Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Blaðsíða 7
dáðist að þvi i æsku að hún skyldi geta lesið útlendar bækur, skrifað fallegri rit- hönd en flestir aðrir og vegna þess hve verkin hennar voru eftirsótt af öllum. En I seinni tiö kann þó lika að hafa valdiö nokkruum þessa skoðunmín skilgreining Klettafjallaskáldsins á sannri menntun: Þitt er menntað afl og önd eigir þú fram að bjóða hvassan skilning haga hönd hjartað sanna og góða Séra Gisli Kolbeins jarðsöng önnu 16. júlisl. iFlatey. Hanner einn úr þeim fjöl- menna hópi ættingja sem notið höfðu tryggðar hennar og ættrækni frá barn- ®sku eins og bezt kom fram i ræðu hans. Seinna sagði hann mér að daginn sem Anna var aö kveðja á sjúkrahúsi suður i Reykjavik hafi hann verið að flytja búslóð sina inn i ný heimkynni i Stykkishólmi. t þeim farangri var m.a. biblia sem hún hafði gefið honum fyrir 25 árum sem ættargrip. Amma hennar hafði gefið henni hana i tannfé og var biblian þá búin að vera i eigu ættarinnar frá 1747. Liklega hefur prestinum ekki þótt það verra hafi hugur gefandans fylgt þeirri bók i bæinn og honum sjálfum inn í starf á nýjum vettvangi. Þó að nú sé nokkuð um liðiö siðan við fýlgdum önnu til grafar I kirkjugaröinum i Flatey langar mig til að koma þessum kveðjuorðum til skila hér. Gjarna mættu þau vera sameiginlega frá þeim fjöl- menna hópi sem aldrei nefndi hana annaö en önnii frænku. Og um leið vildi égað þau flyttu hlýhug okkar til hans Sveins Gunnlaugssonar og fólksinshans alls. Þau báru önnu frænku á höndum sér siðustu árin hennar. Eysteinn G. Gislason, Skáleyjum. t Anna i Látrum dáin Um mig vá og vindar næða. Verða sljógir hugir manna. Sigl þú burt til sólskinshæöa seglskipinu þinu, Anna. Ung varst þú og engum bundin 1 eyjum storms og blárra hranna. Stolt var hjartað stillt var lundin. — Það stafaði frá þér geislum, Anna Loksins bazt þú hjarta honum er heillaði þig hinn sterka svanna. Og ein af vorsins vænstu konum, vertu nú sæl og blessuö, Anna Jón Jóhannesson Eggert Ólafsson Fæddur 27. ágúst 1923. Dáinn 16. febrúar 1978. í önnum dagsins hringir siminn. Eitt- hvað hefur komið fyrir hann Eggert, og örstuttu siðar er ljóst að Eggert ölafsson, vinur minn og mágur, hefur fengið kallið sem við öll fáum. En einhvern veginn er það svo að viö erum ekki alltaf tilbúin aö meðtaka dauða vina okkar sem falla skyndilega frá á bezta starfsaldri. En maðurinn með ljáinn spyr hvorki um stund né stað. Eggert var fæddur 27. ágúst 1923 að Dalbæ I Gaulverjabæjar- hreppi, sonur hjónanna Sigriðar Jónsdótt- ur frá Geldingaholti og Ólafs Gestssonar frá Húsatóftum á Skeiðum. Hann fluttist á unga aldri með foreldrum sinum aö Efri-Brúnavöllum á Skeiðum, en þar bjuggu foreldrar hans myndarbúi í rúm- lega þrjátiu ár. Að Efri-Brúnavöllum ólst Eggert upp I hópi 6 systkina við umhyggju og ástriki foreldranna. Þó var hann um tima i fóstri hjá Ingveldi móðursystur sinni og Jó- hannesi manni hennar, fyrst að Laugar- bökkum i ölfusi og siöar i Reykjavik. Avallt bar hann I brjósti virðingu og þakklæti til þeirra Ingveldar og Jóhann- esar. Eftir nám i héraðsskólanum á Laugar- vatni flyzt Eggert til Reykjavikur og lýk- ur námi I húsasmiði hjá öðlingsmannin- um Ingibjarti Arnórssyni, áriö 1945. Þann 8. júni 1946 var mikill hamingju- dagur i lifi Eggerts, en þá gekk hann að eiga mikla mannkostakonu og tryggan lifsförunaut, Guðbjörgu Vaidimarsdóttur frá Bildudal. Heimilislif þeirra mótaðist af ást og umhyggju fyrir hvort öðru, og kærleika til barnanna sinna og siðar tengdabarna og barnabarna. Eggert og Guðbjörg eignuðust 6 börn og bera þau öll þess vott að þau hafa hlotið umhyggjusamt uppeldi og eru dugmiklir þjóöfélagsþegnar i dag. Þau eru: Ólafur bifvélavirki giftur önnu Mariu Snorradóttur, Svalbarðseyri. Sjöfn, gift Guðmundi Daviðssyni vél- virkja, Mosfellssveit. Inga Sonja, gift Rúnari Valssyni lög- reglumanni, Vopnafirði. Þrösturmúrarigiftur önnu Jónsdóttur, Reykjavik. Ragnarmálari heitbundinn Kristbjörgu Friðriksdóttur, Reykjavik. Bjarni bifreiöastjóri giftur ösvör Jak- obsen, Færeyjum. Barnabörnin eru orðin 13 og voru sann- kölluð augasteinar afa sins. Það er ijóst aðtil aðsjá stórrifjölskyldufarboröa þarf mikinn dugnað og vist er að Eggert hlifði sér hvergi. Ef til vill ekki hugsað nógu vel um sina eigin heilsu i baráttu sinni fyrir velferð fjölskyldunnar. Eggert vann við almennar trésmiðar allt til ársins 1971, en þann 1. júli það ár hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur og vann þar allt til hinztu stundar. Éghygg að störf sin hjá Rafmagnsveit- unni hafi hann unnið af sömu trúmennsku og skyldurækni og hann hafði þegar tamið sér á unga aldri, og vist er aö hann bar hlýjan hug til samstarfsmanna sinna þar. Eggert haföi sérstaklega létta lund. Þaö var nærri sama á hverju gekk, alltaf sá hann það spaugilega út úr hlutunum, fljótur að svara, en særði aldrei nokkurn mann. A seinni árum eftir að börnin stofn- uðusin eigin heimili og fjárhagurinn létt- ist.var farið i ferðalög og mikil var ánægja hans að heimsækja börnin sin sið- ast liðið sumar og vera viðstaddur brúö- kaup yngsta sonar sins i Færeyjum i desember siðastliðnum. En nú hefur Eggert lagt upp i sina hinztu ferð, og ég veitaðhannþarf ekki að kviöa heimkomunni. Nú aö leiöarlokum þökkum við hjónin Eggerti samfylgdina og biöjum honum blessunar Guös. Guðbjörgu, börnum þeirra og tengda- börnum og öllum öörum ættingjum og vinum votta ég mina innilegustu samúö. Þar sem góðir menn fara eru Guös veg- jr Jón Þórarinsson. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.