Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Qupperneq 5
Oddný Sveinsdóttir frá Ási Fáskrúðsfirði Oddný fæddist 3. október 1897 og hef&i þvi oröiö áttræö nú í haust, en hún andaöist 2. ágúst sJ. Þótt Oddný væri flutt suöur til Reykjavikur fyrir nokkrum árum, býst ég viö aö flestir sem þekktu hana muni minnast hennar sem Oddnýjar I Ási. Þar liföi hún og starfaöi öll sín beztu ér og bjó manni sinum og börn um yndislegt heimili. Oddný giftist ung Björgvini Þor- steinssyni sem lengi var kaupmaöur á Búöum. Hann var atorkumaöur og sistarfandi meöan heilsan entist. En þegar hann var oröinn sjúklingur fluttu þau suöur og þar andaöist hann I febrúar 1964. Meö þeim hjónum var mikiö ástríki og var öllum auöséö er til þekktu, aö gagnkvæmt ást og viröing rikti i sam- búö þeirra. Þau eignuöust fjórar dæt- ur: Gunnþóru, Ragnheiöi, Valborgu og Asu sem allar eru giftar, tvær búsettar í Reykjavik þær Gunnþóra og Asa, Rangheiöur býr f Englandi en Valborg er sú eina sem eftir er d Búöum. Oddný og Björgvin ólu ennfremur starfaði ungmennafélagið ,,Máni” með allmiklum þrótti og gerðist Björg þar virkur aðili i starfi og leik. A þeim árum ortu þjóðskáldin okkar frelsis- og ættjarðarljóð og tónskáldin sömdu viö þau lög, sem æskan söng af mikl- um móöi á sérhverri fagnaðarstund. Margraddaður söngur var æfður á vegum ungmennafélagsins og kirkju- kór stofnaöur, sem jafnan söng við öll hátlðleg tækifæri. Minnist ég jafnan frá þeim stundum, hve Björg átti hreina og skæra söngrödd, sem engum duldist er á hlýddi. Um tvítugsaldur fór Björg til námsdvalar á Seyðisfjörö og nam þar karlmannafatasaum einn vetur. Kom þá vel i ljós, hve listræna oghaga hönd hún átti og m.a. saumaði hún dökkbláu fermingarfötinmin, sem gerð voru af slikri list, að fáar flikur hafa klætt mig betur um dagana. Upp frá þeim saumaskap uröu þau kynni á milli okkar Bjargar, sem entustallt til þeirra þáttaskila, sem nú hafa oröið. Ung aö árum giftist Björg granna sinum, Sigurbergi Sigurðssyni og átti meö honum heimili aö Stapa i Horna- firði upp frá þvi. Mun hún hafa leitazt við að flytja inn á sitt nýja heimili all- ar beztu erfðirnar, sem hún hlaut i uppvexti á æskuheimili sinu. Börn þeirra hjóna eru: 1. Rannveig, húsfreyja á Dynjanda, gift Jens Olsen. 2. Sigurður bóndi á Stapa, kvæntur Valgeröi Gunnarsdóttur. 3. Einar, bóndi i Þinganesi, kvæntur Hönnu Jónsdóttur. Það var ein af lyndiseinkunnum Bjargar á Stapa, aö tengja órofa tryggö við þá, sem hún batt vináttu við og naut heimili mitt þeirrar dyggðar bæði vel og lengi. Hafihún alúðarþökk fyrir þá vináttu, sem hún batt við mig og fjölskyldu mina. Frá handtaki hennar streymdi jafnan notaleg hlýja. Megi arfleifð sú, er hún hlaut I vöggu- gjöf, ásamt mynd þess mannjifs, sem hún átti þátt i að móta, fylgja henni á nýrri vegferð. Eiginmanni hennar, ættingjum og niðjum votta ég samúð mina og fjöl- skyldu minnar. Torfi Þorsteinsson upp tvö börn Ragnheiöar dóttur sinnar og eru þau kjörbörn þeirra en þau heita Oddný og Björgvin. Oddný býr i Reykjavik en Björgvin i New York. Ég kom að Ási til vetrardvalar haust- iö 1950 en alls uröu veturnir fimm sem ég hafði þar fæöi og húsnæöi. Þar yar gott að vera og á ég margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim tima. Hjónin voru mér afar góö og vildu alltfyrir mig gera til aö mér liöi sem bezt. Þá voru dæturnar fjórar farnar að heiman en Oddný og Björg- vin litlu systkinin 10 og 5 ára gömul. Með okkur tókst vinátta sem enn helzt; þótt nú sé vik milli vina. Umhyggja Oddnýjar fyrir börnun- um var einstök. Hún annaöist þau af þeirri alúð og festu sem börnum er nauðsynlegt og stundum fannst mér lagni hennar og þolinmæði takmarka- laus. Það mátti segja aö hún væri si- fellt vakandi yfir velferö þeirra. En þau launuðu sannarlega ást hennar með allri framkomu sinni þá og ævinlega. Og umhyggja Oddnýjar náði leggra en til barnanna hennar því að barnabörnin nutu kærleika ömmu sinnari'rikum mæli og ekki efa ég, að barnabarnabörnin muni hafa fengiö sinn skerf. Ég kynntist þvi ekki sizt fyrir jólin, þegar hún prjónaði og saumaði á allan hópinn og sendi litla fólkinu sinu náttföt peysur o.fl. Oddný var sivinnandi og m jög myndvirk enda saumaði hún og prjónaði marga fllk- ina. Þar að auki saumaði hún út og prýddi heimilið með mörgum falleg- um munum sem hún vann sjálf. Margar myndir koma fram i huga minn er hann reikar austur að Asi. Mynd Oddnýjar er skýr og vekur hlýju. Oddný var glæeileg kona, prúð og myndarleg og vakti éftirtekt meö framkomu sinni og snyrtimennsku. Meö foreldrum minum og hjónunum I Asi var góð vinátta alla tið og við Tungufók minnumst þeirra með þakk- læti og virðingu. Ég þzkka af aliiug hin góðu kynni og bið guð að blessa minningu Oddnýjar. Astvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. EJinborg Gunnarsdóttir frá Tungu. Islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.