Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 2

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 2
viðmót, en ég er þess fullviss, a& þar eru engar ýkjur eBa oflof, aö Sveins- staöaheimiliö um daga þeirra Jónsinu og Magnúsar var meöal þeirra fremstu. Enda þótt margir vandalausir eigi góöar og bjartar minningar frá þess- ari höfðingskonu lifði hún og starfaði fyrst og fremst fyrir ástvini sina eigin- mann og börn. Þar var að sjálfssögðu kærleikur hennar og umhyggja mest og bar rikulegastan ávöxt. Hún var samhuga og samhent manni sinum i störfum og umhyggju fyrir heimilinu og mikil móðir, sem ekki aðeins annaöist börn sin með kærleika á uppvaxtarárunum þeirra, heldur fylgdist meö þeim og kjörum þeirra, þótt þau væru frá henni farin. Astúö hennar og umhyggja náði til þeirra langar leiðir. Jónsina missti mann sinn 8. sept. 1943. Höfðu þau hætt búskap þá um vorið og sonur þeirra ólafur tekiö við og kona hans Hallbera Eiriksdóttir, hin ágætasta kona, Arnesingur aö ætt. Hjá þessum hjónum naut Jónsina umhyggju og athvarfs þau mörgu ár, sem hún átti ólifuö og ég hygg að allir, sem til þekktu, hafi lokið upp einum munni um að ekki var unnt að búa henni betra né ánægjulegra ævikvöld en þar var gert. Bæöi þau hjón og börnin þeirra, svo og hin systkinin gerðu henni allt til gleði og þæginda, sem hægt var, og vist var henni kært að fá að eyða ævinni umvafin kær- leiksörmum ástvina sinna á sama staðnum og hún haföi mest og bezt starfaö fyrir þá. Þau hjón Magnús og Jónsina eignuðust alls 6 börn, sem hér skulu talin eftir aldri. Marsibil Gyða f. 18. mars 1908 hin efnilegasta stúlka. Hún dó ung og ógift i Reykjavik 28. des. 1932. Jónf. 1. jan. 1910kvæntur Ragnheiði Möller, fréttastjori Rikisútvarpsins, dáinn 9. jan 1968. Elisabet húsfrú i Reykjavik, f. 21. ágúst 1911, gift Kristni Guðsteinssyni. Ólafur bóndi og hreppsstjóri á Sveinsstöðum, f. 22. jan. 1915, kvæntur Hallberu Eiriksdóttir, en missti hana 9. des. 1971. Baldur fyrrverandi bóndi á Hólabaki nú verzlunarmaður i Reykjavik f. 21. nóv. 1918. kvæntur Sigriði Sigurðar- dóttur. Þorbjörg, ógift heima á Sveinsstöð- um. 011 voru þessi börn prýöilega gefin myndarleg og komu sér vel áfram. Þá voru einnig ömmubörnin orðin 29. Jónsina sáluga liföi langa ævi. Hún var orðin fullra 93 ára er hún lézt að Héraðshælinu á Blönduósi 7. okt. 1976. Hún hélt sér bæði likamlega og and- lega sérlega vel allt til hins siðasta. Halldóra Magnús- dóttir f. 09.10.98. — d. 20.07.76. Flutt við kistu liennar i Grenjaðarstaðakirkju 1 dag hringja klukkur svo klökknar brá, kliö þeirra hjörtun enduróma. Ég, sem hér stend eitt stundarkorn, stilli minn tón við þá tregahljóma, þvi bernska min átti sér ómþýðan brag, orktan af henni sem kveð ég i dag. Döggvast nú blómkróna, drúpir lauf. Dalurinn er að þakka og kveðja, konu, sem eitt sinn kom til hans, kom til að yrkja hans mold, og gleðja. Hún gaf honum öll sin manndómsár, iðnar hendur, bros sin og tár. Hún unni svo lifi og ljósi og yl, litrófi blóms og dagggliti á steinum. Hún bar það, 1 raun, inn i bæinn sinn, þó brann henni útþrá, i hugarins leynum. Rætur hún átti i sunnlenzkri sveit, sáði, og uppskar, i norðlenzkum reit. Aldna vina. — Alúðarþökk. Enn ert þú horfin á ókunna vegi, þar sem lékstu þér barn, við lyng undir björk, lágu sporin þin siðustu að enduðum degi. En þingeyska moldin mun hlú aö þér hljótt, hún launar nú verkin þin. — Sofðu rótt. Brynhildur frá Hvoli Mér fannst hún aldrei gömul, þótt aldurinn væri orðinn þetta hár. Hún var alltaf létt I spori og létt yfir svipn- um og ung var hún I anda alla tið. Ég sá hana sfðast er hún var um nirætt. Þá var enn sami fríöleikssvipurinn sama tigulega yfirbragöið og hlýja framkoman til staðar. Ég vil að lokum þessara orða færa henni innilegar þakkir frá mér og fjöl- skyldu minni fyrir öll þessi löngu og hugljúfu kynni, sem viö höfuö af henni og fyrir vináttu hennar og velvild i okkar garð. Ég við biðja guð aö blessa henni bústaöaskiptin og blessa börnin hennar og afkomendur og aðra vini og vandamenn. Blessuð sé minning Jónsinu á Sveinsstöðum. Séra Þorsteinn B.Gislason frá Steinnesi 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.