Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Side 7
Njáll Hermannsson
f. 30. sept. 1927.
d. 18. júnl 1975.
Nú leggja vil ég liljublað
á leiöiö þitt Njalli minn.
Hugurinn leitar liöinnar æsku
er léku þér rósir á kinn.
En snemma kom frostið
og fölvaði vanga.
Viö fáum ei skiliö þá raun,
að lifa lifinu llkt og þú gjöröir,
þér lét ekki aö blása I kaun.
Það er hugljúf minning
aö heimsóknum þinum
og hlusta á þitt létta tal.
Þú komst I Sæland og Hverageröi.
Það var kærkomiö gestaval.
Frændurnir voru svo fegnir aö hittast,
fátt var þó um þaö rætt,
sem báöir i æsku urðu aö þola,
en ekki varö framar bætt.
Nú ertu fluttur til fegri heima
þvi fær enginn dómur breytt.
Dæturnar ungu, sem dáöu hann pabba,
drottins hönd fái leitt.
Mamma og pabbi, sem muna þig ungan^
mega gleöjast af þvl.
Að vita þig lausan viö likamans trefjar
og ieika nú friskur á ný. Anna Jóns.
o Eysteinn
Fyrst sem verkstjóri við lögn hinnar
stórkostlegu varnargirðingar I Húna-
vatnssýslum á Kili og viöar, en siðar
gerðist hann varðmaður á Kili og
hefur nú verið starfsmaður varnanna i
yfir 20 ár, yfir sumartimann.
Forstöðumaður sauðfjárveikivarna
Sæmundur Friðriksson hefur sagt
mér að duglegri, útsjónarbetri og
samvizkusamari mann hafi hann
aldrei haft i þjónustu sinni og mun
engum koma það á óvart, sem þekkir
Eystein Björnsson.
Eftir að Eysteinn hætti algjörlega
búskap og fór að vinna að fullu hjá
vörnunum hefur hann að vetrinum
ýmist dvalið á Hrauni i ölfusi hjá
Bryndisi dóttur sinni og Karli manni
hennar, eða hjá Kára syni sinum og
Fjólu konu hans hér i Reykjavik, auk
þess allmikið hjá Elinborgu Jónsdótt-
islendingaþættir
ur og Trausta Kristjánssyni á Blöndu-
ósi, en þau hjón eru mikið vinafólk
hans.
Hér að framan hefur verið stiklað á
stóru varðandi æviferil hins áttræða
afmælisbarns, en i lokin vildi ég fyrir
mina hönd og hinna mörgu vina Ey-
steins Björnssonar lýsa að nokkru
manninum Eysteini Björnssyni. Þvi
miður þekki ég ekkert af móðurfólki
Eysteins, nema hvað staðreyndir sýna
hvað Helga móðir hans hefur verið
mikil hetjukona og manni sinum sterk
og trúföst I sviptingum lifsins, meö
þeim sérkennilega lifsförunaut Birni
Eysteinssyni. En allir þeir, er ég hef
átt tal við og þekkt hafa ætt hennar
telja hana mikilhæfa og i alla staði
hina merkustu.
Að minu mati og flestra vina þinna
hafa sameinazt i þér, Eysteinn, flestir
kostir foreldra þinna, þó einhverjir
gallar hafi vitanlega flotið með. Eng-
inn er alfullkominn. Dugnaður þinn er
alþekktur, orð þin standa ávallt sem
stafur á bók. Þú vilt hvers manns
vandræði leysa eftir þvi sem geta þin
leyfir. Verkhyggni þin og útsjónar-
semi er alþekkt svo og góðir vitsmun-
ir. ósérhlifni þin og harka við sjálfan
þig er alþekkt i þinum heimabyggðum
og mætti telja fram mörg dæmi þvi til
sönnunar. Glaðlyndi þitt og hlý fram-
koma i garð allra, sem þú umgengst
hefur skapað þér fjölda vina og engan
veitég óvin þinn. Alla þina tið hefur þú
verið frjálshyggjumaður og ávallt
fylgt Framsóknarflokknum að mál-
um, þó þú sem sterkur persónuleiki
hafir ekki alltaf verið samþykkur öll-
um hans gerðum. Það eiga margir þér
gott upp að unna og ekki sizt Fram-
sóknarflokkurinn, þvi þó þú hafir
aldrei sótzt eftir neinum mannafor-
ráðum, þá veit ég að hlýlegt viðmót
þitt og skilningur á þjóðmálum hefur
oft styrkt okkar góða flokk i Húna-
þingi.
Ég óska þér svo allra heilla þau ár,
sem þú kannt að eiga eftir á þessu til-
verustigi, og vonandi hittumst við
handan móðunnar miklu.
Hannes Pálsson
frá' Undirfelli
— 80 ára —
Eysteinn Björnsson frá
Guðrúnarstöðum
nú bóndi aö Yztu-Nöf, Hveravöllum
A-Hún.
Elsku Eysteinn, þegar þú varðst átt-
ræður, þann 17. júli s.l. þá hugsuðum
við mikið til þin. Við óskum þér
hjartanlega til hamingju meö afmælið.
Þinn draumur rættist, að halda upp á
afmælið þitt á fjöllunum enda fór vel á
þvi.
Engin orð fá lýst þvi þakklæti, sem
við hjónin og börnin okkar færum þér á
heiðursdegi þinum, og alla daga.
A afmælisdaginn þinn vorum viö hjá
þér og litla stráknum okkar, sem nú er
hjá þér i sumar eins og I fyrrasumar,
þvi að hann þráöi fjöllin eins og þú.
Hjartans þakkir fyrir allt, sem þú
ert okkur og okkar heimili.
L i f ð u h e i 1 1 .
Stella, Trausti og börnin.
7