Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Síða 2
heimiliö og gerði það öðrum eftir- minnilegra. En að sjálfsögöu voru það hjónin sjálf, sem þar áttu mestan hlut að máli. Þau Hallfriður og Elias eignuðust 4 börn en aðeins eitt þeirra er nú á lifi, Petrina húsfreyja i Kópavogi gift Indriða Jónssyni Indriðasonar frá Patreksfirði. Tvo syni sina misstu þau unga og einn Haraldur bankamaður dó uppkominn. Mikill efnismaður. Einnig ólu þau upp mörg fósturbörn, a.m.k. 3 að öllu leyti og önnur 3 að miklum hluta uppeldisins. Þessum fósturbörnum slnum reynd- ust Skógahjónin fyrr og siöar sem beztu foreldrar og gagnkvæmur trúnaöur tókst þar á milli sem enzt hefur æ siðan. Auk þessa voru alltaf einhver börn til sumardvalar I Skógum sum ár eftir ár og bundust traustum böndum við heimili . 1 tið Eh'asar tóku Skógar miklum umskiptum sem bújörö, bæði um húsakost og jarðarbætur enda var Elias mikill eljumaður, lagvirkur og útsjónarsamur. En nokkuö dró það úr starfsþreki hans, að um 10 ára skeið átti hann við mikla vanliðan að búa, sem hann fékk þó ráðna bót á. Elias var greindur maður og svo grandvar I orðum og gerðum að hann mátti i engu vamm sitt vita. Jafnaöargeð og prúðmennska settu svip sinn á alla framkomu hans, en góögirni og greiðasemi voru áberandi eigindir i fari hans. Vildi hann helzt allt fyrir alla gera, án þess að endurgjald kæmi þar á móti og naut þar margur góðs af. Þetta er nefnt hefur veriö er engin tæmandi lýsing á Eliasi frá Skógum. Hér hefur aðeins verið vikiö að helztu eigindum i fari hans svo nokkurt svipmót fengist af manninum eins og hann var i raun og veru. Þaö væri fjarri vilja Eh'asar aö lofa hann látinn meira en vert væri þvi maðurinn var hlédrægur að eðlisfari og fáskiptinn um annarra hagi. Vegna eiginleika sinna komst hann þó ekki h já að gegna ýmsum trúnaðarstörfum i sveit sinni, t.d. setu i hreppsnefnd og i skólanefnd var hann um langt árabil. Sambúð þeirra hjóna var með ágætum og sú eining í athöfnum að um sumt var erfitt að vita hvors hlutur var meiri. Sveitungar Eliasar og aðrir samferða- menn þakka honum nú að leiðarlokum langa og trausta samfylgd og marga liðveizlu og góða fyrirgreiðslu. En öðr- um fremur þakka eiginkonan og börn- in umönnun hans og óeigingirni um langa ævi. Framsóknarflokkurinn þakkar hon- um langa og trúa hollustu og allir sem þekktu hann þakka honum nú að leiðarlokum fyrir eitt og allt. — Með Eliasi er góður drengur genginn. G.Þ. f Þann 29. júni var jarðsett frá Foss- vogskirkju Hallfriður Steinunn Jóns- dóttur, fyrrum húsfreyja að Skógum i Arnarfirði. Þar er lokið langri ævi merkrar konu, sem ávallt mun lifa I ljúfri minningu þeirra, er hana þekktu. Friöa eins og hún var oftast kölluð, hefði orðið 93 ára 25. ágúst. Hún var fædd að Skógum i Mosdal vuð Arnarfjörð, dóttir hjónanna Hall- beru Jónsdóttur og Jóns Þórðarsonar er þar bjuggu. Þar hóf hún búskap með manni sinum , Eliasi J. Eleseus- syni , sem ættaður var úr sömu sveit ogátti reyndar heima i Skógum er þau foreldrar þeirra bjuggu þar I tvibýli. Þegar manni verður hugsað til baka allt til ársins 1904 er þau hófu búskap á hálfri jöröinni I Skógum, meö þeim bú- skaparháttum er tiðkazt höfðu um ald- ir I landinu, og þann tima er siðan er liðinn með öllum þeim umbreytingum sem átt hafa sér stað i landbúnaöi og þjóölifi öllu, þá er vist aö þessum hjón- um hefur auðnazt að lifa eitt mesta umbreytinga timabil I sögu þjóðar sinnar. Arið 1947 brugðu þau búi og fluttust til Patreksfjarðar ásamt Guörúnu Guðmundsdóttur, er unnið hafði Skógarheimilinu alla tiö og fylgdi þeim hjónúnum unz hún kvaddi þennan heim I hárri elli. A Patreks- firði eignuðust þau nýtt heimili i húsi dóttur þeirra Petrinu og tengdasonar Iníriða Jónssonar frá Patreksfirði.Svo er það árið 1955 að Petrina og Indriði flytja til Kópavogs ásamt foreldrum hennar og Guörúnu að sá sem þetta ritar fékk augum litið þetta fólk. Ég haföi reyndar fengið góöar upplýsing- ar frá konu minni er dvalizt hafði á sumrum um árabil sem barn á Skógarheimilinu, og ekki duldist mér hve vænt henni þótti um Friöu og Eli- as. Mér verður það ávallt minnisstætt er viö hjónin komum I okkar fyrstu heimsókn á heimili þeirra I Kópavogi. Lýsir það vel eigindum þessara hjóna að tekiö var á móti okkur meö fögnuöi og innileik sem við værum þeirra eigin börn. Þannig hefir það veriö ætið sið- an. Minningin um slikt samferðafólk hlýtur aö vera manni kær. Skógar- heimilið var alltaf mannmargt, þar var snyrtimennskan rikjandi utanhúss sem innan, og myndarbragur á öllu. Skóli var þar um árabil svo eitthvað sé nefnt. — Bókakostur var þar góöur enda hjónin vel greind og vandlát á bækur. Elias og Hallfriður eignuðust fjögur börn, þrjá syni eina dóttur. Tveir synir þeirra dóu ungir, 2ja og 5 ára. Harald- ur yngsti sonurinn, dó 34 ára eftir löng og erfið veikindi, var það mikið áfall fyrir þau, svo efnilegur sem hann var. Skógarhjónin ólu upp mörg börn, a.m.k. 3 að öllu leyti og önnur 3 að mestu. Þakka þau nú samveruna og alla umhyggjuna sem aldrei dvinaði og hélt áfram til barna þeirra og barnabarna. Eftir að Friða og Elías hættu búskaþ og hún fór að eignast sin- ar tómstundir kom bezt I ljós fróð- leiksfýsn hennar og listfengi. Varði hún öllum stundum við lestur og hann- yrðir enda var það með ólikindum hvað hún gat unnið af finni handavinnu fram á siðsta ár þótt sjónin væri farin að bila, og hefði mörg ung konan mátt vera hreykin af að eiga slikt hand- bragð. Eitt var það er hún hafði ein- staka ánægju af, en það var að taka i spil ef færi gafst, og þá sá maður bezt hve skörp hún var og gaman að hafa hana sem mótspilara, þá var oft glatt á hjalla enda timinn alltof stuttur er upp var staðið. Ekki get ég lokið svo þessum hug- leiðingum, að ekki sé minnst allrar þeirrar umhyggju sem dóttir þeirra og tengdasonur létu þeim hjónum i té og siðast henni, og það veit ég fyrir vist að henni fannst að aldrei yrði það full- þakkað. Siöustu mánuðina var hún að mestu við rúmið og fyrir nokkrum dögum var hún flutt á sjúkrahús og þar lézt hún 22. júni eftir að hafa kvatt alla er til hennar komu og beðiö þeim guðsbless- unar. Það gerum viö lika öll sem þekktum hana og munum, um leið og við biðjum henni alls velfarnaðar á óförnum framlifsbrautum. Ingvar Axelsson. 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.