Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Qupperneq 7

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Qupperneq 7
Magnús Stephensen læilnr i. nóvcmber 1891 Daiiui (i. júli 1976. Magnús fæddist aft Mosfelli i Mos- lellssvoit. sonur ulals Stephensen sið- ast prests að Bjárnanesi i Hornalirði. Magnussonar Stephensen bónda i \iðey. iilalssonar Sfephensen sekretara ug justizráðs, og Steinunnar Kiriksd. bonda á Karlsskála viö Reyðarfjörð, Björnss. Magnús gekk i Menntaskolann i Reykjavik á árunum 1906-'08, en hvarf frá námi að loknu 2. bekkjar prófi og gerðist kennari i Eyr- arsveit á Snælellsnesi árin 1909-’l3, en siðar i Helgustaðahreppi i Suð- ur-Múlasýsiu árin 1913-’ 14. Næstu árin slundaði Magnús aðallega sjó- mennsku. ymist á togurum eða far- skipum, var m.a. um tima á gamla Kullíossi i fyrri heimsstyrjoldinni. Arið 1919 gerðist Magnús bóndi og býr nieð föður sinum að Bjarna- nesi i Hornafirði, sem laðir hans hafði fengið veitingu fyrir. Magnús býr i Rjarnanesi til 1930, að hann ílyzt að Auðnum á Vatnsleysuströnd. Þaðan flvtur hann 1937 aö Jorvik i Sandvikur hreppi i Arnessýslu og býr þar unz hann hættir búskap og ler til REykja- vikur 1943. Þar raður hann sig til verzlunarstaría hjá Sænsk-ísl. verzlunarfélaginu að Rauðará. En f953 er Magnus ráöinn lil skrifstolu- M.irfa hjá Timburverzluninni Völundi bf. og starlar þar til ársloka 1974, að hann lét af störlum, þá nýlega orðinn 93 ára. Magnús var maður vel i meðallagi hár. grannholda, einbéittur á svip og bar meö sér festu. Samt var hann gæddur riku skopskyni og hafði gaman af sögum og þvi sem broslegt var. Rlatur hans var innilegur og smitandi. Kynni okkar Magnúsar hofust. er hunn réð sig i Völund. Þau urðunánari en við hefði mátt búazt og bar þar •vennt til. Magnús og Sveinn Magnús laðir minn voru skólabræður i Menntaskólanum og auk þess náinn skyldleiki þeirra i milli (Sverrisens- ®ft>. Hitt var, að Magnús var hesta- maðúr ágætur, þannig að við áttum ó- ■nldar ánægjustundir saman á hest- haki. bæöi á ferðalögum og styttri túr- U|n, vetur sem sumar. Man ég þar sér- sfaklega eftir einni lerð, er við riðum heim af Skógarhólamóti. Við vorum íslendingaþættir komnir langleiðina heim i hrossahaga, en áðum skammt frá bökkum Leir- vogsar, þar sem hún á skammt eftir i Tröllafoss. Heitt var i veðri. sól og hiti. Hestarnir hámuðu i sig ilmandi grasið, en við létum fara vel um okkur i hvamminum. Hressing var hæfileg meö i förinni og við ræddum um það, hvað gæti skort á, að hér værum við staddir á alsælustund. Kliður árinnar rann saman við söng fuglanna, en fossniðurinn barst til okkar úr gljúfr- inu. Viö létum okkur samt hafa það að truíía þessa sinloniu Esjurótanna með nokkrum sögum — en i minningu okk- ar, þá áttum við þarna alsælustund, sem aldrei mun úr minni liða. Magnús reið út til 83 ára aldurs og var um þær mundir elzti maður i Reykjavik, sem þá iþrótt stundaði. Margir undruðust þetta þrek, en hann svaraði: ,,É)g ætla að eiga þrjá, þegar ég fer". Núna eru þeir að visu ekki nema tveir hérna megin, en illa er ég svikinn, ef uppáhaldshestur Magnús- ar, Blesi.sem féll fyrir mörgum árum, langt fyrir aldur fram, tekur ekki á móti húsbónda sinum, nú þegar Magnús tekur land að nýju og þar verður örugglega fagnaðarfundur, þegar þeir félagar geysast fram á skeiðvelli eilifðarinnar inn i land ljóss- ins. Magnús reyndist okkur Völundar- mönnum hinn traustasti starfsmaður, allra manna árrisulastur og vinnu- samastur. Heilsa hans var eðlilega farin að bila á siðustu árum, en staðið var meðan stætt var. Stjórnendur Völundar þakka honum vel unnin störf að leiðarlokum. Mesta gæfuspor sitt sté Magnús þann 22. júni 1923, er hann gekk að eiga frændkonu sina Sigurbjörgu Björns- dóttur bónda á Karlsskála, Eiriksson- ar, en þau hjónin eru systkinabörn. Keyndist hún Magnúsi hinn ágætasti lifsförunautur og þá bezt er mest á reyndi. Var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og hafa þeir verið margir sem hennar hafa notið. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur sem allar eru á lifi. Þær eru: Sigriður hjúkrunarkona, ógift, Guðrún Ingibjörg, gift Haraldi Bergþórssyni vélstjóra, og Steinunn starfsstúlka i Reykjavikurapóteki. Auk þess ólu hjónin upp frænda Sigur- bjargar, Magnus Þorleifsson, við- skiptafræðing, nú aðalbókara hjá hjá Flugmálastjórninni. Kona hans er Ida Sigriður Danielsdóttir. Frú Sigurbjörg lifir mann sinn. Magnús var þess albúinn að leggja upp i sitt hinzta ferðalag, meira að starfa Guðs um geim. Hann var sáttur við Guð og menn. Ég óska honum góðrar heimkomu, þakka honum sam- fylgdina og bið honum heilla i nýjum störfum. Leifur Sveinsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.