Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 7
orðin þeim bæði kunn og kær.
Vorið 1910 var Múlastekkur i Skrið-
dal laus til ábúðar og þó hann væri i þá
daga engin stórbýlisjörð, var þar þó
ólikt rýmra um, en i Vallaneshjáleigu.
Vetrarbeit og vorland fyrir sauðfé
sunnan i Múlanum með ágætum, um-
hverfi allt vinalegt, og rjúpan nærtæk.
Það varð þvi úr, að þeir tóku Múla-
stekkinn til ábúðar og voru þar til 1919,
að þeir fluttu i Sauðhaga. Sú jörð var
að visu enn meir við þeirra hæfi, en ár-
ið 1923 stóð þeim til boða Geitdalur,
sem þeir gátu ekki slegið hendi á móti,
enda mátti þá segja að þeir væru
komnir i höfn.
Geitdalur er viðviðáttumikil af-
réttarjörð, og þá þegar telin með beztu
jörðum sveitarinnar, en erfið og
mannfrek við þeirra tima búskapar-
hætti.
Arið 1913 kvæntist Einar Amaliu
Björnsdóttur frá Vaði, mikilli fróðleiks
og atgerviskonu, sem staðið hefur
örugg og traust við hlið hans æ siðan, i
bliðu og striðu, og heldur reisn sinni
enn i dag, til sálar og likama, þó komin
sé á niunda tug ævinnar.
Arið 1918 hafði Arni gengið að eiga
Jóninu Björnsdóttur, frá Vaði,
systur Amaliu, og voru sambúðar-
hættir þessa fólks alltaf hinir beztu. Þó
fór svo að þeir bræður slitu félagsskap
sinum i Geitdal i fullu bróðerni. Árni
fór niður á Reyðarfjörð og siðan til
Reykjavikur, og lézt hann þar 1933.
Einar og Amalia áttu eina dóttur
bama, Ingibjörgu, er giftist Zóphóni-
usi Stefánssyni, hreppstjóra á Mýrum.
Arni og Jónina áttu einnig eina dóttur
Agnesi, er giftist Þórhalli Einarssyni,
er um skeið bjó I Þingmúla og siðan á
Kirkjubóli i Norðfirði, en er nú nýflutt-
ur til Reykjavikur. Þegar Arni fór frá
Geitdal, urðu mæðgurnar þar eftir og
ólust frænkurnar þar upp sem systur i
föðurhúsum.
Mikill myndarbragur var alla tið á
búskap þeirra Geitdalshjóna, enda var
Einar alla tið með hæstu gjaldendum
sveitarfélagsins.
Ef ég ætti að skilgreina helztu eðlis-
þætti I fari Einars Jónssonar, teldi ég
að hann hefði fyrst og fremst verið
bóndi, eins og hann hefur reynzt beztur
og farsælastur i islenzku þjóðlífi, gegn
um árin og aldir. Fyrirhyggjusamur,
traustur og samvizkusamur. Fær um
að gegna hverju þvi starfi, félagslega
og verklega, sem einu sveitarfélagi er
gert að bera uppi. Hann var ágætlega
greindur og rökfastur i skoðunum,
einn þessara aldamótamanna, sem
allt lifið var að læra af reynslunni.
Hann vildi ógjarnan fleygja frá sér þvi
sem vel hafði gefizt fyrir nýtt og litt
reynt, og má vel vera að einhverjir
hafi kallað hann ihaldssaman, en I
islendingaþættir
raun og veru var hann það ekki i
þröngri merkingu. þess orðs, heldur
varfærinn, og þannig gerðir menn,
hvar I stétt sem er, hafa verið ómetan-
leg kjölfesta þjóðarskútunnar á hinum
miklu umbrotatimum 20. aldarinnar.
Það hafa vafalaust margir bændur
hér og þar átt fleiri gripi en Einar i
Geitdal, en ekki margir fallegri né bet-
ur meðfarna, þvi hvort tveggja var,
að hann var bæði fjármaður og hesta-
maður og sýndi hvorutveggja sóma.
Hann náði t.d. svo langt i fjárrækt-
inni, að eiga um eitt skeið ullbezta
hrútinn á landinu, að dómi dr. Hall-
dórs Pálssonar búnaðarmálastjóra,
sem þá var ráðunautur Búnaðar-
félags íslands. Og ekki voru reiðhestar
hans sérlega beygjulegir, er hann
vippaði sér i hnakkinn, hár og herða-
breiður, ef til vill þéttingskenndur, og
gaf þeim til kynna að hann ætti
kannski eitthvað inni hjá þeim.
Einar hafði rikan stéttarmetnað.
Honum lét illa i eyrum kveinstafir
sumra hinna svokölluðu framámanna
bændastéttarinnar, sem stundum hafa
verið hafðir uppi. Kreppulánasjóð og
aðrar skuldauppgjafir lét hann lönd og
leið. Hins vegar vissi ég, að hann hljóp
undir bagga með kunningjum I þörf,
án þess að láta á bera.
Einar var mikill maður að vallar-
sýn,fullar þrjárálnir á hæð og svaraði
sér vel, fitnaði aldrei en með árunum
örlitið lotinn i herðum. Friður i andliti
og framkoman hógvær og festuleg.
Höndin stór, mjúk og falleg og hand-
takið traustvekjandi.
Hann hafði mjög fagra rithönd, gat
bókstaflega ekki annað en skrifað vel,
hvemig sem hann var fyrirkallaður.
Hann var I eðli sinu mjög dulur i
skapi og hlédrægur, algerlega laus við
að vilja láta á sér bera, var likast þvi,
að yfir honum hvildi einhvers konar
„þagnarhjúpur”, sem fór honum að
visu ekki illa, en hefði þó að ósekju
mátt vera dálítið opnari, þvi ef hann
lagði hann af sér, sem einkum var ef
hann fékk sér i glasi, og það gerði
hann stundum þá kom i ljós þessi
ljómandi skemmtilegi maður, fyndinn
og kiminn, stundum á kostnað
kunningjanna, og hýruglampinn I aug-
unum gaf til kynna, að hér væri aðeins
uppi stundargaman enda veit ég ekki
til að það yrði nokkru sinni að
miskliðarefni, en margsinnis til eftir-
minnilegrar ánægju.
Þó Einar Jónsson væri hlédrægur og
búsýslumaður slapp hann ekki við að
gegna ýmsum þeim trúnaðarstörfum,
sem vant er að fela beztu mönnum
hvers byggðarlags. Hann átti sæti i
hreppsnefnd, skattanefnd, og stjórn
Búnaðarfélags Skriðdæla um tugi ára,
forðagæzlumaður lengi og eflaust
fleira, þó ég komi þvi þó ekki fyrir mig
I svipinn.
011 þessi störf fórust honum vel úr
hendi, að sinu leyti og hans eigin og
það held ég mála sannast, að aldrei
hafi komið til greina að fella hann frá
þvi, sem honum hafði eitt sinn verið
trúað fyrir.
Þau Geitdalshjón létu af búskap 1941
og settust að hjá einkadótturinni á
Mýrum.
Einar vann þó lengst af tima og tima
utan heimilis og þá aðallega á Egils-
stöðum, bæði við byggingar og á
haustin við afgreiðslustörf i sláturhúsi
Kaupfélags Heraðsbúa og þar sem
annars staðar naut hann trausts og
vinsælda.
En nú er Einar allur. Það er sjónar-
sviptir og söknuður af þeim
heilsteypta og trausta persónuleika,
sem ávallt var sjálfum sér samkVæm-
ur á hverju sem gekk og aldrei brást,
en vitanlega er missirinn mestur og
sárastur eftirlifandi eiginkonu og dótt-
ur, sem voru honum meira en allt ann-
að. En góðar minningar verma hug-
ann. Ég er persónulega þakklátur fyrir
að hafa átt hann að samferðamanni og
vini um langa ævi, það er ein af góðum
gjöfum forsjónarinnar mér til handa.
Eftirlifandi eiginkonu, dóttur,
fósturdóttur og fjölskyldum þeirra,
vottum við hjónin okkar innilegustu
samúð.
Friðrik Jónsson,
Þorvaldsstöðum.
AtHUGIÐ:
Fólk er eindregið
hvatt til þess að skila
vélrituðum handritum
að greinum
í íslendingaþætti,
þótt það sé ekki
algjört skilyrði fyrir
birtingu greinanna.
7