Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 11

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 11
Ólafur Jónsson útgerðarmaður frá Sandgerði Föstudaginn 4. april s.l. var gerB frá Háteigskirkju i Reykjavik útför Ölafs Jónssonar útgeröarmanns frá Sand- geröi. ólafur Jónsson fæddist á Akranesi 28. april 1907 og var þvi tæpra 68 ára aö aldri, þegar hann andaöist á Landa- kotsspitala aöfaranótt25. marz s.l. eft- ir tæpra þriggja sólarhringa veru þar. Ólafur var næstelzta barn hjónanna Jóns Gunnlaugssonar, útvegsbónda á Bræöraparti á Akranesi og konu hans Guölaugar Gunnlaugsdóttur, en börn þeirra voru fimm og eru á lifi Jón Kristján, búsettur I Sandgeröi og skóla. öll eru þessi börn mannvænleg og mætir þjóöfélagsþegnar, sem þau eiga kyn til. Lifssaga Þórhalls varð farsæl og löng — lengri en vænta mátti með tilliti til þess sjúkleika er hrjáði hann sið- ustu áratugina. Þrátt fyrir það bar hann aldurinn vel, var andlega ern og hafði ferilvist til hinztu stundar. Per- sónuleiki Þórhalls var mikill og fjöl- þættur. Hann var friöur maður, itur- vaxinn, prúður i framgöngu og ljúfur i allri umgengni. Hann átti gjörva hönd til hvers þess verks er hann vann. Tón- fróður var hann og ágætur orgelleik- ari, enda söngkennari við Alþýðuskól- ann á Eiðum suma þá vetur, er hann bjó þar. Skapgerð hans var fastmótuð og heilsteypt, — traustur og heill i öll- um samskiptum. Greindur var hann vel og viðlesinn og átti gott safn bóka. Félagshyggjumaður var hann og gegndi ýmsum störfum fyrir sveit sina, m.a. sat hann i sveitarstjórn á fjórða tug ára. Velvild bar Þórhallur til alls og allra, og þá einkum þeirra, er minna máttu sin, eða á einhvern hátt bjuggu við þrengingar. Með Þórhalli Helgasyni er horfinn af sjónarsviðinu drengur mikill og ágæt- ur, þvi er hann vel kvaddur — honum þakkað og beðið velferðar á vegum framlifsins. 1 marzmánuði 1975 Ingvar Guðjónsson Dölum Ingunn Margrét, sem búsett er i Kali- forniu. Látin eru Gunnlaugur Kristinn og Elisabet. Ólafur Jónsson stundaöi nám I Verzlunarskóla Islands og brautskráð- ist þaðan 1927. Að prófi loknu hóf hann störf hjá Haraldi Böðvarssyni á Akra- nesi og starfaöi á Akranesi við út- geröarfyrirtæki hans til ársins 1933, en þá fluttist hann til Sandgerðis og gerð- ist meðeigandi Haralds i útgerðar- starfsemi hans þar. Voru þeir Harald- ur meöeigendur aö henni til ársins 1941, en þá var útgerðarfyrirtækið H.f. Miðnes stofnað af Ólafi og félaga hans Sveini Jónssyni. Keypti H.f. Miðnes fyrirtæki Haralds og Ólafs og ráku Ölafur og Sveinn fyrirtækið i félagi til ársins 1966, en þá andaöist Sveinn. Lengst af hefur Jón Kristján, bróöir Ólafs, unnið við fyrirtækiö sem full- trúi, og sagði Ólafur mér nýlega, aö störf hans 1 þágu fyrirtækisins hefðu veriö þvi ómetanleg. Eftir andlát Sveins hefur ólafur rekið fyrirtækið með sonum sinum og ekkju Sveins. Auk þess að reka umfangsmikla út- geröarstarfsemi i Sandgerði og viðar, hlóðust á Ólaf margháttuð félagsstörf. Hann stóö að stofnun ýmissa fyrir- tækja og félaga og var löngum for- maður og i stjórn þeirra og margra samtaka útvegsmanna. A fyrri árum var Ólafur oftsinnis valinn til þess af rikisstjórn landsins og félagasamtökum að vera I sendi- nefndum, sem stóðu aö verzlunar- samningum hérlendis og erlendis við aörar þjóöir. Á seinni árum færöist Ólafur undan þessum störfum, enda var heilsan þá farin að bila. Samt lét Ólafur ekki á þvibera, að hann ætti við vanheilsu aö striða. Hinn 11. april 1931 kvæntist ólafur Láru Guömundsdóttur frá Ólafsvöll- um á Akranesi. Þau bjuggu á Akranesi til ársins 1933, þá i Sandgerði til 1935 og eftir það i Reykjavik. Þeim varð sex barna auöið, og eru fimm þeirra á lifi, sem öll eru vel menntuö og hin mann- vænlegustu. Ólafur og Lára misstu fyrsta barn sitt á þriðja ári, mikinn efnisdreng, sem hét Jón Gunnlaugs. Onnur börn þeirra eru Jón Ægir, lög- fræðingur, framkvæmdastjóri H.f. Miönes I Sandgerði, kvæntur Guð- björgu Ólöfu Bjarnadóttur, Gunnar Þór, hagfræðingur, framkvæmda- stjóri Fiskiöjunnar h.f. i Keflavik, kvæntur Ragnheiði Guðrúnu Haralds- dóttur, Asgeir Bragi, em lokið hefur prófi frá Verzlunarskóla Islands og Stýrimannaskólanum, skrifstofustjóri hjá Fiskiðjunni h.f., kvæntur Vigdisi Kötlu Helgadóttur, ólafur Baldur, sem lokið hefur prófi I véltæknifræöi og rekstrar- og stjórnunarfræöum, fram- kvæmdastjóri hjá H.f. Miönes, kvænt- ur Hildi Guömundsdóttur og Guölaug Nanna, gift Eggert Arna Magnússyni, sem er viö nám I viðskiptafræði i Há- skóla Islands. Barnabörn ólafs og Láru eru niu. Hjónaband Ólafs og Láru var sér- staklega gott og þau samhent I þvi aö byggja upp heimili sitt og framtiö barna sinna. Var Lára mikil húsmóöir og gestrisni viöbrugöið á fallegu heimili þeirra. Lára andaðist 21. júli 1962 eftir löng og erfiö veikindi, sem buguðu hana þó hvergi, og er mér sagt, að hún hafi haldið andlegri ró sinni allt til siðustu stundar. Oft ræddi ólafur um Láru heitina, svo að ég íslendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.