Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 16
Sjötugur
Sveinn Guðmundsson
fyrrv. forstjóri í Vestmannaeyjum
Hinn 17. april s.l. fyllti einn af
kunnustu forustumönnum í félgs- og
framfaramálum i Vestmannaeyjum
um árabil sjöunda áratuginn. Sá
maður er Sveinn Guðmundsson frá
Laufási i Neskaupstað.
Sveinn Guðmundsson er
Austfirðingur að ætt og uppruna,
kominn þar af kunnu og viðurkenndu
mannkostafólki i bændastétt. Hann
fæddist að Grænanesi i Norðfjarðar-
hreppi, 17. april 1905, þarsem afi hans,
hinn kunni og sérlegi persónuleiki,
Arni bóndi i Grænanesi, bjó með konu
sinni og börnum um tugi ára.
Um tvitugsaldur stundaði Sveinn
Guðmundsson nám i Eiðaskóla á
Héraði, þegar séra Asmundur
Guðmundsson, siðar biskup, mótaði
sálir ungmennanna og benti þeim
fram til heilla og hamingju, dreng-
skapar og góðra starfa fyrir land og
lýð.
Siðar hóf Sveinn Guðmundsson nám
i Samvinnuskólanum og lauk þaðan
prófi vorið 1929. Arið eftir gerðist hann
starfsmaður Áfengisverzlunar rikis-
ins. Árið 1931 réðst hann til Vest-
mannaeyja og gerðist þar forstjóri
Áfengisverzlunar rikisins i kaup-
staðnum. Þvi starfi gegndi hann i 22 ár
eða þar til verzlunin var lögð niður
samkvæmt ósk meiri hluta bæjarbúa
við almenna atkvæðagreiðslu i kaup-
staðnum um tilveru hennar.
Næstu tvö árin vann Sveinn Guð-
mundsson að verzlunarstörfum. En
árið 1955 gerðist hann umboðsmaður
Brunabótafélags íslands i Vestmanna-
eyjum og hafði það starf á hendi næstu
tvo áratugina.
Sveinn Guðmundsson er félags-
hyggjumaður mikill og vildi snemma
geta haft áhrif til bata og bóta i
menningar-og félagsmálum Eyjabúa,
enda var þess mikil þörf á þeim árum,
sem hann settist að i kaupstaðnum.
Hann tileinkaði sér ungur hugsjóna-
mál og framfarastefnu Framsóknar-
flokksins, sem var næstum óþekkt
fyrirbrigði i Vestmannaeyjum, þegar
hann settist þar að.
Árið 1938 var Sveinn Guðmundsson
kosinn i bæjarstjórn kaupstaðarins,
fyrsti fulltrúi Framsóknarflokksins i
þvi „fyrirtæki”, eins og viss kjósandi
hans þá orðaði það. Sama árið stofnaði
hann til blaðaútgáfu I bænum með
bæjarfógetanum Kristjáni Linnet o.fl.
16
góðum flokksmönnum Framsóknar-
flokksins. Blaðiö kölluðu þeir Fram-
sóknarblaðið og kom það út óslitið
siðan til ársins 1973, að eldgosið á
Heimaey dundi yfir. Lengi hafði
Sveinn Guðmundsson á hendi af-
greiðslu blaðsins eftir að aðrir tóku að
sér að annast ritstjórn þess.
Alls sat Sveinn Guðmundsson 16 ár i
bæjarstjórn Vestmannaeyjakaup-
staðar og fékk þar ýmsu góðu til leiðar
komið, þó að hann væri þar flest árin i
minni hluta. Lagni hans og dreng-
skapur vógu þar drjúgum og drógu
jafnvel afturhaldog ihald til framtaks
og dáöa.
Þegar Seðlabankinn var stofnaður
og tók til gtarfa árið 1957, þarfnaðist
hann trúnaðarmanns, þar sem rikis-
bankar voru starfandi og seðla-
geymsla átti sér stað. Þá var Sveinn
Guðmundsson kosinn til að vera
fulltrúi bankans og trúnaðarmaður.
Þvi starfi hélt hann næstu 16 árin.
Sveinn Guðmundsson sat i stjórn
Sjúkrasamlags Vestmannaeyja um
tugi ára frá stofnun þess og þótti þar
ómissandi starfskraftur ekki sizt
sökum sjónarmiða hans og kennda
gagnvart þeim, sem minna mega sin I
lifsbaráttunni. Geta má þess einnig, að
Sveinn sat i yfirskattanefnd Vest-
mannaeyjakaupstaðar um langt ára-
bil, liklega aldarfjórðung.
Arið 1950 var Sveinn Guðmundsson
kjörinn i stjórn Sparisjóðs Vest-
mannaeyja. í henni sat hann nær 20 ár
og siðustu 8 árin var hann formaður
stjornarinnar. Þá sat hann einnig i
stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja um
nokkurt skeið.
Þá höfum við getið þeirra starfa
Sveins Guðmundssonar i kaup-
staðnum, þar sem mest og bezt hefur
gætt áhrifa hans um árabil og almenn-
ingurnotið góðs af félagsstarfi hans og
tillitssemi um erfiðan efnahag og
margskyns annað andstreymi.
1 hinu mikla félagsstarfi hans hefur
hann jafnan sannað, að hann má ekki
vamm sitt vita. 1 þeim efnum hafa
andstæðingar hans eins og stuðnings-
menn sömu sögu að segja hvarvetna.
Það er ef til vill það bezta, sem hægt er
að segja um hvern og einn.
Sveinn Guðmundsson er listrænn
maður og hefur yndi af söng- og hljóm-
list. Hann var virkur starfskraftur i
Kirkjukór Landakirkju i Vestmanna-
eyjumum árabil og starfaði jafnframt
mikið að söngmálum með Brynjúlfi
Sigfússyni, hinum kunna organista og
söngstjóra Vestmannaeyinga, söng
lengi i hinum kunna söngkór söng-
stjórans og var formaður hans um
skeið, Vestmannakór.
Eins óskum við að geta enn, þegar
viö minnumst hins farsæla starfs
Sveins Guðmundssonar i Vestmanna-
eyjum. Sveinn hefur i áratugi safnað
sýnishornum af islenzkum bergteg-
undum og á liklega stærsta og fjöl-
breyttasta steinasafn i landinu. Hefur
þaö um árabil vakið mikla athygli ekki
aðeins Islenzkra jarðfræðinga heldur
og einnig erlendra ferðalanga, sem átt
hafa þess kostaðskoða það og kynnast
þvi.
Árið 1929 kvæntist Sveinn
Guömundsson konu sinni frú Unni
Pálsdóttur kennara á Hofsósi Arna-
sonar, gáfaðri konu og lesinni. Við,
sem að þessum orðum standa, höfum
vissulega notið margra ánægjustunda
með hinum betri helmingi okkar á
heimili þeirra hjóna, meðan þau
bjuggu að Arnarstapa i Vestmanna-
eyjakaupstað. Þau hafa ekki flutzt
aftur heim til Eyja eftir eldsumbrotin,
heldur setzt að i Hveragerði. Þangað
sendum við þeim okkar alúðarfyllstu
ámaðaróskir og kveðjur með þakklæti
fyrir langt og farsælt samstarf.
Sigurgeir og Þorsteinn
íslendingaþættir