Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Síða 9
Einar S. Bj örnsson Fáein minningarorð til mikils yndisauka, enda var Agúst mikill barnavinur og þvi öllum sinum barnabörnum mjög kær. Tvö siðustu árin dvaldist Agúst hjá Láru döttur sinni og tengdasyni, Haf- steini. Þarf ekki að efa, að þar hefir allt verið gert til þess að honum mætti liða sem bezt. En eins og fyrr segir, kvaddi hann þennan heim frá sinu k®ra heimili, Sólmundarhöfða, en þar ðafði hann þá verið um nokkurn tima. t’ó hér séu tilgreindir helztu dvalar- 5taðir hans siðustu árin, mun hann ®tið hafa haft náin og innileg tengsl ',>ð hin börnin sin öll og fjölskyldur þeirra. Nú, þegar frændi minn er allur, eru 'óér þakkir efst i huga og óskir um íóða heimkomu á landi lifenda. Minn- ngin um þennan góða og vammlausa ^nann mun lifa. Við hjónin sendum öllum aðstand- 2ndum Agústs Halldórssonar okkar nnilegustu samúðarkveðjur. Hallgrimur Th. Björnsson. f Brosir vor, brosir malrós, hleður fögnuði mannsbarnsins mál, enduð bið, aftur meira ljós, gróðrarilmurinn andar I sál. Langur var vetrarbylurinn, beim er beið þin, ó, blessaða vor, batnar allt, endurminningin skreytir ilmrósum þungstigin spor. Fagna ég meö, frændi og vinur minn, það er fegurð og ljós um þinn beö, broshýrt vor á við anda þinn þar sem aðeins hið góða varð séð. Lóa smá söng þér lofti i, það var lagið sem unnirðu bezt, þitt vögguljóð varð þaö dirrindi ijúfa draumsins sem heillaði mest. Kallið kom, höndin þreytt og þung hefir þegið þá hvild og þá ró er til hún vann, sál þin eiiif ung hvarf I ljósheim er við henni hló. Heilir brátt hittumst vinirnir þógar huldumál draumanna ræðst, ópnast vitt allir himnarnir svo að andi vor nái sem hæðst. Lofsyngjum sætt með serafim, Sóðum Guði sem anda vorn ól, vinir fá kætst meö kerubim UPP við kærleikans heilaga stól. Kristin M.J. Björnson. íslendingaþættir „Þaö er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum ...” (Einar Sæmundsen) Hinn þriðja mai siöastliöinn var til moldar borinn á Eskifirði Einar Sigur- jón Björnsson, en hann lézt i Reykja- vik aðfaranótt sunnudags hinn 25. april, eftir langvarandi sjúkleika. Ein- ar var fæddur hinn 1. júli 1929 á Stóra- Steinsvaði i Hjaltastaðaþinghá, Norð- ur-Múlasýslu, sonur hjónanna Mar- grétar Guðjónsdóttur og Björns Björnssonar, sem þar bjuggu, og var Einar einn af 15 börnum þeirra hjóna. Foreldrar hans voru bæöi komin af gömlum austfirzkum ættum, og margt langfeðga Einars höföu um aldir búið á Fljótsdalshéraði, einkum á Út- héraði. Einstök þrautseigja, geislandi glaðlyndi, ást á söng og ljóðum og hag- mælska einkenndi bæði föður- og móðurætt Einars Björnssonar, og fékk hann drjúgt af þessum skapgerðarein- kennum i vöggugjöf. Strax á unga aldri fluttist Einar með foreldrum sin- um til Seyðisfjarðar, en þar settist fjölskyldan að á Eyrum, litlu þorpi sunnanvert við fjörðinn, fyrir utan kaupstaðinn. Þar var þá stunduð mikil útgerð og fiskverkun, og þótti staður- inn mjög lifvænlegur til búsetu. Nú er þessi athafnastaður löngu kominn i eyöi, og flest spor og ummerki burtu máö, sem minnt gætu á lif fólks þar fyrr á árum og athafnasemi þeirra iðjusömu handa, sem þar unnu langan vinnudag til lands og til sjávar. Nú er allt hljótt oröið. A æskuheimili Einars Björnssonar á Seyðisfirði rikti glaðværö og vinnu- semi, en börnin nutu bæði góös aga og mikillar ástúðar sinna elskulegu for- eldra. Heimiliö var stórt, þegar syst- kinahópurinn var nær allur heima, en þar var ekki ósamlyndið eða þung- lyndið og aldrei böguðu þrengsli, þótt marga gesti bæri að garöi dags dag- lega. Þegar Einar óx úr grasi varö hann maður hár vexti og grannur, vel limaður og óvenju friður sýnum, hlýr I viðmóti enda hvers manns hugljúfi. Um tvitugs aldur hlaut hann aö teljast með glæsilegri mönnum i útliti, og honum var svo einkar létt um að brosa og segja græskulaus spaugsyröi, að fólk laðaðist ósjálfrátt að þessum föngulega unga manni enda eignaðist hann marga vini, hvar sem hann fór um ævina. Mjög snemma tók hann að stunda sjómennsku, fyrst á minni bát- um frá verstöðvum á Suö-Austurlandi og viða við Faxaflóa, en siðar og lengst af á togurum, þar sem hann vann sleitulaust i hartnær 16 ár. Þegar hann hætti sjómennsku, var hann þrotinn að kröftum og heilsan á förum. Samt langaði hann alltaf aftur á sjóinn og festi aldrei fullkomlega rætur i landi eftir að hann hætti á sjónum. Hann giftist aldrei og stofnaði aldrei heimili til langframa, en hann hélt ætið nánu sambandi við systkini sin og lét sér umhugaö um liðan móður sinn- ar og föður sins, á meðan hann var á, 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.