Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 13

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 13
Var það þvi engin tilviljun aö hann var einn I hópi þeirra sjö glimumanna sem tþróttasambandið valdi til þess að sýna glimu á Ólympiuleikunum i Stokkhólmi 1912. Guðmundur Kristinn tók þátt i fyrsta íslendingasundinu og þá er hiö mikla allsherjarmót fór fram áriö 1914 sigraöi hann mjög glæsilega. Vann hann þar niu fyrstu verðlaun og var að verðleikum talinn fjölhæfasti Iþrótta- maður landsins. Arið 1920 vann Guðmundur eina erfiðustu Iþróttakeppni er þá fór fram en það var fimmtarþrautin og áriö eft- ir, 1921, þegar hin fræga konungsglíma fór fram á Þingvöllum, vann hann konungsbikarinn fyrir fegurstu og beztu glimuna. Auk þess sem hér hefur verið að framan rakið tók hann þátt I fjölda kappglimna og glimumóta og öörum Iþróttakeppnum og var ætlð i fremstu röð iþróttamanna. En hversu mjög sem að Guðmundi Kristni kvað á keppnisvelli, var þáttur hans á sviði félagsmála eigi siðri. Hann ferðaðist viðsvegar um landið og kenndi Iþróttir, þá starfaði hann mikið I Ungmennafélagi Reykjavikur og Glimufélaginu Armanni og var um skeiö formaður siðarnefnda félagsins. Guðmundur Kristinn var einn af þeim sem sömdu glimubókina frá 1916. Ariö 1923 var hann kjörinn I stjórn íþróttasambands Islands, átti hann þar sæti I 12 ár og þar af lengstan tíma sem gjaldkeri. Þegar Hermann Jónasson, þáver- andi ráðherra, skipaði sérstaka nefnd til þess að semja frumvarp að iþrótta- lögum, sem siðan var samþykkt af Al- þingi árið 1940, var Guðmundur Krist- inn einn af nefndarmönnum og þegar iþróttalögin komu til framkvæmda var hann skipaður formaöur Iþróttanefnd- ar rlkisins en þvi starfi gegndi hann um nærri heilan tug ára, hafði hann sem slikur svo sem vænta mátti mikil og góö áhrif á framkvæmd Iþróttalag- anna, er mótuðu alger þáttaskil til betri vegar fyrir allt iþróttastarf I landinu. Arið 1950, þá er Guðmundur varð sextiu ára, var hann gerður að heiöursfélaga Iþróttasambands ís- lands. iþróttasamtökin eiga Guðmundi Kristni mikið að þakka og færa honum nil aö leiðarlokum viröingu sina og þakkir. Minning um góðan dreng, afreksmann og Iþróttafrömuö mun lifa- iþróttasamband tslands t Guðmundur Kristinn Guðmundsson, fyrrum skrifstofustjóri, lézt 28.9. ’76. Meö honum er horfinn einn af glæsi- legustu forustumönnum þeirrar sveit- ar sem hlotiö hefur nafniö aldarmóta- kynslóöin. Þaö er sú sveit sem tók við landi og þjóð I kyrrstööu, en tókst meö ótrúlegri bjartsýni, dugnaði og eld- móði aö vekja þjóöina til dáða og framfara og leggja með því grunninn aö því velferöarþjóöfélagi, sem við bú- um viö I dag. Guðmundur Kristinn var fæddur aö Urriðafossi I Arnessýslu 20. júli 1890, sonur Guðmundar Amundasonar bónda þar og konu hans Kristinar Andrésdóttur. Ungur að árum hóf Guðmundur verzlunarstörf og réðst árið 1905 til Klæðaverksmiðjunnar Iðunn- ar, þar sem hann starfaöi til árs- ins 1917, er hann gerðist aðalbókari Landsverzlunar Islands. A þessum ár- um hafði Landverzlunin mikið umleik- is og ljóst er þviaö Guömundur, þá svo ungur aðárum, hefur notið mikils áiits og trausts að vera ráðinn I slikt ábyrgðarstarf. A þessum árum festi Guðmundur ráð sitt og gekk aö eiga Ragnhildi Jónsdóttur frá Hjarðarholti i Stafholtstungum 22. júli 1916. For- eldrar hennar voru Sigrlöur Asgeirs- dóttir og Jón Tómasson bóndi og hreppsstjóri I Hjarðarholti. Þau Ragn- hildur og Guömundur Kristinn voru glæsileg hjón svo eftirtekt vakti hvar sem þau fóru. Guömundur var einn af brautryðjendum Iþróttahreyfingar- innar og I hópi beztu iþróttamanna landsins. Mesta frægð gat hann sér sem glimumaður, en var annars jafn- vígur á allar þær Iþróttir, sem þá voru stundaðar. Meöal annars stundaði hann um langt skeið sund 1 sjó jafnt á sumri sem vetri og sund stundaöi hann I sundlaugunum fram á siöustu daga. Guðmundur var kosinn heiöursfélagi i Glimufélaginu Armanni, I.S.í. og Ung- mennafélagi Reykjavikur, enda hafði hann verið forustumaður i þessum félagasamtökum og lagt þar fram mikiö starf. Hann var formaður Iþróttanefndar rlkisins 1940-46 og 1950-53. Guðmundur gerðist ungur að árum baráttumaður fyrir hugsjónum ungmennafélaganna og eftir að Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður, varö hann einn af helztu forustumönnum flokksins I höfuðborginni. Var hann traustur liðsmaður þess flokks alla tið. Þegar landsverzlunin hætti störfum gerðist Guömundur einn af stofnend- um Oliuverzlunar Islands hf. og var i stjórn þess félags frá stofnun þess 1928 til 1949 og skrifstofustjóri félagsins alla þá tið. Þegar Oliufélagið h.f. var stofnað fyrir forgöngu Samvinnu- hreyfingarinnar og kaupfélögin hættu að skipta við Oliuverzlun Islands h.f. en beindu viðskiptum sinum til Oliufélagsins h.f. vildi Guð- mundur ekki slita tengslin við fyrri starfsmenn og viðskiptavini. Hann vildi halda áfram að vinna fyrir sam- vinnufólkið I landinu þótt þaö kostaöi hann aö hverfa frá þeirri stofnun sem hann hafði staöið að aö byggja upp og stjórna I rúm 20 ár. Ariö 1949 kvaddi hann samstarfsmenn sína hjá Oliufé- laginu h.f. og heilsaði þar að nýju fyrri viðskiptavinum. Þvi starfi gegndi hann fram á árið 1964, er hann hætti fyrir aldurs sakir. A árinu 1959 hóf ég sem þessar linur rita störf hjá Oliufélaginu h.f. og vor- um viö Guðmundur nánir samstarfs- menn þau ár þar á eftir, sem hann starfaði hjá félaginu. Meö Guömundi var gott að starfa. Hann var ávallt hlaöinn af orku og áhuga aö vinna að þeim málum er hann taldi til framfara fyrir félagið og sérstaklega bar hann fyrir brjósti að þjónusta viö fólkið i hinum dreifðu byggðum landsins væri bætt og efld. Guömundur var ávallt glaður og reifur og starfsgleði hans hafði áhrif á alla þá, sem með honum unnu. Þessa eiginleika varðveittu hann til hinstu stundar. Eftir að hann hætti störfum, var hann tiður gestur á skrifstofum Oliufléagsins h.f. og fylgd- ist meö starfi þess af llfi og sál. Guömundi voru falin ýmis trúnaðar- störf önnur en þau, sem hér hefur ver- ið á minnzt. Hann var formaöur rekstrarráös rikiseinkasala á árunum 1935- 39 og I stjórn Raftækjaverksmiöj- unnar h.f. I Hafnarfiröi f.h. rlkissjóös 1936- 60. Svo sem áöur er að vikið var Guð- mundur glæsilegur að vallarsýn og höfðinglegur I framkomu og frú Ragn- hildur kona hans var meö glæsilegustu konum. A árinu 1930 byggðu þau sér hús að Bergstaðastræti 82 og bjuggu þar alla tiö siðan. A heimili þeirra var gott að koma. Þaö bar húsbændum gott vitni um smekkvisi og hagsýni. Þau voru samhent I aö byggja upp sitt fallega heimili. Ragnhildur lést 21. des. 1974. Börn þeirra voru Sigrfður Svafa gift Arna Sigurðssyni, útvarpsvirkjameistara, Kristin hlbýlafræðingur, ekkja Skarp- héðins Jóhannssonar, arkitekts, Jón Haukur (dó sjö ára) og Guömundur Kristinn arkitekt, kvæntur Ólöfu Sigrlði Magnúsdóttur. Við starfsmenn Oliufélagsins vott- um börnum hans, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð við fráfall hans. Vilhjálmur Jónsson t islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.