Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Side 5
það mun veröa gert annars staöar. Ég
vildi aöeins þakka ágætum og trygg-
um vini okkar hjónanna þær sam-
verustundir sem viö höfum átt fyrr og
slöar.
Fréttin um lát hans kom okkur vin-
um hans ekki á óvart. Viö höföum um
skeið fylgzt meö hinni hetjulegu bar-
áttu hans viö þann er enginn fær sigr-
að. Þessa baráttu háði hann af þeirri
karlmennsku og þvl æöruleysi sem
jafnan var hans aðal. En þótt fréttin
um lát Steinars kæmi ekki á óvart fór
okkur svo sem oft vill veröa undir slik-
um kringumstæöum, viö erum ekki
reiðubúin að trúa eöa sætta okkur við
þaö ranglæti örlaganna aö menn skuli
á besta aldri vera hrifnir brott frá ást-
vinum slnum og lífinu meö allri fegurö
þess sem birst getur jafnt I hinu
smæsta sem hinu stærsta.
Steinar bjó yfir heitum og einlægum
tilfinningum. Hann unni lifinu og íeg
urö þess hvort sem hún birtist I lit-
ríku, veikbyggöu blómi eöa töfraheim-
um sönglistarinnar. Hann haföi sjálfur
mikla og bjarta rödd og var I karla-
kórnum Fósbræðrum. Þær eru
ógleymanlegar stundirnar sem viö
hjónin og sameiginlegir vinir og kunn-
ingjar áttum heima hjá Steinari og
Bibl á hinu yndislega heimili þeirra I
Skipholti 42. Þá gleymdist argaþras
hins daglega lifs viö músík og söng I
góöum vinahópi. Þar var aö finna is-
lenska gestrisni eins og hún getur
sönnust veriö — aö mönnum finnist
sem þeir séu heima.
Það er ekki neitt sérstaklega hrós-
vert að klöngrast einhvern veginn yfir
torfærurþessa lifs ef mönnum er gefin
sæmileg heilsa og efni. En þaö er hrós-
vert að komast yfir þær án þess aö
bíða tjón á sálu sinni, aö standa viö
leiöarenda sem maöur I þess orös
bestu merkingu. Þetta tókst Steinari.
Ég hef kynnzt mörgum sönnum mönn-
um. En aö öllum ólöstuöum hef ég
kynnzt fáum jafnvammlausum og
honum og viö engan finnst mér betur
eiga hin þúsund ára gömlu orö Háva-
mála, „sólar sýn” og ,,án viö löst aö
lifa”.
Við kveöjum Steinar með innilegri
þökk fyrir samveruna. Ef til vill eiga
leiðir okkar eftir aö liggja saman siö-
ar. Ég og fjölskylda mín vottum Bibi
og börnum hennar dýpstu samúö okk-
ar. Þau hafa mikið misst.
FIosi Sigurbjörnsson.
f
Steinar Þorfinnsson, skólabróöir
minn og vinur, lézt á Borgarsjúkra-
húsinu I Reykjavik fyrir aldir fram 10.
mars s.l. eftir nokkurra mánaöa
sjúkrahúsvist. Sjúkdómurinn kom
skyndilega og óvænt og varð þessum
sterkbyggða manna aö aldurtila á
skömmum tlma. Steinar var til mold-
ar borinn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 17. marz aö viöstöddum
nánustu ættingjum og vinum sam-
kvæmt ósk hans sjálfs.
Steinar fæddist 12. maí 1922 í Bitru I
Hraungeröishreppi I Arnessýslu. For-
eldrar hans voru Þorfinnur Jónsson
veitingamaöur I Tryggvaskála viö
ölfusárbrú og kona hans Steinunn
Guönadóttir. Þau hófu búskap I
Tryggvaskála, en fóru síöan aö Bitru
1919 og bjuggu þar nokkur ár. 1923
fluttust þau aö Baldurhaga I Mosfells-
sveit og þar ólst Steinar upp. Fööur
sinn missti hann 12 ára gamall og áriö
1941 fluttist hann til Reykjavikur
ásamt móður sinni og þeim systkinum,
sem eftir voru I fööurgarði. Þau
bjuggu lengst af á Hallveigarstíg 9 I
Reykjavik.
St'einar þurfti snemma aö taka til
hendinni, einkum eftir aö faöir hans dó
og eldri systkinin voru farin aö heim-
an. Það var ekki mulið undir íslenzka
alþýöu I þá daga, á kreppuárunum
milli 1930 og ’40. Lifsbaráttan var hörö
og miskunnarlaus og snérist um þaö
aö hafa I sig og á. Lifsgæöunum var
misskipt og þjóöfélagslegt ranglæti
blasti við hvert sem litiö var I samfé-
laginu. Þessar aöstæöur áttu án efa
rikan þátt i að móta lifsviöhorf Stein-
ars.
1944 settist Steinar i Kennaraskóla
Islands og lauk þaöan kennaraprófi
voriö 1948. Frá hausti 1948 var hann
kennari viö Melaskólann i Reykjavlk,
en yfirkennari við þann skóla var hann
frá árinu 1966. Steinar var góður
námsmaöur og ágætur kennari. Hann
kastaöi aldrei höndum til þeirra
verka, er hann vann. Hann haföi sér-
lega gott lag á bönrum og unglingum
og iét einkar vel að stjórna og leið-
beina þeim börnum, sem erfiö eru
kölluö. Hann var vel látinn sem yfir-
kennari bæði af nemendum og sam-
kennurum.
Steinar kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Helgu Finnbogadóttur frá
Hafnarfirði 11. júli 1953. Börn þeirra
eru: Þorfinnur, starfsmaöur hjá
Reykjavikurborg. Guörún, stúdent,
gift Guömundi Bjarnasyni nemanda I
Háskóla Islands. Þau eiga lltinn
dreng, Steinar Braga. Finnbogi, nem-
andi I Matsveina- og veitingaþjóna-
skólanum. Steinunn, starfsstúlka i
Landsbanka Islands og Hrefna, nem-
andi I Kvennaskólanum I Reykjavík.
öll eru þessi börn hin mannvænleg-
ustu. Og þaöer huggun harmi gegn, aö
Steinar lifir áfram I þessum ágætu af-
komendum sinum.
Helga er mikil mannkostakona.
Henni er ekki fisjaö saman. Hún sýndi
hvaö í henni býr er veikindi og erfiö-
leikar steöjuöu aö. Astriki var meö
þeim hjónum og börnum þeirra. Helga
vek vart frá manni stnum slöustu
sólarhringana sem hann liföi.
Steinar Þorfinnsson var rúmlega
meðalmaöur á hæö, þrekvaxinn og af-
renndur aö afli. Andlitiö var fremur
stórskorið, svipurinn mikill og festu-
legur, augun skærblá. Hann var þrek-
menni bæði til líkama og sálar. Fram-
koma hans var látlaus, en þaö var
reisn i fasi hans. Steinar var hæfileika-
maður, greindur, duglegur og fylginn
sér, raunsær og rökfastur I málflutn-
ingi. Hann var meira en banghagur,
allt lék I höndum hans. Hann málaöi,
múraði og gerði rafmagnstæki, ef á
þurfti að halda. Þessir hæfileikar hans
komu sér vel, er hann byggöi sér hús I
félagi viö Tryggva bróöur sinn, þá
vann hann flest verkin sjálfur.
Steinar var skapmikill, en dulur I
skapi, tilfinningamaöur, en flikaöi
ekki tilfinningum sinum. Hann var
seinn til kifs, en lét ekki hlut sinn fyrir
neinum. Þótt þykkja hans væri þung,
var hann fús til sátta, ef drengilega
var eftir þeim leitaö. Og þaö voru fleiri
strengirá hörpu hans. Hann var hrók-
ur alls fagnaðar I hópi bekkjarsystkina
og góöra vina, söngmaöur ágætur, var
I karlakórnum Fóstbræörum um ára-
bil, hnyttinn I tilsvörum og mælti á
stundum vlsur af munni fram. En þaö
sem einkenndi Steinar framar ööru
var heiðarleiki hans, höföingslund og
drengskapur. Svo oröheldinn var
hann, að orð hans voru gulls Igildi.
Steinar var sifellt hjálparhella
ættingjum sinum og vinum og raunar
öllum þeim, er til hans leituöu, en þeir
voru margir. Handtök hans á heimili
okkar Rannveigar aö Ránargötu 22
eru ófá orðin. Margir munu því sakna
vinar og velgjöröarmanns, nú þegar
hann er allur.
Sakir hæfileika sinna var Steinar
kosinn til forystu I félagsmálum af
stéttarsystkinum sínum. Um tlma var
hann I stjórn Stéttarfélags barnakenn-
ara I Reykjavik og formaöur I allmörg
ár. Hann var I stjórn Sambands Is-
lenskra barnakennara frá 1972-1974 og
sat oft I samninganefnd fyrir sam-
bandiö. Hann átti og sæti á þingum
B.S.R.B. sem fulltrúi kennara. Steinar
var málefnalegur samningamaöur og
fastur fyrir. Hann skrifaöi ekki undir
samkomulagstillögur, sem hann var
óánægöur meö, hversu fast sem knúiö
var á hann til þess, heldur skilaöi hann
séráliti og rökstuddi þaö skilmerki-
lega. Hann var heill I öllum málum,
hvergi hálfur.
Við fráfall þessa ágæta vinar míns,
þyrpast minningarnar aö. Viö hitt-
umst fyrst á haustdögum I Kennara-
skóla Islands áriö 1944- Ég man vel
5
Islendingaþættir