Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 12
Guðmundur Þórarinsson
kennari og hinn trúi bróðir í Góðtemplarareglunni
Meðan Gubmundur var kennari á
Eyrarbakka, þekktumst við ekki
mikið, þótt við sæjumst oft. Það var
ekki fyrr en er fundum okkar bar
saman úti á götu í Kaupmannahöfn af
tilviljun, að okkur fannst við miklu
kunnugri en við vissum áður og kynnt-
umst betur eftir það, enda unnum við
meira saman að félagsmálum eftir að
hann fluttist til Hafnarfjarðar, þvi að:
heyrði, og var ljóst, af því, sem hann
sagði um hana, aö sambúð þeirra hef-
ur verið einstök.
Nokkrum árum eftir andlát Láru,
tókst með Ólafi og Rögnu Björnsson
góður og náinn kunningsskapur, sem
stóð alla tiö eftir það.
Hér hefur i örstuttu máli verið gerð
grein fyrir helztu æviatriðum ólafs
Jónssonar, en i stuttri minningargrein
er ekki hægt að gera ævistarfi hans
góð skil, enda brestur mig næga þekk-
ingu til þess, þar sem kynni min af
honum hófust seint, eða fyrst fyrir fá-
um árum, þegar ég kvæntist bróður-
dóttur hans og hann varð nágranni
okkar. Hann kom oftsinnis á heimili
okkar nú allra siöustu ár og áttum við
með honum margar ánægjulegar
stundir.
Nú um nokkra vikna skeið, hafi
Ólafur veriö erlendis, en kom til lands-
ins fjórum dögum fyrir andlát sitt, og
lagðist inn á sjúkrahús til rannsóknar
á öörum degi. Ekki datt neinum af vin-
um hans i hug, að eitthvað alvarlegt
væri á ferðinni, og sjálfur var
hann hress, og hafði á orðí að koma
heim um páskana, en skyndileg
hjartabilun var banamein hans. Sann-
ast það hér sem áöur, að enginn veit,
hvenærstundin erkomin. Samt er mér
nær að halda, að Ólafur hafi sjálfur
fundið, að hann ætti ekki langt eftir
ólifað, en oftsinnis á siðustu mánuðum
hafði hann orð á þvi, aö hann vissi, að
hans stund væri stutt undan.
Athafnasemi og dugnaður einkenndi
ævistarf Ólafs og skilaöi hann miklu
dagsverki i hendur afkomenda sinna.
Hann var mikið prúðmenni og fylginn
sér i störfum sinum, en vildi ætið vera
Félagsmála hugur hreinn
hans var tignarmerki.
Guðmundur stóð aldrei einn,
aðra leiddi að verki.
Móðurgæzlu um gróandann
gekk hann leiðir kunnar.
Æskufólkið fræddi hann
um fegurð náttúrunnar.
sanngjarn og réttsýnn. Hann var
mikill vinur vina sinna, og nutu þeir og
margir fleiri dugnaðar hans, en mörg-
um, sem áttu i erfiðleikum rétti hann
hjálparhönd með gjöfum eða lánum án
þess aö huga að þvi, hvort staðið var i
skilum eða ekki. Er áreiðanlegt, aö
margir munu eiga honum þökk að
gjalda I þessum efnum, enda þótt hann
hefði ekki hátt um þessar gerðir sinar.
Ólafur haföi alla tið gaman af kveð-
skap og las og kunni mikið af sliku, og
sjálfur var hann hagmæltur og átti létt
með að koma fyrir sig orði. Lét hann
stöku sinnum frá sér fara visur i góðra
vina hópi.
ólafur var dulur og tilfinningarikur
maður, sem ekki bar tilfinningar sinar
utan á sér, en ekki þurfti langa við-
kynningu til þess að finna, að innst inni
vareinstaklega hlýtthjartaþel. Þá var
hann sérstaklega ræktarsamur viö
minningu foreldra sinna og látinna
systkina, en fyrir nokkrum árum gaf
hann ásamt eftirlifandi systkinum sln-
um stór stóra gjöf til sjóðsstofnunar til
minningar um þau.
í trúmálum var ólafur leitandi og
trúði einlæglega á annað lif. Ræddi
hann oft um þessa hluti. Er ég þess
fullviss, aö hann hefur horfiö úr þess-
um heimi i vissu þess, að hann mundi
hitta i annarri tilveru þá, sem héðan
eru farnir. Er áreiðanlega sælt að yfir-
gefa þennan heim I trú og fullvissu um
slika endurfundi.
Aö lokum viljum við hjónin og synir
okkar, þakka fyrir margar ánægjuleg-
ar samverustundir með Ólafi á liönum
árum og vottum börnum hans, barna-
börnum, tengdabörnum og eftirlifandi
systkinum samúð okkar.
Sverrir Einarsson.
Þó að holdið þjáðu mein
og þraut á göngu vega,
þá við blómi og bjarkargrein
brosti ’ann hjartanlega.
Þar sem ei finnst hyggja hrjúf
hinir fylgja að vonum.
Guðmundar var lundin ljúf,
lipur i samskiptunum.
Svo var Guðmundur orðhagur, að
vafalaust hefði hann getað gert ljóð sin
fleygari, hefðihann valið til það efnið,
er oft hefur þótt bragðmest.
Létt af vörum ljóðin sungu,
lék að stuðlum margan dag,
en aldrei beitti eiturtungu
annarra manna skerða hag.
Mannbóta af huga hreinum,
hikaði hvergi, djarfur frjáls,
þegar að illum þjóðarmeinum
þurfti að sverfa fast til stáls.
Þannig var ’ann allt til enda,
ekki i neinu reyndist hálfur,
á fagrar leiðir frjór að benda
Fór þær lika alltaf sjálfur.
Ingþór Sigurbjs.
12
íslendingaþættir