Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1975, Síða 8
Attræður
Eysteinn Björnsson
frá Guðrúnarstöðum
Þann 17. júli s.l. varö Eysteinn
Björnsson frá Grimstungu — i seinni
tið ávallt kenndur við Guðrúnarstaði i
Vatnsdal — 80 ára. Þessa afmælis
minntist hann með veglegu höfi á
Hveravöllum, sóttu hófið nær 100
manns. Þvi miður gat ég ekki sótt hóf
þetta, en þar sem Eysteinn er bæði
frændi minn og náinn vinur til margra
ára, þá vil ég leyfa mér að biðja
Timann fyrir smáafmælisgrein þó
siðbúin sé.
Eysteinn er fæddur að Skárastöðum
i Miðfjarðardölum, sonur þeirra sér-
stöku merkishjóna Helgu Sigurgeirs-
dóttur og Björns Eysteinssonar, sem
alkunnur var fyrir áræði sitt, ósér-
hlffni og dugnað, og kannski ekki sizt
fyrir trúna á Guð og handleiðslu hans.
Ættartölu Eysteins ætla ég ekki að
rekja hér. Hún er að nokkru rakin i
hinni sérstöku ævisögu Björns
Eysteinssonar.
Eysteinn var yngstur af sonum
Björns og Helgu. Hann fluttist
kornungur með forcldrum sinum
að Grimstungu i Vatnsdal og eyddi
þar sinum bernskuárum.Þegar Björn
eftirlét 2 næstelztu sonum
sinum Þorsteini og Lárusi, jörð-
ina Grimstungu og fluttist á
eignarjörð sina Orrastaði i Torfa-
lækjarhreppi, þá fluttist elzti sonurinn
Sigurgeir og Eysteinn sá yngsti með
honum þangað. Eysteinn var þó ekki
lengi á Orrastöðum, þvi 19 ára fór
hann að búa i Hamrakoti, sem var
nokkurs konar hjáleiga frá Orrastöð-
um. t Hamrakoti bjó hann ekki nema 1
ár, en flytur vorið 1915, að jöröinni
Meðalheimi i sömu sveit. Arið, sem
hann fluttist að Meðalheimi kvæntist
hann Guðrúnu Gestsdóttur frá Björn-
ólfsstöðum i Langadal, mikilli
dugnaðarkonu. 1 Meðalheimi bjuggu
þau hjón til ársins 1928. A þeim árum
var Meðalheimur rýrðarkot, en þó gat
Eysteinn ekki fengiö hann keyptan, en
bjó þar sem leiguliði. Börnunum fjölg-
aði ört, en þrátt fyrir þetta hvort
tveggja komust þau hjón vel af, enda
bæði harðdugleg og fylgin sér. Auður
var þó ekki i búi, enda munu fáir
bændur hafa grætt á þeim árum.
Eysteinn fór bv' að svipast eftir betra
jarðnæði. Vorið 1928 fékk hann til
ábúðar jörðina Hafursstaði á Skaga-
strönd, sem mun vera fremur góð jörð,
enda gekk búskapur þeirra hjóna þar
vel fram þrátt fyrir kreppuna.
Þau hjón eignuðust 8 börn, 5 stúlkur
og 3 drengi, sern öll eru á lifi og öll hið
mesta dugnaðarfólk. Börnin eru Helga
og Bryndis giftar þeim Hraunsbænd-
um i ölfushreppi, Svanhildur gift kona
i Þorlákshöfn, Hólmfriður bjó allmörg
ár i Reykholtsdal, Ásdis kennari gift
Asmundi kennara frá Holti i Þistil-
firði, Björn verzlunarmaður á
Reyðarfirði, útskrifaður úr Samvinnu-
skólanum, Gestur lögfræðingur og
Kári er las stærðfræði við Hafnar-
háskóla, en varð að hætta námi og
vinnur nú hjá Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins.
Ég held að þjóð vor verði að telja
það allgott dagsverk að ala upp 8 börn
og koma þeim vel til manns, en það
skal tekið fram að börnin munu fljótt
hafa farið að bjarga sér eftir föngum,
bæði hvað vinnu og menntun snerti.
Ætt Björns Eysteinssonar er þekkt að
þvi, að hlifa hvorki sjálfum sér né
börnum sinum. Þó allt gengi vel með
búið og börnin á Hafursstöðum dró þtí
þar ský fyrir sólu.
Vorið 1936 slitu þau hjón samvistum
og skiptu með sér búi og börnum. Slikt
er alltaf erfitt ekki sizt þegar um mörg
börn er að ræða. Sjálfsagt fara slikir
hlutir verst með börnin og munu þau
oftast bera ör eftir. Þegar svona var
komið hugðist Eysteinn hætta búskap
og réðist hann sem ráðsmaður tii
Lárusar bróður sins, sem átti þá 1/5
Hnausa i þingi og rak þar allstórt bú
með stórbúinu i Grimstungu.
Eysteinn er ráðsmaður hjá Lárusi i
Hnausum i 3 ár eða til ársins 1939 og
sumt af börnum hans hjá honum.
Vorið 1939 flytur Eysteinn að
Guðrúnarstöðum i Vatnsdal. Björn
bróðursonur hans hafði þá keypt
þá jörð og ætlaði að setjast þar að,
en við giftingu hans breyttist sú
ætlan og Björn flytur á 1/2 Auðunnar-
staði i Viðidal. Eftir að Eysteinn
fluttist að Guðrúnarstöðum mun
hann hafa verið talinn bóndi þar, en
Lárus i Grimstungu og Björn sonur
hans höfðu þó allmikil itök i jörðir.„,
fyrstu 2-3 árin. Arið 1945 kaupir
Eysleinn Guðrúnarstaði af þeim
frændum sinum, og hóf þá aftur
búskap af fullum krafti. Hann fékk sér
ágæta ráðskonu, Guðrúnu Jónsdóttur
frá öxl, en hún hafði áður búið á
Guðrúnarstöðum i mörg ár, með
manni sinum Guðmundi Magnússyni,
en hann andaðist úr lungnabólgu á
bezta aldri og varð öllum harmdauði,
sem hann þekktu.
Eysteinn bjó svo á Guðrúnarstöðum
til ársins 1964, en þá afhenti hann jörð
og bú Gesti syni sinum, en heimili
hafði hann ávallt á Guðrúnarstööum
og mun hafa það enn, þó Gestur sonur
hans hafi nú selt jörðina.
Nokkru áður en Eysteinn afhenti
syni sinum jörðina, hafði hann farið að
vinna hjá Sauðfjárveikivörnunum.
Framhald á bls. 7.
8
íslendingaþættir