Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 3
Olafur Ingólfur Tómasson fæddur 26. sept. 1896 dáinn 6. nóv. 1976. Ölafur var fæddur aö Gilhaga, Bæjarhreppi, Strandasýslu. Hann fluttist með foreldrum sinum frá Gil- haga að GillastöðumiLaxárd iDölum vorið 1898, og þaðan að Lambastööum i sömu sveit vorið 1900. Þar vann hann til ársins 1943. Hann var i unglingá- skóla séra Ólafs próf. Ólafssonar i Hjarðarholti veturinn 1912-1913. Arin 1916-1918 var hann við trésmiöanám hjá Ólafi Jónssyni trésmið á Borðeyri. Ólafur var mjög hneigöur til náms á þvi sviði og þótt námstiminn væri ekki lengri en tvö ár, átti hann ekki erfitt með að vinna að alls konar smiði, bæði smiðaði hann ibúðarhús, fénaðarhús og ýmiss konar húsgögn. Eftir að smiðanáminu lauk, vann hann á búi foreldra sinna milli þess sem hann byggðiá ibúðarhús I Laxárdalshreppi, og allmikið af búfjárhúsum, auk ýmiss konar viðgerða og endurbóta á húsum bæði I Laxárdalshr. og viðar. Vorið 1943 fluttist hann til Búðardals og vann þar einkum við smiðar. Hann mun hafa verið þar aö smiði fjögurra ibúðarhúsa. Auk þess vann hann þar aö viðgerðum og endur- byggingum á allmörgum öðrum hús- um. Ég sem þessar linur skrifa kynntist Ólafifyrst fyrir 14 árum. Þá lézt sonur minn, Bogi Steingrimsson, búsettur i Búðardal. Steingrimur gekk á fund Ólafs og spurði hann hvort hann ætti til likkistur. Hann játti þvi. Steingrímur tók upp peninga til greiðslu. Gamli maðurinn tók ekki við þeim og mælti: „Bogi var mér hlýr og notalegur, I okkar kynnum og viðskiftum. Ég tek ekkivið peningum. Kistan á að vera hinzta kveðja frá mér til hins látna. „Þessum orðum gat ég aldrei gleymt. Mér fannst þau lýsa svo vel hlýhug og höfðingslund gamla mannsins. Sibar fluttum við hjónin til Búðar- dals, til tengdadóttur okkar, Unu Jó- hannsdóttur og höfum dvalið þar siðan, Steingrimur er látinn fyrir tveim árum. Kynni okkar Ólafs áttu eftir aö veröa nánari, þvi hann bjó i næsta húsi viö okkur. Hann var þá hættur húsasmiði, og stundaði aðrar smiðar, allt frá finustu skrifboröum og kommóðum að ógleymdum tafl- boröunum frægu. Tvö þeirra eru nú I eign Friðriks stórmeistara. Stokkar fylgdu hverju borði til að geyma tafl- mennina. Ég bað hann eitt sinn að smiða litla kistu i stil við gömlu fata- kisturnar. Ég keypti af honum þrjár og hann smiðaði margar slikar sem seldust vel. Það mun fátitt að eins margar teg- undir af smiðisgripum hafi verið framleiddar af einum manni. — Allt var smiði hans, vandað og fallegur frágangur. Hann var svo fljótur að geirnegla, og gerði það svo vel, en hún er nú að týnast úr sögunni, geir- neglingin. Ólafursmiðaðisér hús i Búðardal og heitir það Vellir. Meðan á smiðinni stóö, hafðist hann viö fram i snjóa i tjaldi hér uppi i dalverpi. Margir vildu fá hann heim til sin, en hann sinnti eng um fortölum og svaf i sinu tjaldi þar til Jóhanni Bjarnasyr.i tókst að fá hann heim til sin og lánaði honum herbergi til vors. Engan vin átti ólafur betri en Jóhann, enda var sá maður dáður af öllum sem þekktu sakir mannkosta og manngæða, sem öllum Dalamönnum er kunnugt o.fl. Ólafur lauk sinni húsbyggingu og flutti i nýja húsið. Aldrei gekk hann endanlega frá innréttingu þess. Verk- stæðið var stórt og bjart. Hann unni sér aldrei hvildar, vann alla daga, frá morgni til kvölds. Hann var maöur vel greindur og stálminnungur, las mikið og sagði afburðavel frá. Hann lærði á bil og keypti sér fólksbil, ók fólki á skemmtistaði, fékk sér snúning, tók þátt i dansinum en bragðaði ekki vin, væri hann á bil, en gat lyftglasi igóð- vinahópi. Söngrödd hafði hann góða og söng I kór um tima. Og fjölhæfur var hann i höndunum. Slikur maður getur vænt sér nokkurs i lifinu. En það fór á annan ve. Hann var einbúi alla tfð. Hver skil- ur þá mannssál, sem lokar sig frá mönnunum og umhverfi sinu, heyr sina baráttu einn og óstuddur. Þaö hlýtur að vera margt sem leitar á hug ann, margt sem undan sviður. Er þá undarlegt þótt beiskja myndist hið innra, sem stöku sinnum leitar út. En hann Ólafur Tómasson gerði hvorki að bogna né blása i kaun. Hann bar sínar byrðar einn og lét aldrei hugfallast. Hann var með afbrigöum barngóður. Þau sóttu til hans og hann gaf þeim gjafir. Það yljaði honum aö vera i návist barna. Eitt sinn sem oftar kom hann út til okkar. Ég var ein heima. Við tókum tal saman um bækur og menn, eins og oft áður. Þá sagöi hann mér sögu. Og söguhetjan i bókinni var ungur maður og margt til lista iagt. En hæfileikar hans nýttust ekki. Hann kvæntist ekki, og bjó einn i sinu húsi. Þar vann hann að hugðarefnum sinum, varð ómann- blendinn og einrænn. Og að lokum stytti hann sér aldur. Mér varð litið á óla, eins og við köll- uðum hann i daglegu tali. Svipur hans var lokaður. Hann rauf þögnina og mælti: „A ég ekki að lána þér bókar- kornið Steinunn.” — Nei, þakka þér fyrir Óli minn. Ég ætla heldur aö eiga og geyma hjá mér frásögn þina. Ég bæti engu um þó að ég lesi sjálf”. Ég varð hugsi um stund. Svo var tekið upp léttara hjal. Óli gaf blindravinafélaginu tvisvar gjafir. Veit ekki hve há upphæð sú fyrri var. Seinni gjöfin var 100 þúsund kr. Hann sendi lika marga kassa af smiðisgripum sinum, sem kunningi hans i Reykjavik ætlaði að selja fyrir islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.