Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 12

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 12
Guðmundur Kristinn Guðmundsson F. 20. júll 1890 D. 28. september 1976. Með Gu&mundi Kr. Guðmundssyni er fallinn I valinn einn af okkar allra glæsilegustu og beztu íþróttamönnum, sem seint mun gleymast þeim er hon- um kynntust, sökum mannkosta og gjörvileika. Guömundur Kristinn var fæddur 20. júlí 1890 á UrriBafossi í Villingaholts- hreppi, Arnessýslu. Foreldrar hans voru GuBmundur Amundason bóndi þar, síBar veitingamaBur í Reykjavlk og kona hans Kristín Andrésdóttir frá Núpstúni. GuBmundur fluttist til Reykjavikur áriB 1901 og bjór þar alla tíB. Hann var kvæntur Ragnhildi Jóns- dóttur bónda í HjarBarholti I Stafholts- tungum, hinni ágætustu og glæsileg- ustu konu, sem nú er látin. GuBmundur var aBalbókari hjá Landsverzlun íslands 1917-1927 og einn stofnendá Olluverzlunar Islands hf. og skrifstofustjóri þar 1928-1949, sIBar hluthafi I Oliufélaginu hf. og starfs- maBur þess félags, annaðist innan- landsviBskipti frá 1949. GuBmundur var skipaBur í milliþinganefnd I Iþróttamálum 1938-39. FormaBur Iþróttanefndar rlkisins var hann á árunum 1940-46 og 1950-53. Hvar sem GuBmundur Kristinn fór vakti hann á sér athygli manna sökum hins fagra vaxtar, glæsimennsku, aölaöandi og ljúfmannlegrar fram- komu. GuBmundur gaf sig mikið að félags- málum. Hann var á slnum tlma I Ung- mennafélagi Reykjavikur og sIBar I Glimufélaginu Armanni og formaöur þess félags. Hann átti sæti I stjórn Iþróttasambands tslands um langt skeiB. Hvarvetna minnast samstarfs- merlnirnir hans meB hlýhug og vin- áttu. Guðmundur var öðrum mönnum betur búinn til íþrótta. Hann tók þátt I fyrsta Islendingasundinu 1910 sem hér var synt og AllsherjarmótiB 1914 vann hann mjög glæsilega og var þá talinn langsamlega fjölhæfasti IþróttamaBur landsins. AriB 1920 vann GuBmundur Islenzku fimmtarþrautina. En þaB sem gert hefur GuBmund frægastan á IþróttasviBinu, var hans framúrskarandi gllmni, karlmennska og drengskapur. Hann tók þátt I mörgum kappglím- um og glimusýningum og var ætíö I fremstu röö glimumanna. Hann var meBal annars einn af þeim glímumönnum, sem fóru á vegum l.S.l. til Stokkhólms 1912 á Olymplu- leikana og sýndu glimu. Ein grein fimmtarþrautarinnar var Islenzk gllma. Þar keppti hann viB Tryggva Gunnarsson gllmukappa, og lagði hann tvívegis. Sýnir þetta glöggt hvllíkur afreksmaður GuBmundur Kristinn var, að hann skyldi leggja slíkt afarmenni I glimu. Forseti Iþróttasambanss Islands sagöi eftir þessa gllmu, aö hér eftir mætti kalla GuBmund keisara I gllmunni þar sem hann heföi lagt gllmukónginn sjálfan tvivegis. Ariö 1921 var hin fræga konungs- gli'ma á Þingvöllum og vann GuB- mundur þá konungsbikarinn fyrir feg- ursta og bezta gllmu. Hér hefur aðeins verið bent á nokkur atriöi I gllmusögu GuBmundar, en af mörgu er aö taka. GuBmundur var einn af þeim, sem stóöu I því aö semja Gllmubókina 1916, en sú bók er hið merkilegasta rit. Gllma GtiBmundar var samofin af beztu einkennum gllmunnar: Létti- leik, mýkt, snarræöi og krafti. Hann var varna- og bragöamaBur svo af bar, en höfuöbragð hans var klofbragö, sem var tekið óvenjulega hátt og vel. Glimufélagar Guðmundar minnast hans sem drengskaparmannsins og hins góöa félaga I hverri raun. Guömundur lagöi aldrei niður íþróttaiökanir slnar þrátt fyrir þungt áfall á sl. vetri, auk þess háði sjón- depra honum slðustu árin. Þrátt fyrir þessi áföll iBkaöi hann sund ef færi gafst og tók þar slnar leikfimisæfingar og strokur af sama áhuganum og fyrr- um. Siöustu samfundir okkar GuB- mundar voru einmitt I sólskýlinu I Sundhöll Reykjavíkur nú í sumar. Þar var oft tækifæri til aB hittast og minn- ast þá á liöna tlma. Alla tlö var sömu hlýjuna og drengskapinn að finna I frásögn Guðmundar Kristins um sam- ferðamennina. BlessuB sé minning þessa drengilega heiöursmanns. Kjartan Bergmann KveBja frá tþróttasambandi tslands Meö Guðmundi Kristni GuBmunds- syni er mikill mannkostamaöur geng- inn, hvers æviferill verður eigi rakinn hér, utan þess aö nokkru veröur getiö þáttar hans I íþróttasögu landsins. Ungur aö aldri hóf Guömundur Kristinn Iþróttaiökanir og á tvftugs- aldri var hann kominn I fremstu röö íþróttamannna. HafBi hann flest þaö til aö bera sem góðan Iþróttamann má prýöa. Hár maöur vexti vel limaöur bjartur yfirlitum, glaöur og reifur og hinn drengilegasti I framgöngu. GuBmundur Kristinn var" alhliBa IþróttamaBur, en gllma og sund voru hans uppáhaldsgreinar, og þá sérstak- lega glíman, sem snemma geröi hann landsfrægan, en glíma hans einkennd- ist af drengskap, mýkt, snarræBi og krafti. 12 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.