Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Qupperneq 3
Charlotta Jónsdóttir
F. 6/6 1905
D. 3/9 1977
A þessari stundu risa minningar
löngu liöinna ára úr djúpi hugans, og
ýta um stund frá sér öllu hinu hvers-
dagslega.
Veturinn 1934-’5 höfðu foreldrar
minir fengið mér vist að Borg á Mýr-
um, hjá sóknarprestinum okkar, sr.
Birni Magnússyni og konu hans
Charlottu Jónsdóttur, en um þessar
mundir tók sr. Björn oft unglinga til
uppfræðslu á vetrum og skyldi ég nú
setjast þar á skólabekk og vinna öör-
um þræði tilfallandi heimilisstörf. Ég
haföi þá litið farið að heiman til lang
Arnfred var, eins og fyrr segir,
skólastjóri i Askov i aldarfjórðung. En
hann átti ekki aðeins þátt i uppbygg-
ingu Askovskóla. Þegar lýðháskóli var
settur á stofn i Lögumkloster árið 1959,
átti Arnfred þar stóran hlut að.
Hvildarheimilið á staðnum er einnig
að miklu leytireist fyrir fongöngu Arn-
freds. Og þegar reist var hið myndar-
lega klukkuspil i Lögumkloster fyrir
fjórum árum, til minningar um Frið-
rik konung niunda, stóð Arnfred
fremstur i flokki hvað þá framkvæmd
snerti.
Við fráfall Arnfreds á samvinnu-
hreyfingin i Danmörku á bak aö sjá
framámanni um langa hrið.
Þess má geta hér, að J. Th. Arnfred
var Islandsvinur mikill og stóð
framarlega ihópi danskra lýöháskóla-
manna, er unnu að lausn handrita-
málsins — gegn andstöðu háskóla-
manna. Hann kom til Islands, er fyrstu
handritin voru afhent, voriö 1971.
Hann hafði áhuga á stofnun lýðháskól-
ans i Skálholti og gladdist er hann
fréttiað þar væri að risa menntasetur,
er rekið yröi i sama anda og norrænir
lýðháskólar.
Arnfred var jarðsettur i kirkju-
garðinum i Askov hinn 27. júnf s.l.
Minningarræðuna flutti sr. Helge
Skov, núverandi skólastjóri i Askov.
Birtist hún i timaritun Dansk Udsyn,
sem gefið er út i Askov og Arnfred
stofnaði árið 1921. Hann var ritstjóri
þess i 30-40 ár og ritaöi i þaö ótal
greinar.
Blessuð sé minning J. Th. Arnfreds.
Auðunn BragiSveinsson.
islendingaþættir
dvalar og gerði þvi bæði að kvíöa fyrir
og hlakka til. Æskunni fylgir útþrá og
löngun til að kanna ókunna stigu, sjá
fleira, vita meira. — En hvað var Borg
á Mýrum annað en prestssetur og
frægur staður úr fornsögum? 1 vetrar-
byrjun komst ég að raun um að staður-
inn var ekki aðeins þetta tvennt, Borg
var fyrst og fremst heimili i orðsins
fyllstu merkingu. Heimili, þar sem
kærleiksylur húsbændanna náði að
verma allt lif útveggjanna milli i hinu
stóra reisulega húsi. Ég fann, að allur
kviði hafði verið ástæðulaus. Hér var
ég sem i foreldrahúsum. Deginum var
skipt niður til náms og léttra verka.
Hvort tveggja var skemmtilegt og lit-
rikt undir leiðsögn þeirra hjónanna og
einhvern veginn hefi ég það á tilfinn-
ingunni, að öllum, sem á Borg dvöld-
ust þessi árin, hafi verið einkar ljúft,
að leysa störf sin sem bezt af hendi.
Heimilið var mannmargt og að auki
gestkvæmt. Margir áttu þar leiö um og
ýmsir þurftu að hitta prestinn.
Charlotta og Björn höfðu þá eignazt
þrjá syni og eina dóttur, er öll voru i
frumbernsku. Dórothea, móðir
Charlottu, og.sira Magnús, tengdafað-
irhennar, bæði komin á efri ár, eyddu
ævikvöldinu i skjóli barna sinna. Þar
áttu samleið þrir ættliðir sem ein órofa
heild friðar og samheldni.
Búskap ráku þau hjónin á Borg og
höfðu þvi alltaf vinnumann og ein-
hverjar hjálparstúlkur. Þennan vetur
voru þar tvær ungar stúlkur auk min,
önnur við nám, en hin vann við hús-
verkin. Fleira fólk dvaldist þar oft
lengur eða skemur, stundum fólk, sem
átti við einhver vandamál að striða,
féll ekki inn i þann ramma sem þvi
hafði verið ætlaður.
Og enn hefi ég ekki minnzt á vinkonu
mina, sem var til heimilis á Borg um
árabil, en er nú látin fyrir nokkrum ár-
um. Það var Ingibjörg systir
Charlottu. Við áttum gleði æskunnar
saman, þó hún væri nokkrum árum
eldri en ég.Inga var hlý I lund, söng-
elsk og hugmyndarik. Oft tókum við
lagið saman i eldhúsinu, en þar átti
hún jafnan frumkvæðið. Návist hennar
og glaðværð þokaði skammdegis-
skuggunum fjær.
Hugstætt hefir mér löngum verið,
hve húsmóðurinni, Charlottu, virtist
létt um að veita forstöðu þessu fjöl-
menna heimili. Hún vann hugi og
hjörtu allra, enda einkenndist öll
framkoma hennar af hógværð,
háttprýði og mildi. Hún gat látið allt
gerast eins og af sjálfu sér og jafn-
framt miðlað alúð og umhyggju, sem
aldrei gleymist þeim er nutu.
Þessi vetur minn og raunar fyrri
partur næsta vetrar er ég valdist á
Borg, verður mér ávallt dýrmæt perla
á bandi minninganna. Fór þar saman
fegurð staðarins og fagurt mannltf.
A siðari árum hafa leiðir okkar hjón-
anna og þeirra Charlottu og Björns
legið saman á félagslegu sviði hér I
borginni.Enáratugum fyrr vígðihann
okkur saman i hjónaband, en þá var
sr. Björn, ásamt fjölskyldu sinni,
nýlega fluttur til Reykjavikur.
NUhafa leiðir skilizt. Charlotta hefir
kvatt þessa veröld og hlotið hvfld.
Langvarandi vanheilsu bar hún með
rósemihugans og gat ætlö veitt öðrum
uppörvandi bros af gnægtum sinnar
göfugu sálar.
Við hjónin sendum Birni Magnús-
syni, börnum hans og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.Blessuðsé minning Charlottu
Jónsdóttur.
Lóa Þorkelsdóttir.
3
/