Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Page 4
Halldór Ólafsson frá Búlandi Um það leyti er fyrstu vorboðar gerðu sín vart á norðlægum slóðum, lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri föðurbróðir minn Halldór ólafs- son fyrrum bóndi að Búlandi i Arnar- neshreppi við Eyjafjörð, og vantaði þá nokkra mánuði i hálfnirætt. Hann var af þeirri kynslóð Islendinga, sem oft- ast hefur verið eignuð vorinu og kölluð var vormenn tslands. Þetta fólk hafði ungmennafélögin fyrir háskóla og bar samvinnuhreyfinguna fram til sigurs i sveitum landsins, en verkalyðshreyf- inguna i kaupstöðum. Halldór frændi minn tók rikan þátt i félagsstarfi sinnar sveitar, gerðist snemma ungmennafélagi og valdist þar til forystu. Var hann um árabil formaður Ungmennafélags Möðru- vallasóknar og i áratugi heiðursfélagi þess. Hann var mikill kaupfélagsmað- ur og langa hrið góður liðsmaður Framsóknarflokksins og sat i ýmsum nefndum heimamanna, bæði á vegum flokksins og annarra félagssamtaka. Hreppsnefndarmaður var hann i fjölda ára og þar af oddviti hrepps- nefndar i tvo áratugi. Má segja, að á sinni búskapartið hafi Halldór i Bú- landi tekið virkan þátt i mótun flestra mála, er þýðingu höfðu fyrir sveitar menn. Ekki var Halidór skólagenginn maður og starfaði ekki utan sinnar heimasveitar nemaeinn eða tvo vétur, er hann vann við smiðar á Akureyri. Á þeim tima tók hann þátt i starfsemi Leikfélags Akureyrar og lék þar m ,a. i ein af styrkustu stoðum hans lengi, og i safnaðarnefnd sat hann. Málefni Bún- aðarfélags svæðisins voru honum hug- fólgin sem og málefni annarra þeirra félaga, sem vörðuðu hag og heill bænda, og þótt hann berði ekki trumb- ur né bæri skoðanir sinar eða tilfinn- ingar á torg alla jafna bjó staðfastur vilji og ákveðnar skoðanir að baki hæglátu fasi prúðmennisins. Þannig mætti lengi telja, þótt staðar verði numið hér, en að leiðarlokum flyt ég Hreiðari þakkir fyrir óhvikula tryggð og vináttu viö mig og mina um leið og við Jóhanna sendum hans nán- ustu samúðarkveðju. E. Birnir. 4 Skugga Sveini. Fram um miðjan aldur tók hann þátt i sliku starfi heima i sveitinni og lék þar i leikuppfærslum. Hagyrðingur var Halldór i betra lagi og hafði gaman af að setja saman vis- ur. Heil kvæði bjó hann til við þekkt sönglög og voru sum þeirra meðal þess fyrsta sem undirritaður lærði af bundnu máli og reyndi að syngja. Halldór i Búlandi, var hvarvetna mik- ill hrókur fagnaðar, þóttí gott vTn og hafði gaman að söng og skemmtileg- um lögum. Þekkti hann þó vel aðrar stundir en gleðistundirnar. Tvö fyrstu börn sin missti hann i sömu vikunni fárra ára gömul. Það sagði hann mér, að verið hefðu.erfiðustu stundir lifs sins. Berklaveiki kom upp á heimilinu og missti Halldór fyrri konu sina úr þeim sjúkdómi eftir langt og erfitt veikindastrið, frá tveim börnum á æskualdri. Ekki urðu þessar raunir né aðrar Halldóri að fótakefli, fremur en vin- drykkja og annar gleðskapur. Hann kunni meðhvort tveggja að fara, gleði og sorg, betur en flestir aðrir menn. Reisn sinni hélt hann á hverju sem gekk og heimaalningur var hann ekki, þótt hann dveldi mest af ævi sinni i heimahögum. Hann kunni vel að vera, þar sem fyrirmenn voru, og bar jafnan höfuðið hátt, hvar sem hann var og hló allra manna mest, hverjir sem með- hlæjendur voru. Halldór fæddist 7. júli 1890 að Syðri Bakka i Arnarneshreppi, en þar bjuggu þá foreldra hans, Agústa Jóns- dóttir og Ólafur Ólafsson. Var Ágústa dóttir Jóns bónda á Syðri Bakka og fyrri konu hans Margrétar Björnsdótt- ur frá Fornhaga i Hörgárdal Þorláks- sonar bónda i Skriðu Hallgrímssonar. Er það kunn ætt. Foreldrar Jóns á Syðri Bakka voru Jón Jónsson og Guð- rún Jónsdóttir.er einnig bjuggu á Syðri Bakka. Ólafur faðir Halldórs var sonur hjónanr.a Guðrúnar Halldórsdóttur og Olafs ólafssonar frá Baldursheimi. Fluttu þau til Ameriku árið 1876 og settust þar að. Olafur sonur þeirra neitaði að fylgja fjölskyldunni vestur og varð eftir hér. Ölafur og Guðrún stunduðu búskap vestra og bjuggu þar i nábýli við foreldra Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Stundaði Ólafur ritstörf þar vestra meðfram búskapnum. Kom út eftir hann safn smásagna handa börnum og ungling- um, er Ólafur sonur hans gaf út i tveim heftum nokkru fyrir aldamótin. Um aldamótin fluttu þau ólafur og Agústa frá Syðri Bakka i Pálmholt og bjuggu þar upp frá þvi. Þau eignuðust 5 syni og urðu fjórir þeirra bændur i sveitinni. Þeir voru: Jón i Bakkagerði, Halldór i Búlandi, Kjartan i Pálmholti og Ólafur á Ytri Bakka. Yngsti sonur- inn var Anders bókbindari á Akureyri. Ólafur i Pálmholti stundaði mikið smiðar og sjósókn og unnu synir hans með honum að hvoru tveggja. Lengi gerði hann út hákarlabát, er hann hafði sjálfur smiðað i framhúsloftinu i Pálmholti og látið hesta draga til sjávar, nær þrjá kilómetra. Var Ólafur afi minn sjálfur formaður á bátnum. Hann tók stundum nemendur i smiðar lengri eða skemmri tima. Meðal sið- ustu nemenda hans mun vera Guð- mundur L. Friðfinnsson nú rithöfund- ur og bóndi á Egilsá i Skagafirði. Þeir faðir minn og Halldór tóku við búi i Pálmholti eftir foreldra sina. Arið 1930 skiptu þeir jörðinni og reisti Hall- dór nýbýli á sinum hluta og kallaði Búland. Þar kom hann upp tvilyftu steinhúsi og var það ekki litið afrek á íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.