Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Qupperneq 5
Soffía Kristjánsdóttir
F- 3. marz 1907
D- 15. júni 1976
Aðfararnótt 15. júni sl. lézt i Borgar-
sPítalanum móðursystir mln, Soffia
Kristjánsdóttir, eftir rúmlega
mánaðar legu.
Ekki kom mér I hug, þegar Soffla
'agðist i sjúkrahús til uppskurðar, að
ekki ætti hún þaðan afturkvæmt. HÚn
hafði ætið verið svo hraust og dugleg,
eins og gjarnt er um fólk af hennar
kynslóð. Hin sorglega staðreynd var
s>i. að of seint var leitað læknis.
Soffia var mjög tengd lifi minu, þar
sem náin vinátta var ætið milli
Peimilis mins og hennar. Það verður
þvi erfitt að sætta sig við, að hún er
ekki meðal okkar lengur. Þetta er þó
'eiðin okkar allra og Soffia var auð-
vitað orðin fullorðin og hafði aldrei
hlift sér. Það er undarlegt, hve miklu
svo lágvaxin og grönn kona gat af-
tastað. Sést á þvi, hvernig allt hefst
með seiglunni, og seig var Soffia.
A fjölskyldumótum var Soffia ætiö
Slöð og kát. Oft glumdi hláturinn við
a"t I kringum hana og margar fleygar
setningar hennar eru okkur öllum i
jersku minni. — Soffia var hrein og
°ein i allri framkomu. Kom hún sinni
skoðun á framfæri á eigin máta og fór
sjaldan i felur með afstöðu sina. —
Hún var tryggur vinur. Það sýndi hún
margsinnis um ævina. Gerði allt, sem i
jjannar valdi var, þegar hún vissi, að
ajálpar var þörf.
Soffia var fædd 3. marz 1907 á tsa-
‘>röi. Foreldrar hennar voru Guðbjörg
“jarnadóttir, sem bjó lengst af á
Akureyri, og Kristján Hans Jónsson,
Otstjóri á ísafirði. Kristján faðir
nennar lézt þegar Soffia var aöeins 6
ára að aldri. Neyddist Guðbjörg þá til
að 'eysa upp heimilið.Soffia var sett i
óstur til Lilju Jónsdóttur, föðursystur
sinnar, að Kambi i Reykhólasveit.
Hilja var ljósmóðir og bjó að Kambi i
sambýli við stjúpdóttur sina Sesselju
efánsdóttur, og mann hennar, Jón
randsson. Þegar Lilja dó, varð Soffia
ram hjá Sesselju fram til ársins
24. Næstu árin vann Soffia við ýmis
a Seng störf.
Til Reykjavikur kom Soffia 1930. Þá
yrst kynnast þær systur, móðir min
°8 Soffia. Tókst með þeim hin mesta
■slendingaþættir
vinátta, ekki minni en hefðu þær alizt
upp saman.
Árið 1942 giftist Siffia miklum sóma-
manni, Sverri Ólafssyni, sem lézt fyrir
tveimur árum. Tvö börn eignuðust þau
hjón. Björgu Lilju, sem gift er Guð-
mundi Hervinssyni, og Björn, kvæntan
Solveigu Indriðadóttur.
Þótt Soffia hverfi nú snögglega
héðan, þá má segja, að hún hafi lokið
meira af ævistarfi sinu en mörgum
auðnast. Hún hefur séð börn sin bæði
vel gift og fylgzt með fimm barna-
börnum fyrstu æviár þeirra.
Að lokum vil ég þakka Sofflu frænku
vináttu hennar og tryggð við foreldra
mina og okkur systkinin. Kveð ég hana
með eftirfarandi erindi:
Ei mundi henta öllum
ævistig þinn að feta.
Þröng og kröpp voru
oft kjörin
kaupgeta nánast engin.
En þér lét ekki að vila
eða renna af hólmi.
Með dugnaði þinum og þreki
þrautir ailar vannstu.
Dlsanna.
f
Aðfararnótt þriðjudagsins 15. júni
léztSoffia Kristjánsdóttir, Hæðargarði
22,1 Borgarspitalanum, eftir nokkurra
vikna legu þar.
Soffia var fædd 3. marz 1907 á Isa-
firði, dóttir hjónanna Guðbjargar
Bjarnadóttur og Kristjáns H. Jóns-
sonar ritstjóra. Guðbjörg, fædd 21.
janúar, 1877, d. 6. júni, 1967, var dóttir
Bjarna bónda á Vöglum i Fnjóskadal,
Jónssonar (Reykjahlíðarætt). Móðir
Guðbjargar var Jóna Jónsdóttir bónda
á Vatnsleysu Kristjánssonar. Kristján
faðir Soffiu var fæddur 21. mai, 1875, d.
27. september 1913, sonur Jóns
Jáhannssonar bónda á Hörðubóli i
Dalasýslu og konu hans Soffiu ólafs
dóttur. Kristján lézt frá fimm börnum
ungum, var Soffia þá sex ára.
Soffia fluttist til Reykjavikur 1934.
Hún giftist Sverri Ölafssyni 1942, en
hann lézt fyrir rúmum tveimur árum.
Sverrir var fæddur 30. ágúst 1898,
dáinn 16. marz 1974. Foreldrar hans
voru Ólafur Nikulásson, ættaður af
Suðurnesjum og Ingibjörg Benónýs-
dóttir frá Ormskoti undir Eyjafjöllum
' Hinrikssonar (sjá tslendingaþætti
Timasns 14. tbl. 1974). Sverrir og
Soffia áttu tvö börn: Björgu, gifta
Guðmundi Hervinssyni húsasmiða-
meistara, eiga þau tvö börn, Sverri og
önnu, og Björn vélstjóri, kvæntur
Sólveigu Indriðadóttur, eiga þrjú börn,
Indriöa, Erlu Soffiu og Kolbrúnu.
Kynni min af Soffiu frænku minni,
en ættir okkar koma saman i þriðja og
fjórða lið, byrjuðu ekki eiginlega fyrr
en fyrir tæpum áratug, er dóttir min
giftist Birni syni hennar. Vissum við
þó hver af annarri og Guðbjörgu
móður hennar þekkti ég, þvi hún kom
stundum til móður minnar.
Soffia vann mikið utan heimilis. Hun
var dugleg og afkastamikil, létt i skapi
og glaðsinna, sivinnandi og vakandi
yfir velferð heimilisins og barna sinna
og barnabarnp.
Sist grunaði mig það er hún lagðist
inn á sjúkrahús, að hún ætti ekki þaðan
afturkvæmt. En hún vissi að hverju
dró, og að stundir hennar væru taldar
hér á jörðu. Hún virtist ekki kviða um-
skiptunum og gat talað um það og gert
sinar ráðstafanir.
Nú þegar leiðir skilja, fylgja hennir
þakkir vina og vandamanna fyrir
fórnfúst og óeigingjarnt ævi-
starf. Solvéig Jónsdóttir.
5