Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Blaðsíða 2
Hjónin frá Hulduhólum Hreiðar Gottskálksson og Helga S. Björnsdóttir Hreiðar Gottskálksson Fæddur 9. aprll 1896 Dó 27. júnl 1975 Helga S. Björnsdóttir Kædd 4. nóv. 1897. Dó 25. ág. 1972. Oft heyrir maður það i minningar- greinum um meðbræður vora, að ekki hafi orðið neinn héraðsbrestur, þegar þeir hafa kvatt þennan heim. Senni- lega er átt við, að þeir hafi ekki verið eitt af stóru númerunum í þessari ver- öld. En er ekki maðurinn eða konan, sem hafa verið öðrum til fyrirmyndar, skilað samfélaginu fullu lifsstarfi og þjóðfélaginu myndarlegum börnum, einmitt stórt niimer þó þau hafi lifað lifi sinu utan við skarkala lifsins. Hreiðar var fæddur 9. april 1896 i Vatnshól i' Austur-Landeyjum, sonur hjónanna, sem þar bjuggu, Gottskálks og Sigurbjargar. Gottskálk var Hreiðarsson bónda Stóru-Hildisey og Vatnshól, Hreiðars- sonar Skarðseli, Helgasonar Stóra- Klofa, Jónssonar Bjarnason Flag- bjamarholti, en hann átti Hildi Högna- dóttur lögréttumanns á Laugarvatni, en Bjarni faðir Jóns var Helgason prestur að Fellsmúla, dó 84 ára 1773. Þetta voru miklar og merkar bænda- ættir. Hreiðar var 10. ættliður i beinan karllegg frá Jóni Bjarnasyni, sem talinn er hafa búið i Austvaðsholti um 1600. Sigurbjörg móðir Hreiðars var Sig- urðardóttir bónda Seljavöllum Eyja- fjöllum, Sigurðssonar bónda Voðmúla- stöðum og Efri-Hól, Sighvatssonar sama stað, Þorsteinssonar bónda Vestur-Holtum, Jónssonar dó 1688. Hreiðar var þvi kominn af traust- um ættum úr Rangárþingi. Hjónin I Vatnshól eignuðust 4 börn Sigurður var elztur, var lengi bóndi á Kirkjubæ i Ve., hann dó 1955, Ragn- hildur dó ung, Hreiðar sem hér er minnzt og Sigurjón , sem búið hefur 2 einhleypur I Vestmannaeyjum. Þá ólu þau upp sem sitt barn frá fæðingu, Guðjón systurson Gottskálks og stúlku Guðbjörgu Guöjónsd., hún dó 1973. Fermingarárið 1910 missti Hreiðar móður sína. Sigurjón var þá fárra vikna gamall. Var það mikið áfall fyrir heimilið sérstaklega bömin. En á heimilinu voru tvær systur Gottskálks, sem tóku að sér húsmóðurstörfin og voru drengjunum sem beztu mæður. 1912 bregður Gottskálk búi og flytur til Vestmannaeyja og giftist þá Ingi- björgu Jónsdóttur Atlasonar frá Ey. og annaðist hún drenginn eins og bezta móðir. 1 Eyjum stundaði Hreiðar ýmsa vinnu, sem til féll, sjómennsku á vetrum, en fór i kaupavinnu á sumr- in. 1919 réðist hann að Grafarholti og þar með voru örlög hans ráðin. Síðan hefur hann unnið sitt lifsstarf I Mos- fellssveit. 13. maí 1922 gekk hann að eiga unn- ustu slna Helgu Sigurdis, næst yngsta af 7 börnum hjónanna i Grafarholti, Bjöms hreppstj. Bjarnasonar bónda Vatnshorni, Eyvindssonar, Hjartar- sonar og Bóthildar Magnúsdóttur hjón I Syðri-Brú Grimsnesi. Móðir Björns i Grafarholti var Sólveig Björnsdóttir prests á Þingvöllum, Pálssonar prests sama staðar, Þorlákssonar, en kona Björns móðir Helgu var Kristrún Ey jólfsdóttir bónda á Stuðlum. Reyðarfiröi, Þorsteinssonar. Foreldr- ar Helgu voru gagnmerk hjón og heimilisbragur allur til fyrirmyndar. Vorið 1922 byrja þau búskap af Reynisvatni og búa þar I þrjú ár. Siðan fara þau að Þormóðsdal, en 1926 reisa islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.