Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Síða 7
Þóröur Andrésson fyrrverandi oddviti fæddur 25. sept. 1903 dáinn 28. sept. 1977 Hann var fæddur á Þórisstööum f Gufudalssveit. Foreldrar hans voru Andrés Sigurðsson og Guöriin Jóns- dóttir, sem bjuggu þar um árabil. Á Þórisstöðum ólst hann upp I stór- um systkinahópi. Strax og hann gat fór hann til sjós, eða um 13 ára aldur , og stundaöi meira og minna sjómennsku f 18 ár, eða frá 1916-1934. Þá hóf hann báskap á Hjöllum I Gufudalssveit. Um lfkt leyti giftist hann fyrri konu sinni, Þóreyju Stefánsdóttur frá Brandsstöðum, dugnaðarkonu. A Hjöllum bjuggu oft dugnaðar- bændur, og má þar fyrst og fremst nefna foreldra Ara Arnalds, sem bjuggu þar myndarbúi langa hrið, enda var og er jörðin mikil beitar- og slægnajörð, en hún er illa fallin til ræktunar, enda löngu farin f eyöi. Ekki munu þessi ungu hjón, Þórður og Þórey, hafa sett saman bú af mikl- um efnum, enda ekki von, þar sem engin lán voru fáanleg til bústofns- kaupa eða styrkir í nokkurri mynd eins og nú. Það varö hver að standa fyrir sínu, hjálpa sér sjálfur í þá daga, enda held ég að þessi ungu hjón hafi gert það eftir beztu getu. Þau komu sér fljótt upp þokkalegum bústofni, þó sérstaklega fallegu og afurðagóöu sauðfé, enda var Þórður mjög hneigð- ur fyrir sauðfjárrækt og hefði sjálfsagt náð þar miklum árangri, hefði hann getað haft það fyrir ævistarf. Þau hjón, Þórður og Þórey, eignuðust 3 dætur. Þær eru: Hjálmfríöur, Jóna Rut og Sigríður. Á Hjöllum bjuggu þau hjón til ársins 1947, hættu þá búskap og slitu nokkru siðar samvistum. Þórður fluttist sföar til Reykjavíkur og var þar verkamaöur í 3 ár, en var þá farinn að bilast á heilsu og varð að fara á Vifilsstaðahæliö og vera þar f 4 ár. Saga þeirra Þórðar og Þóreyjar er ekkert fráburöin sögu annarra frum- býlinga á þessum árum. Þá var eigin- lega ekki hægt að hreyfa sig neitt sem heitið gat, erfitt að gera umbætur á nokkru sviði, allt var reyrt í bönd gamallar venju og kyrrstööu. Þaö var þvi iorðsins fyllstu merkingu erfitt að lifa. Það mætti þvi eflaust margt fleira segja um búskap þeirra hjóna á Hjöll- um, en það verður ekki gert hér. Mér er Þóröur minnisstæðari fyrir önnur störf og þau voru f þágu hreppsins. Þórður Andrésson var fyrst kosinn f hreppsnefnd 1932 og um leiö oddviti hreppsnefndar. Hagur Gufudalshrepps var þá og islendingaþættir hafði verið árum saman ákafiega bág- borinn og það af mörgum og skiljan- legum ástæðum, sveitarþyngsli mikil eins og það var kallað, það er margir ómagar, þó að leiöinlegt sé aö nota það orð. Þá varð hver maður aö vera mörg ár til að vinna sér inn sveit. Þá voru engar tryggingar í nokkurri mynd til að létta undir, allar greiðslur til þessa fólks komu því á sveitarfélag- ið, þvf það var það eina sem gat hjálp- að. Þórður mun þvf ekki hafa verið öf- undsverður þegar hann tók við þessu embætti, enda vildu víst flestir komast hjá þvf. Ég heyrði sagt um val Þórðar til for- ystu í hreppsmálum, að þá hafi ráðiö miklu þáverandi hreppstjóri, Andrés Ólafsson, Brekku, sveitarhöfðingi um árabil. Hann hefur eflaust séð hvaö I þessum unga manni bjó og sjálfsagt hefur hann stutt hann með ráöum og dáð, því hann var sjálfur búinn að vera lengi oddviti hreppsins. Hann var þvf öllu kunnugur. Um það leyti sem Þórður tekur við forystu í málefnum Gufudalshrepps var heimskreppan mikla skollin á. Það var þvf eftir þvf sem ég bezt veit allt á kafi i skuldum og erfiðleikum hjá sveitarfélaginu og aö því er virtist óyfirstíganlegir. En hvernig sem á því stóð, þá fór að rofa til nokkru eftir að Þórður tók við. Það var einhvern veginn haldið um stjórnartaumana með gætni og festu. Sjálfsagt hefur hann haft f heiöri hina fornu dyggð að gæta vel fengins fjár, þvi litið var til að skammt, og væri betur að svo væri gert enn. Á seinni hluta kreppuáranna lenti ég I hrepps- nefnd með þessum ágæta frænda mín- um, þá ungur, og kynntist þá af eigin reynslu stjórnarháttum hans sem odd- vita og skilningi hans á greiðslugetu manna, en hann hlffði þeim, sem áttu erfiða aðstöðu. Þegar ég lít til baka til þessara löngu liönu ára, þá minnist ég þess að snemma á stfðsárunum, þegar tók að rofa til hjá fólki með greiðslugetu. þá barst hreppsnefndinni bréf frá þáver- andi sýslumanni, Jóhanni Skaftasyni, þar sem hann benti á að þaö væri nú tækifæri að grynna á skuldum hrepps- ins, sem og satt var. Það væri synd aö segja, að þetta bréf hafi ekki verið tek- ið til greina, þvf það var gengið svo rækilega til verks, að I lok kjörtíma- bilsins voru allar skuldir hreppsins greiddar og betur þó, allgóð innstæöa á þeirra tima mælikvarða f banka á Isafirði. Við næstu hreppsnefndarkosningar gaf Þórður ekki kost á sér. Hann var búinn að vera forystumaöur sveitar sinnar f 15 ár og það á mjög erfiðum árum, sjálfsagt farinn að þreytast og þvl ekki láandi að hann vildi draga sig f hlé. Hann tók við sveitarfélaginu á kafi I skuldum, eins og áður er sagt, og skilar sveitinni skuldlausri og vel það. Þegar ég lft til baka til þessara ára, minnist ég þessara ágætu manna, sem voru I fararbroddi í Gufudalssveit, þeirra Andrésar Ólafssonar hrepp- stjóra, kempunnar sem var hvort tveggja f sen glæsilegur f sjón og prúð- menni, sem sagt diplomat. Ég er viss um þaö, að hefðu þeir menn verið vel menntaðir, hefðu þeir getaö gegnt hvaða stöðu sem var fyrir þjóð sfna. Eins og áður er sagt þá fluttist Þórö- ur nokkru eftir þetta til Reykjavfkur og varð nokkru siðar að fara á Hælið og var þar i nokkur ár. Sem betur fór náði hann aftur sæmilegri heilsu, eða eins og hún gat orðið. Og nú leitar hann aftur heim i átt- hagana. Ég held að hin gamla ættar- byggð hahvátt svo mikið I honum. Sjálfsagt getur hann hafa minnzt orða Davfðs Stefánssonar, I fallegu kvæði um bóndann sem varð að fara úr sveitinni og á mölina, og átti erfitt meö að sætta sig við það. Skáldið segir svo: „Hann þráöi æskudalinn gamlan sveitasið, söng og lækjarnið”, Þórður Andrésson kemur nú aftur heim í sveit sfna og nú á fööurleifð sfna, Þórisstaöi, og hóf þar búskap. Um lfkt leyti og Þórður flutti úr sveitinni í fyrra sinnið skildi hann við fyrri konu sína, eins og áður er sagt. Þegar hann kemur heim aftur, er hann giftur sfðari konu sinni, Helgu Vetur- liöadóttur, mikilli dughaðar- og ágæt- iskonu. Þau hefja nú búskap á Þóris- stöðum af mikilli bjartsýni og mynd- arákap. Og nú hefst sama sagan og fyrr. Það leið ekki langur tími þar til hann er aftur kvaddur til forystu f sveit sinni, var fljótt kosinn I hrepps- nefnd og um leið oddviti hennar. Það er sagt að sveitapólitík sé óvægin og illvíg og þeir sem standa í henni, sitji ekki á neinum friðarstóli, enda aö sumu leyti ekki von, þar þekkjast allir og persónulegar ávirðingar óspart notaðar, ef einhverjar eru. Sumir halda því fram, að það sé mann- skemmandi, og getur það veriö viss sannleikur. En það var eins og Þóröur slyppi við það að mestu leyti að manni virtist. Það var eins og hann væri yfir það hafinn aö standa f pexi og nöldri og fólkið treysti honum alltaf til að gera þaö bezta. Þau Helga og Þórður bjuggu ekki lengi á Þórisstöðum, hættu búskap þar allt of fljótt aö mér fannst, hvers vegna veit ég ekki. Ég gat þess hér að framan, að Þórður hóf búskap á Hjöll- um á iilræktanlegri jörð. Um það leyti 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.