Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 7
harðvitugt viðnám sjúkdómum. 1 ljós
kom þó, að hér var á feröinni sá
illkynjaði vágestur i mannsllkaman-
um, sem margan hraustan drenginn
hefur að velli lagt. Mun fátt um varnir
gegn þeim óvini. Smám saman dvinaði
þróttur hins æörulausa karlmennis og
aðfaranótt hins 10. marz s.l. var hann
allur.
Við, sem lifum veröum að sætta okk-
ur við staðreyndirnar. öll erum við nú
fátækari en áður. Eiginkona og börn
sjá á bak ástrfkum og umhuggjusöm-
um heimilisföður, i frænda- og vina-
hópinn er orðið skarð fyrir skildi,
kennarastéttin hefur misst menntaðan
og hæfan starfskraft.
Steinar féll frá langt fyrir aldur
fram, aöeins á 55. aldursári. Hann
lauk kennaraprófi 1948 og starfaöi
siðan sem barnakennari við Melaskól-
ann i Reykjavik og frá 1966 sem yfir-
kennari viö þann skóla. Foreldrar
Steinars voru hjónin Þorfinnur Jóns-
son veitingamaöur i Tryggvaskála og
siðar i Baldurshaga og seinni kona
hans, Steinunn Guðnadóttir. Af tiu
systkinum Steinars eru áöur sex látin:
Guðlaug, Guðni, Tryggvi, Haraldur,
Einar og Sigrfður. Þau tvö siðast
nefndu dóu i frumbernsku en Haraldur
dó um tvitugt. Eftir lifa Efa, tvibura-
systir Steinars, Kristin Hrefna og hálf-
bræöur hans, Einar og Karl Þorfinns-
synir.
Steinar var fjölhæfum gáfum gædd-
ur og áhugamál hans margvlsleg eins
og einatt er um slika menn. Hann lærði
orgelleik unglingur I heimahúsum hjá
föður sfnum og jók siðan viö kunnáttu
sina með sjálfsnámi. Tók hann lagið
og lék undir á orgel i vinafagnaði á
gleöistund, og var þá sem endranær
hrókur alls fagnaðar I sinum hópi. Var
hann um tima hjá Sigurði Skagfield
viö söngnám og var jafnan eftirsóttur 1
kóra og sem einsöngvari þvi Steinar
var gæddur óvenju hárri tenórrödd.
Atti hann furðu létt með hæstu tóna
meðan hann var I þjálfun, og var ekki
auðvelt að fylgja honum eftir I þær
hæðir. A siðari árum hafði Steinar lagt
niöur kórstarf, en áður söng hann meö
karlakórnum Fóstbræðrum, Þjóðleik-
húskórnum, og Lögreglukórnum i
Reykjavik, en hann starfaöi áður fyrr
sem lögregluþjónn yfir sumartimann.
Steinar var aðdáandi tónlistar og
hannvarlika unnandi skáklistarinnar,
sem sumir vilja þó fremur kalla fþrótt.
Var hann furðulega kræfur skákmaöur
þegar þess er gætt, að hann þjálfaði
sig ekki meö þátttöku I skákmótum og
skákbækur las hann ekki, meðfæddir
hæfileikar gerðu honum létt með að
tefla. Hann var skemmtilega baráttu-
glaður keppnismaður og marga hildi
háðum viö Steinar á „hvitum reitum
og svörtum”. Leið þá timinn oft hratt,
er mönnum hafði hlaupið kapp I kinn.
Þær stundir koma ekki aftur og þeirra
mun ég sakna.
Steinar Þorfinnsson var hinn
gjörvulegasti maður, meðalmaður á
hæð, þrekvaxinn, en samsvaraöi sér
þó vel, þéttur á velli og þéttur í lund,
eins og svo vel hefur verið að orði
komist.
A yngri árum sinum stundaði Stein-
ar nokkuð frjálsar iþróttir. Komst
hann um tima I fremstu röö langhlaup-
ara okkar og vann til verölauna i þeim
greinum og e.t.v. fleiriþó ég ekki muni
það, en hitt veit ég að hann var kapp-
samur og fylginn sér I keppni.
Steinar kvæntizt 11. júli 1953 eftirlif-
andi konu sinni, Helgu Finnbogadóttur
frá Hafnarfirði. Hún er alltaf kölluð
Bibi af kunnugum. Bibi er indæl kona,
glaðvær, hlý og skapgóð og þau áttu
vissulega vel saman hjónin. Þau eiga
fimm börn, þrjár stúlkur og tvo
drengi. öll eru þau i foreldrahúsum
nema elsta dóttirin, sem er gift og flutt
að heiman. „Ung var ég gefin Njáli,”
mælti Bergþóra, Aftur og aftur komu
þessi orð upp i huga mér, þegar ég
varð vitni aö þvi með hversu mikilli
hlýju og umhyggju Bibi stundaði mann
sinn I veikindum hans og þar til yfir
lauk.
Sár er missir barnanna og konunn-
ar, er heimilisfaðirinn er svo skyndi-
lega burt kallaður. Ekki sist þegar
þess er gætt að Steinar var manna
heimakærastur og vildi hvergi fremur
vera en heima hjá sér að loknum
vinnudegi. Ttmafrek félagsmálastörf I
þágu stéttarfélags hans tóku þó frá
honum marga fristundina.
Eftir meira en þrjátiu ára óslitin
kynni okkar Steinars veit ég fullvel, aö
hann kynni mér enga þökk fyrir aö
hlaða á sig lofi látinn. Svo hógvær var
hann og laus við að láta á sér bera. Vil
ég þvi aðeins segja, að heilsteyptari og
drengilegri persónuleika hefi ég ekki
kynnst. Ég vil þakka þær mörgu
ánægju- og gleðistundir sem ég og við
hjónin höfum átt á heimili þeirra Bibi I
Skipholtinu. Frá þeim stafaði sú alúö
og sá hlýleiki, sem erfitt er að lýsa
með orðum en allir finna. 1 návist
þannig vina liður gestunum vel.
Ingi Ingimundarson.
t
Steinar Þorfinnsson, yfirkennari við
Melaskóla, er látinn. Fregnin barst I
skólann að morgni fimmtudagsins 10.
marz s.l.
Þaö er erfitt að sætta sig við, að
Steinar kemur ekki aftur til starfa i
Melaskóla. Hér var hann búinn að
starfa inær 30ár, fyrst sem kennari og
siðar sem yfirkennari.
Okkur grunaði að visu sum hver i
það minnsta, að hverju stefndi, en að
kallið kæmi svo fljótt, sem raun er á
orðin, bjóst enginn við.
Þegar skólinn tók til starfa s.l.
haust, duldist vist engum, aö Steinar
gekk ekki heill til skógar, og i nóvem-
bermánuði lagðist hann inn á sjúkra-
hús, þar sem hann gekkst undir upp-
skurð. Hann komst ekki til heilsu eftir
það og dvaldist lengst af á sjúkrahús-
inu. Veikindum sinum tók hann með
stillingu og hugarró og lét aldrei neinn
bilbug á sér sjá. Þó er mér kunnugt um
það nú, að allt frá þvi, að hann var
skorinn upp i vetur, vissi hann að
hverju fór. Þaö sýnir hvað styrkur
hans og kjarkur var mikill.
Steinar Þorfinnsson var fæddur 12.
mai 1922 I Bitru i Hraungeröishreppi.
Foreldrar hans voru Þorfinnur Jóns-
son veitingamaöur i Tryggvaskála á
Selfossi og sfðar i Baldurshaga i Mos-
fellssveit og kona hans Steinunn
Guðnadóttir.
Hann brautskráöist úr Kennara-
skóla Islands vorið 1948. Þá um haust-
ið hóf hann kennslustörf við Melaskóla
i Reykjavik og starfaöi þar óslitiö
siðan.
Hann varö yfirkennari skólans
haustið 1966.
Steinar var farsæll kennari, haföi
gott lag á að umgangast nemendur,
ekki sist þá sem eiga erfitt meö aö
ganga troðnar slóðir og tilsögn hans
var skýr og markviss.
Steinar tók mikinn þátt I félagsmál-
um kennara. Arið 1951 var hann kjör-
inn i stjórn Stéttarfélags barnakenn-
ara i Reykjavik og átti siðan sæti I
stjórn og varastjórn félagsins um
tveggja áratuga skeið. Hann var for-
maður félagsins i fimm ár. Hann var
kjörinn I stjórn Sambands Isl. barna-
kennara árin 1972-1974 og var þá gjald-
keri samtakanna.
1 stjórn Byggingasamvinnufélags
barnakennara átti hann sæti i fimm
ár árin 1954-1959. Auk alls þessa var i
hann valinn i fjölda nefnda á vegutn
kennarasamtakanna, átti sæti á flest-
um fulltrúaþingum Sambands Isl.
barnakennara frá 1954, og frá sama
tima sat hann flest þing Bandalags
starfsmanna rikis og bæja sem fulltrúi
kennara. Þessiupptalning lýsir vel þvi
trausti, um stéttarsystkini Steinars
báru til hans, enda var hann ágætum
hæfileikum búinn til að sinna félags-
málum. Hann var góöur ræöumaöur
og rökfastur málafylgjumaöur og um
drenglyndi hans efaöist enginn. Hann
kynnti sér af kostgæfni hvert þaö mál,
er hann fjallaöi um.
Áriö 1953 kvæntist Steinar eftirlif-
islendingaþættir
7