Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Blaðsíða 20
Guðmundur Mýrmann Einarsson Þann 14. september andaöist á Hér- aöshælinu á Blönduósi, Guömundur Mýrmann Einarsson, bóndi á Neöri Mýrum i Engihliöarhreppi, Húna- vatnssýslu. Guömundur Einarsson var fæddur 24. júni 1907 á Neöri Mýrum. Voru for- eldrar hans Einar Guömundsson frá Miögili I Langadal, Þorkelssonar frá Barkarstööum i Svartárdal. Voru hans systkini m.a. Arni Þorkelsson á Geita- skaröi og Sigriöur Þorkelsdóttir i Neöri Lækjardal, móöir þeirra Arna Blandons bónda Lækjardal og Þorkels Blandons I Reykjavik.Var þetta dugn- aöar- og gáfufólk. Kona Guömundar Þorkelssonar á Miögili, móöir Einars á Neöri Mýrum, var Guörún Einarsdóttir frá Bolla- göröum á Seltjarnarnesi, systir Guö- mundar Einarssonar útvegsbónda I Nesi. Var þetta fólk gildir bændur og miklir formenn og aflasælir. Kona Einars Guömundssonar á Mýrum, móöir Guömundar Einars- sonar bónda á Neöri Mýrum, var Guö- rún Hallgrlmsdóttir frá Birnufelli I Fellum. Haföi hún komiö I Húnaþing sem kvennaskólastúlka til Blönduóss og dvaldi æ siðan i Húnavatnssýslu. Hallgrimur Helgason faöir Guörún- ar var frá Sandafelli I Skriödal, bróöir Gísla, fööur Benedikts Gislasonar, áö- ur bónda I Hofteigi á Jökuldal, en hálf- bróöir Guörúnar Hallgrimsdóttur á Neðri Mýrum var ólafur bóndi Birnu- felli. Allter þetta fólk mikilhæft dugn- aöar- og framkvæmdafólk. Mátti þvi segja að gildir bændur og auðsælir stæöu að Guömundi Einars- syni I allar ættkvislir. A Neðri Mýrum höfðu oft oröiö ábú- endaskipti, er Einar Guömundsson hóf þar búskap, enda jörðin I leiguábúö. Hafði jörðin eigi hlotiö þá ábúö er henni hæföi, en hún var I eðli sinu góö jörö. Ariö sem Guömundur Einarsson fæöist, hófu foreldrar hans þar búskap og eignuðust jöröina. Skipti þá um til hins betra um búskapinn. Einar var búþegn góður, verkhygginn, jafnlynd- ur, og varö bú hans brátt arðsamt. Guörún, kona hans, var stórbrotin i orði og af athöfnum, vildi hafa reisn yfir heimili sinu meö reglusemi og «0 gestrisni. En hversdagslega var hún sparsöm og fór vel meö hluti. Þau hjón reistu 1925 Ibúðarhús úr steini, eitt hiö fyrsta hér um slóðir, og var það hiö reisulegasta. Heimili þeirra var glaövært. Einar var lengi organisti I Höskuldsstaöakirkju, var söngvinn, tók I orgel oft á heimili sinu og fólkið sögn. Þau hjón eignuöust þessi börn auk Guðmundar bónda á Mýrum: Unni og Hallgrim, er alla ævi hafa dvalizt á Mýrum, og unnið þar aö búinu og Guö- rúnu, sem gift er Jóhannesi Gislasyni verzlunarmanni i Vestmannaeyjum. Guömundur Einarsson bar nafn ömmubróöur sins, Guömundar Ein- arssonar i Nesi. Guömundur var snemma tápmikill, varö hár vexti, hraustur velbyggður og styrkur vel og vinnugefinn, stundaði iþróttir og keppti á iþróttamótum ungmenna- félagsins. Þótt búskapur yrði ævistarf hans, haföi hann rika hneigð til veiöiskapar á sjó og landi. Haföi hann gaman af aö koma á sjó og draga fisk og var ágætt skytta. Hagur var hann I bezta máta, einkum á járn, og haföi smiöju. Guömundur var tvo vetur á Bænda- skólanum á Hvanneyri og taldi sig hafa mikið lært af dvöl sinni þar, og þroskazt á marga vegu. Hann dáöi mjög hinn merka skólastjóra, Halldór. Vilhjálmsson á Hvanneyri. Stóöu hug- ur Guðmundar til framhaldsnáms I búfræöi, en hindrun sú varö þar á, aö heilsa fööur hans fór þverrandi unz hann andaðist 1934. Stóö Guömundur þá fyrir búi móöur sinnar ásamt systkinum sinum Hall- grimi og Unni. Hóf hann þá mikla ræktun og byggingar útihúsa úr steini. En er móðir þeirra andaöist 1956, hófu þeirbræöur, Guömundur og Hallgrim- ur, félagsbú, og héldu þeir áfram byggingum á Mýrum, geröu miklar giröingar og þurrkuöu landiö til beitar. Byggingar á Mýrum voru traustar og vandaðar sem veröa mátti, enda var Guömundur vakinn og sofinn yfir aö allt væri i hinum beztu sniöum. Má þar til nefna vel hirt tún og grasgefin, er gáfu góða uppskeru, þótt illa áraði. Velræktaður og alinn búsmali, enda hugleiddi Guðmundur margt er mátti verða til nytja við búskapinn, er hann nam af bóklestri eða mæltu máli. En hann var i senn bókhneigður og eftir- tektarsamur. Þeir Mýramenn gáfu sig ekki mikiö aö félagsmálum, né stunduðu aö neinu ráöi vinnu utan heimilis. En hitt var aö margan daginn vann Guömundur fyrir nágranna sina aö ýmsum verkum, eins var hann glöggur um alidýrasjúk- dóma og varö mönnum aö liöi f þeim efnum. Guömundur var þvi árvakur við búskapinn eins og góður fiskimaö- ur um að afla. Aftur gaf Guömundur sér góðan tima til aö kynna sér verölag á hlutunum, svo hann mætti hljóta sem hæst verö fyrir vöru sina og öölast ó- dýrust innkaup. Kom þar fram verzlunarhneigö hans og hagsýni um alla hluti. Var þvi bú þeirra bræöra arðsamt, enda kappkostaöi Guömund- ur að forðast skuldir. Hélt svo fram um langt árabil aö Guömundur haföi alla útvegun búsins, en Hallgrímur sá um allt heima fyrir. En báöir voru þeir bræöur dugnaöarmenn til allra verka. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.