Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Síða 6
Jóhannes Hallgrímsson frá Þverárdal Hinn 16. desember 1975 andaöist Jó- hannes Hallgrimsson fyrrverandi verzlunarmaður og bóndi. Hann hafði þá um mörg ár dvalizt hjá tengdasyni sinum og dóttur i Þverárdal i Austur- Húnavatnssýslu. Útför hans fór fram frá Bólstaðarhliðarkirkju þ. 27. sama mánaðar. Jóhannes var fæddur i Hofstaöaseli Viðvikursveit i Skagafirði 17. septem- ber 1886. Foreldrar hans voru Hall- grimur Sigurðsson, f. 20. sept. 1844, d. 31. okt. 1907, og Hólmfriður Eldjár.ns- dóttir, f. 26. okt. 1865, d. 19. des. 1911. — Hálfbróður sammæðra átti Jóhannes, Guðmund Einarsson, sem lengi bjó i Blöndudalshólum. — Hallgrimur var ættaður úr Skagafirði en Hólmfriöur úr Kolbeinsdal. Hallgrimur bjó lengst i Siaðarhreppi, a Sólheimum og viðar i sæmundarhlið. Johannes ólst upp hjá foreldrum sinum fram yfir fermingu, er hann fór að sjá fyrir sér sjálfur. Fór hann þá aö Brimnesi i Viðvikursveit, til Margrétar Simonardóttur og Ein- ars Jónssonar hreppstjóra er þar bjuggu. Hann stundaöi nám i Hóla- skóla veturna 1905-’06 og 1906-’07. Eftir dvölina á Hólum fluttist Jó- hannes til Sauðárkróks og stundaði verzlunar- og skrifstofustörf hjá Kristjáni Gislasyni i niu ár. Þá fór hann til Höepfnersverzlunar, þar sem liann slarfaði i fimm ár. Félagslif á Sauðárkróki stóð með miklum blóma á þeim árum og tók Jó- hannes mikinn þátt i þvi. Var þar með- al annars starfandi leikfélag og mun Jóhannes hafa tekið mikinn þátt i starfsemi þess, svo sem sjá má af Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason. Jóhannes kvæntist 22. mai 1914 Ingi- björgu Hallgrimsdóttur frá Tungu- nesi, dótturdóttur Erlends Pálmason- ar dannebrogsmanns. Varð þeim tveggja barna auðið. Þau voru Hall- grimur, er lézt 17 ára gamall 1934, og Margrél husfreyja i Þverárdal, gift Arna bónda Gunnarssyni. Ingibjörg er nú komin á niræðisaldur. Krá Sauðarkróki flutlust þau hjón að Brimnesi, og voru þar i þrjú ár. Þaðan fóru þau að Tungunesi, þar sem þau bjuggu á árunum 1924-’33. Tungunes var eins og kunnugt er, stórbýli um langt skeiö. Sá, sem þar 6 gerði garðinn frægastan, var Erlendur Pálmason, afi Ingibjargar. Fara margar sögur af rausn hans, enda nauthann i rikum mæli hylli sveitunga sinna, sem fólu honum flest þau trún- aðarstörf sem til eru i sveit. — Tungu- nes þótti með beztu jörðum, en nú er hún i eyði og hefur verið i mörg ár. Frá Tungunesi fluttust þau Jó- hannes og Ingibjörg aö Botnastöðum, þar sem þau bjuggu i ellefu ár. Þegar Jóhannes hætti búskap flutt- ust þau hjón aö Þverárdal til dóttur sinnar og tengdasonar, og þar átti Jó- hannes heima til æviloka. Þótt hann væri tekinn að reskjast þegar hann kom aö Þverárdal, var langt frá þvi að hann hefði lagt árar i bát. Hanu tók þátt i bústörfunum af kappi, auk þess sem hann stundaði önnur störf. Hann var bókavörður i Lestrarfélagi Ból- staðarhliðarhrepps um langt skeið. Bókasafnið var geymt i samkomuiijs- inu og var opið þá daga sem samkom- ur voru haldnar þar. Jóhannesi var mjög annt um safnið en eins og kunn- ugt er, var oft sparað fé til slikra safna áður fyrr, meðan efnahagur manna var þrengri en nú. Fé til kaupa á bók- um og til bókbands var jafnan af skornum skammti, en þvi meiri á- byrgð hvildi á bókaverðinum. Svo hef- ur mér verið tjáö að Jóhannes hafi verið m jög vinsæll i þessu starfi, enda þótt hann gengi rikt eftir þvi að bókum safnsins væri skilað á réttum tima og þoldi engan trassaskap eða kæruleysi i meðferð bókanna. Jóhannes gerði ekki viðförult um dagana. Störf hans voru öll bundin viö heimahagana. Hann var snyrtimenni i búskap sinum og þau hjón voru mjög samhent. Hann hafði hlotið góða menntun eftir þvi sem þá gerðist um aöra en þá sem gengu langskólaveg- inn. Hólaskóli var viða rómaður, og á Sauðárkróki var mikill áhugi á menn- ingarmálum og félagslif fjörugt, eins og áður hefur verið drepið á. Hann fylgdist vel með i þvi sem var að ger- ast i landsmálum og öðrum opinberum málum og las aþt það, sem hann gat komizt yl'ir, og var fróður um menn og málefni fyrri tima. Hann var einn af aldamótakynslóðinni, sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu, og mótaður af þeirri bjartsýni sem einkenndi þann tima. i g kynntist ekk i Johannesi fyrr en á siðustu æviárum hans, en þá kom ég að Þverárdal með Birni syni minum og Elsu konu hans, dótturdóttur Jó- hannesar og Ingibjargar. Mér virtist Jóhannes vera fremur seintekinn i fyrstu, en þegar maður fór að kynnast honum nánar, var skemmtilegt og gagnlegt að eiga viðradSur við hann. Síö ast hitti ég hann i hitteðfyrra sumar og fræddist þá um margt frá fyrri árum. Var einkum fróðlegt fyrir mig, sem er Sunnlendingur, að fræðast um menn og háttu norðanlands, en þar er margt ólikt þvi sem ég átti að venjast i ung- dæmi minu. Þrátt fyrir þessa stuttu viökynningu verður mér oft hugsað til samfunda okkar i Þverárdal, þar sem Ingibjörg ekkja hans nýtur ellinnar i skjóli dóttur sinnar og tengdasonar eltir langu og starlsama ævi. 13.7.’76. Jón Björnsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.