikar
skifur eru rist I málm öll helztu nöfn
fjalla og örnefna innan sjónviddar
hvers staðar. Meö þvi er ferðafólki
gert auövelt að átta sig og glöggva á
umhverfi öllu, fjær og nær, út i yztu
linur sjóndeildar.
Teikningar að öllum hringsjám fé-
lagsins gerði Jón Viðis. Til þess að
inna slikt af hendi þurfti mikla ná-
kvæmni og ekki siður kunnugleika á'
landi og örnefnum. Yfir þessari kunn-
áttu bjó Jón flestum framar. Og fyrir
allt það verk tók hann aldrei gjald.
Það var gjöf til féiagsins, sem hann
unni eins og landi sinu. Hann var þvi
kunnugri en flestir landar hans”.
Jón Vlðis var mjög drátthagur og
teiknaði margt táknrænna merkja
fyrir félög, þar á meðal fyrir Odd-
fellowregluna, sem hann var mjög
virkur félagi i frá ungum aldri. A sið-
ustu árum teiknaði hann flestar útsýn-
isskifur, sem settar hafa verið upp
vlðsvegar um landið. Hann var ein-
stakur eljumaður til vinnu og féll ekki
verk úr hendi frá morgni fram á nótt.
En þá tók hann oft til við lestur, þvi
hann las mikið.
' 1 starfi sinu þurfti hann að ferðast
viðsvegar um landið. Fridagana not-
aöi hann til að ferðast um umhverfi
þeirra staða, sem hann vann á, til þess
að kynnast þvi enn betur en starfið gaf
tilefni til. Gekk hann þá oft á fjöll til að
njóta sem bezts útsýnis, þvi ekki var
hann sporlatur, enda leti hugtak, sem
ekki var til I fari hans.
Frá blaut barnsbeini var hann mjög
áhugasamur um að kynnast landinu,
gróðri þess og dýralifi. Hann mun hafa
ferðazt um allar sveitir landsins nema
Hornstrandir og oft um flestar. A
æskuárum hóf hann gönguferðir um
hálendið og hélt hálendisferðum á-
fram I bifreiðum, þegar þær komu til
sögunnar á þeim slóðum, fór meðal
annars, ásamt félögum sinum, fyrstu
ferð á bifreið yfir Sprengisand, alla
leið frá Suðurlandi til Norðurlands, áð-
ur en nokkrar leiðir höfðu verið ruddar
eða lagfærðar þar. Veit ég engan
mann hafa haft honum viðtækari
þekkingu um allt landið.
Við störf sin viðsvegar um landið
hafði Jón jafnan unglinga eða æsku-
menn sér til aðstoðar. Alltaf var hann
þeim góöur húsbóndi og lærifaðir i
senn. Mörgum þeirra er ég kunnugur
og ljúka þeir allir upp einum munni
um það, hve gott hafi verið og lær-
dómsrikt að vera með honum i starfi.
Jón Viðis var framúrskarandi vand-
virkur. Allar mælingar sinar fram-
kvæmdi hann af stakri nákvæmni, og
mælingabækur hans, sem hann varð
aö rita I hendi sér, standandi úti i ýms-
um veðrum, voru jafnan mjög vel
færðar. Kortin, sem hann teiknaði á
vetrum, eftir mæiingabókunum, voru
hárnákvæm og I hvivetna snyrtilega
frágengin.
Ekki sparaði hann sporin, þegar
hann var að leita að hagkvæmustu
vegstæðunum, enda varð hann að
glima við erfiðustu þrautir landsins á
þvi sviöi, þar sem var vegstæðaval á
Vestfjörðum. En vegir hans þar eru
lagöir af snjallri hugkvæmni.
Jón Viðis var einstakur reglumaður
I öllu sinu liferni. Ahugasamur um vel-
ferð lands og iýðs og reiðubúinn að
leggja hverju góðu máli lið eftir getu.
Fjölskyldu sinni hefur hann verið mik-
ill haukur i horni, bæði efnahagslega
íslendingaþættir