Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 9

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 9
trjáa og skapa sér gjarnan taekifæri til að komast i nánari snertingu við hana. Þannig fór um Sunnu og Jón Atla og þau keyptu sér land í Grimsnesi sem þau ætluðu til sumardvalar og útivist- ar. Þarna reistu þau sér sumarbústað og kölluðu Alftarhól. Segja má að Jón Atli hafi bæði teiknað og byggt húsið sjálfur, og þau hjónin voru mjög sam- hent um gróðursetningu og ræktun, þannig að á nokkrum árum tókst þeim að gera þarna sannkallaða sumar- paradís, sem vinir og ættingjar voru ósparir að notfæra sér, enda móttökur ávallt frábærar hvenær sem gest bar að garði. Jón Alti sætti sig aldrei við annað en fullkomin þægindi og vélvæðingu yrði þvi við komið, enda sá þess stað i Álftarhóli. Þar kom hann raflýsingu úti og inni frá eigin rafstöð og sama gegndi um önnur þægindi. Eins og fyrr sagði undi Jón Alti hag sinum vel i Smiðjunni og hefði senni- lega orðið þar kyrr ef ekki hefðu komið til all alvarleg veikindi á árunum 1966 til 1967. Eftir það ákvað hann að leita annarrar vinnu sem ekki útheimti jafn mikla likamlega áreynslu. Þá var Borgarspitalinn i Fossvogi að taka til starfa og þar vantaði umsjónarmenn með húsi og vélabúnaði. Jón Atli sótti um þetta starf og var ráðinn til þess vorið 1967. Sem fyrsti umsjónarmaður spitala, sem var að taka til starfa, fékk Jón Atli þarna ærið verkefni og eins og áð- ur þegar á hann reyndi sýndi hann glöggt hina óvenjulegu hæfileika til skipulagsvinnu og tæknistarfa. Um- sjónarmannsstarfið reyndist fjöl- breytt og margslungið og krafðist ein- mitt þeirrar útsjónarsemi, verk- kunnáttu og handlagni sem Jóni Atla var gefin f svo rikum mæli. Þeim sem til þekkja vita hve tækni- búnaður nýtizkusjúkrahúss er marg- víslegur allt frá gufukatli og vararaf- stöð til svæfingavéla og sjálfritandi eftirlitsvéla. Ég fullyrði að meðan Jón Atli var umsjónarmaður Borgar- spitala var þar ekkert tæki eða vél, sem hann þekkti ekki i smáatriðum og gat gert við og stillt, eða sagt nákvæm- lega fyrir um hvernig með ætti að fara. Jón Atli hafði mikinn metnað fyrir Borgarspitalann, vildi gera sitt til að hann væri fyrsta flokks og gæfi góða þjónustu, eða eins og hann orðaði það tæpitungulaust — „væri alvöru- spftali”. I þessu fólst engin eigingirni frá hans hendi, heldur sá meðfæddi góð- vilji sem Jón Atli átti i svo rikum mæli, þvi hann vildi allra vanda leysa og vænti aldrei endurgjalds. En hann íslendingaþættir gerði einnig svipaðar kröfur til ann- arra og þótti lltið til þeirra koma sem aðeins gerðu kröfur en lögðu ekkert fram sjálfir. Enginn er ómissandi, en mig grunar að enn llði langur timi þar til Borgar- spltalinn fær umsjónarmann sem fyll- ir skarð Jóns Atla. Enn voru það veikindi, sem ollu þvi að Jón Atli skipti um starf. Fyrir réttum tveim árum var fyrst vitað um þann sjúkdóm er siðar dró þann til dauða. Hann vildi ekki vera hálfur i neinu starfi og þegar honum fannst hann ekki geta leyst umsjónar- mannsstarfið af hendi eins og hann vildi, gerði hann þveröfugt við það sem flestir heföu gert I hans sporum. Hann sagði starfinu lausu og hóf sjálf- stæðan atvinnurekstur. Sumrið 1973 keyptu þau hjónin Lakkrisgerðina Krumma og hafa rek- ið hana siðan. Að þessu starfi unnu Sunna og Jón Atli saman, hann sá um framleiðsluna og tæknimálin og hún um sölu og bókhald. Byrjunarerfið- leikarnir voru miklir bæði fjárhags- legir og tæknilegir, en saman tókst þeim að yfirstiga þá, þannig að á huglæknir „Dáinn, horfinn! — Harmafregn! Hvilikt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.” Svo kvað Jónas Hallgrfmsson, er hann frétti lát sr. Tómasar Sæmunds- sonar. En mér komu þessi vfsuorð i hug, er mér barst fregn um lát Ólafs Tryggvasonar, huglæknis, en hann lézt á sjúkrahúsi Akureyrar hinn 27. febrúar siðastliðinn. Ég geri ráð fyrir þvi, að fyrir fleir- um hafi farið sem mér við þá fregn, að þá hafi sett hljóða er hún barst þeim, og mun sá dráttur, sem orðið hefur á því,að fleiri en orðið er hafi minnzt hans á prenti,stafa af þvi, að þeim sé tregt tungu að hræra eins og Agli Skallagrimssyni forðum daga undir svipuðum kringumstæðum. En svo mikið tel ég mig vita um hjálparstarf Ólafs þeim til handa,er við marg- háttaða erfiðleika og sjúkdóma áttu að striða, bæði á andlegu og likamlegu síðastliðnu ári var framleiðslan komin i það horf að vel hefði gengið, ef áfram hefði verið haldið. Segja má að siðastliðin 2 ár hafi Jón Atli ekki gengið heill til skógar og raunar augljóslega hrakað jafnt og þétt þegar á leið. En hann kvartaði aldrei og gaf sig ekki fyrr en i siöustu lög. Siðustu 3 mán. var Jón Atli rúm- fastur að mestu, þennan tíma dvaldist hann lengst af á Vifilstaðaspitala og var oft mjög illa haldinn. Hann vissi að um lækningu var ekki að ræða úr þvi sem komið var, en hann æðraðist aldrei og andaðist hinn 19. mars að morgni, sáttur við guð sinn. Þessum kveðjuorðum vil ég ljúka með þakklæti til Jóns Atla fyrir vináttu, sem nú hefur varað nær 30 ár. Siðustu árin var samband okkar nán- ara en áður og ég mat hann þvi meir, sem ég kynntist honum betur. Ég flyt Súsönnu mágkonuminni og Jóninu tengdamóður minni dýpstu samúðarkveðjur, þær hafa misst mest. Ég bið guð að styrkja þær I sorginni, en minni þær jafnframt á aö eftir lifir minning um góðan dreng og vammlausan. Páll Sigurðsson. sviði, að þeir hljóti að vera margir, sem eiga honum mikla þakkarskuld að gjalda. Eg mun ekki i þessum fáu 9 Olafur Tryggvason

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.