Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Page 16
Jóhannes Ólafsson
F. 17/5. 1903
d. 25/fi. 197fi
Þegar Jóhannes i Þrúðvangi i
Seltjarnarnesi kom til min á Jóns
messudaginn i vor og tjáði mér, ai
fyrirhugað ferðalag okkar ti
Austfjarða yrði að frestast um sinn
vegna vanheilsu sinnar, hefði engii
látið sér til hugar koma, að hann ætt
aöeins einn sólarhring ólifaðan. Svi
var hann hraustlegur og vel á sig kom
inn, þótt rúmlega sjötugur væri.
Eftir rúmlega 60 ára kynni langar
mig til að minnast þessa vinar mins,
með fáeinum linum. Hann fæddist i
Smiðjuhóli í Alftaneshreppi 17. ma
1903. Foreldrar hans voru ekki búand
hjón og var honum þegar komið i fóst
ur til sæmdarhjónanna Sesselju
Sigurðardóttur og Jóns Samúelssonar
á Hofstöðum i sömu sveit. Þar bar
fundum okkar fyrst saman, er við vor-
um 10 og 12 ára.
Aðalkynni okkar hófust þó, er við á
veturnóttum 1922 hófum saman nám i
Hvitárbakkaskólanum undir stjórn
hins frábæra kennara og æskulýösleið-
toga séra Eiriks Albertssonar. Vorum
við herbergisfélagar ásam t fleiri nem-
endum þann vetur. Næsta vetur i skól-
anum vorum við tveir saman i her-
bergi. önnuðumst við ritstjórn skóla-
blaðsins, þó hans nyti þó meira við i
þvi efni, enda hafði hann áferðarbezta
rithönd allra nemenda. Er burtfarar-
prófi lauk vorið 1924 hafði enginn hærri
einkun en Jóhannes. Samleið áttum
við í Samvinnuskólann haustið 1925 og
bjuggum saman i Reykjavik þann vet-
ur og lukum burtfararprófi vorið 1926.
Samvinnuskólinn var þá umdeildur,
en áhrifarikur undir öruggri stjórn
Jónasar frá Hriflu og naut þar, auk
hans áhrifa og kennslu, Tryggva
Þórhallssonar, Þorkels Jóhannesson-
ar o.fl. afburða kennara.
A þessum árum var ekki auðvelt
fyrir efnalausa unglinga, sem ekki
áttu til rikra að telja, að stunda fram-
haldsnám i menntaskóla og háskóla,
þótt námsgáfur og áhugi væri til stað-
ar.
Varö þvi skólaganga Jóhannesar
ekki lengri, og stundaði hann næstu ár-
in kennslu og verzlunarstörf. Þegar
svo Viðtækjaverzlun rikisins var
stofnsett 1929 var hann ráðinn þar
fyrstur starfsmanna af forstjóranum.
Vann Jóhannes siðan óslitið hjá þessu
fyrirtæki allan þann tima,sem það var
við liði. Fyrst sem bókari og gjaldkeri,
siðar sem skrifstofustjóri. Á þessum
áratugum áttu við hann erindi menn
svo hundruðum skipti, til fyrirgreiðslu
og fræðslu. Og allir fundu þar hinn
trausta, heiðarlega og samvizkusama
starfsmann, sem allra vanda vildi
leysa.Samstarfsfólk á vinnustað kunni
vel að meta alúð hansog yfirlætisleysi,
ásamt velvilja og hjálpsemi. Snyrti-
mennska og nákvæmni i bókhaldi og
frágangi skjala var slik að athygli
vakti.
Jóhannes var i eðli sinu mjög hlé-
drægur maður, og hélt sér litt fram til
starfa á almennum vettvangi, var
hann þó mikill félagshyggjumaður og
einlægur umbótasinni, og komst þvi
ekki hjá þvi að verða kvaddur til
starfa i félagsmálum. Var hann meðal
annars i nefnd þeirri, er undirbjó
stofnun B.S.R.B., var deiidarfuiltrúi i
K.R.O.N. og sat flesta aðalfundi
félagsins og var einnig i skólanefnd og
sáttanefnd á Seltjarnarnesi. Ennfrem-
ur kjörinn ..krítiskur” endurskoðandi
sveitar- og bæjarreikninga þar, og sat
i kjörstjórn um fjölda ára. Jóhannes
hélt fast við þær skoðanir, sem hann
hafði mynriað sér. að athuguðu máli,
og lét ógjarnan hrekja sig til annarrar
áttar. Hann hafði næmt auga fyrir þvi
skoplega i mannlífinu, en fór vel með.
Reglusemi var honum svo i blóð bor-
in, að hann er eini maðurinn, sem ég
hef þekkt, sem ég get fullyrt um, að
aldrei hafi látið dropa af áfengi inn
fyrir si'nar varir.
Þegar Hvitárbakkaskólinn var sett-
ur, fyrsta vetrardag 1922, var þar
mætt til náms ung stúlka frá
Isafjarðardjúpi Steinunn Finnboga-
dóttir. Kynni þeirra Jóhannesar og
Steinunnar þessa tvo vetur á Hvitár-
bakka leiddu til þess, að þau ákváðu
nokkrum árum siðar, að fylgjast að i
skóla lifsins og gengu i hjónaband árið
1931. Eignuðust þau 3 börn, tvo syni
Baldur og Braga, sem reka verkfræði-
skrifstofu hér i borg og eru báðir
kvongaðir, ogdótturinaGerði, sem gift
var Flemming Thorberg, sem fórst
með hörmulegum hætti rúmum mán-
uði eftir að faðir hennar andaðist.
Börnin hafa likzt foreldrum sinum og
eru reglusamt manndómsfólk, sem
öllum er mannbót að kynnast.
Má þvi með sanni segja, að
Jóhanneshafiverið mikill gæfumaður
i starfi og einkalifi. og maður taldi
öruggt, að hann ætti enn langt lif fyrir
höndum tii þess að vinna að hugðar-
efnum sinum, sem voru mörg. Ber þar
fyrst að nefna hneigð hans til list-
starfa.naut hann nokkurar tilsagnar i
listmálun. og þar sem hann var mikill
náttúruunnandi festi hann á striga af
ótrúlegri hæfni margar fagrar myndir
úr byggð og óbyggðum. Var hann einn
af stofnendum Myndlistaklúbbs Sel-
tjarnarness, og i stjórn hans frá upp-
hafi til æviloka, og var alla tið með
virkustu meðlimum hans. Ég átti þvi
láni að fagna, að ferðast með þeim
hjónum til fjaliavatna i óbyggðum, og
á aðra sérkennilega staði, sem unun
var að skoða. Stundum ferðuðumst við
tveir einir t.d. um Snæfellsnes og við-
ar. Þá fórum við nokkurra vikna ferð
um Evrópulönd, þar sem hann skoðaði
söfn og sýningar. Mikið sinnti hann
ijósmyndun. og á ég margar
skemmtilegar myndir frá ferðum okk-
ar Þá var hann mikill unnandi tónlist-
ar.
Þótt fjallasýn sé fögur á Mýrunum
er sléttlendið mikið og sjónarhólar fá-
ir. Þvi sagði Jóhannnes mér frá þvi,
hvað hann var hrifinn, er hann um
fermingaraldur i fyrsta sinn fékk að
reka fé til fjalls i júnilok inn á Langa-
16
islendingaþættir