Íslendingaþættir Tímans - 28.04.1979, Blaðsíða 4
var talin 102 ára, er hún dó 1848. Sonur
Þórunnar Halldórsdóttur var Halldór
Einarsson myndskeri frá Brandshúsum,
en verk hans eru varöveitt i Listasafni
Arnessýslu á Selfossi.
Þorbjörg Halldórsdóttir ólst upp hjá
foreldrum sinum i Strandarhjáleigu og
átti þar heimili til 1903. Flutti hún þá meö
Guðbjörgu systur sinni og manni hennar,
Siguröi Jóhannessyni frá Litlagerði, aö
Kröggólfsstöðum i ölfusi og siöar aö
Gljúfri i sömu sveit. A þvi árabili átti hún
einnig um skeið dvöl hjá Hallberu systur
sinni I Hólmaseli i Flóa og manni hennar,
Sveini Sigurðssyni, og auk þess var Þor-
björg um tima i Reykjavik.
Ariö 1916 réðist Þorbjörg til vistar aö
Arnarstöðum I Hraungeröishrappi og
gerðist siðan bústýra hjá Eiriki Þorbergs-
syni, sem þá bjó þar I húsmennsku hjá
Kristjáni bóður sinum. Þau Eirikur og
Þorbjörg fluttust að Arnarstaðarkoti 1923
og bjuggu þar i 20 ár. A þeim tima varð
þeim handgenginn likt og fóstursonur
Guðmundur Guðmundsson systursonur
Eiriks, slðar mjólkurfræöingur á Selfossi
(d. 1974). Atti Þorbjörg hjá honum og fjöl-
skyldu hans forsjá og traust meðan til
vannst. Ber þar eigi sist nú að geta ekkju
Guðmundar, frú Tove, og sonar þeirra,
Eiriks Guðmundssonar I Hátúni 43 I
Reykjavik og fjölskyldu hans.
Eirikurfrá Arnarstöðum dó á Hlöðum á
Selfossi á annan dag jóla árið 1943 hjá
Sveini Sveinssyni systursyni Þorbjargar
og konu hans, Klöru Karlsdóttur. Hjá
þeim átti Þorbjörg heimili á árabilinu
1944—1955, siðan var hún um eins árs
skeið hjá Guðmundi Guðmundssyni og
Tove konu hans. Með ættmennum sinum á
Stóru-VatnsleysuogLambastöðum dvaldi
Þorbjörg árin 1956 til 1959 en flutti þá til
dvalar á hjúkrunarheimilinu Asi I Hvera-
gerði. Þaðan flutti hún á dvalarheimilið
Hrafnistu, þar sem hún átti siðan heimili
til dánardægurs.
Leiðir minar og Þorbjargar lágu fyrst
saman að Arseli á Selfossi heima
hjá Sveini og Klöru. Uröu mér þá fljótt
hugstæð hagleiksverk hennar I útsaumi,
tengd æsku hennar og uppruna austur I
Rangáringi. Hún hafði þá fyrir skömmu
saumað þekktasta útsaumsverk sitt,
myndina af foreldrahúsum i Strandahjá-
leigu. Gaf hún byggðasafninu I Skógum
eitt eintak þeirrar myndar. Hafði hún
saumaðþaðá áttugasta aldursári og gefið
þvi viðeigandi tileinkun i orðum Svein-
bjarnar Egilssonar: „Römm er sú taug,
er rekka dregur föðurtúna til”. My'ndin er
af framhlið bæjarhúsa, bikuðum þiljum
hvitum vindskeiðum, grónum veggjum og
þökum. Ofan þeirra er grunnmynd bæjar-
ins gerð i réttum hlutföllum. Læröur arki-
tekt væri vel sæmdur af verkinu. Ótaldir
eru þeir menn, útlendir og innlendir, sem
hafa staðnæmst frammi fyrir þessari
mynd I byggðasafninu og gaumgæft hana
iaðdáun ogfæstum þeirrahefur vistfiogið
það i hug að konan, sem saumaði hana,
4
Una H.
Sigurdardóttir
Þaö var eitt sinn, fyrir mörgum árum
siðan, að ég var staddur að Laugum i
Þingeyjarsýslu. Þar var þá einnig stadd-
ur séra Helgi Tryggvason, yfirkennari
Kennaraskólans I Reykjavlk, en hann
þjónaði Miklabæ I Skagafirði um þessar
mundir. Tókum við tal saman, þvi aö viö 4
vorum vel málkunnugir. Bauð hann mér
far með sér til Akureyrar, sagði að með
sér væri ekki áðrir en ein kona vestan úr
Skagafirði ogþvi nógrýmii bllnum. Þessi
kona var Una Sigurðardóttir frá Sunnu-
hvoli. Ekkihöfðu við séstáður. Séra Helgi
kynnti okkur. Sá ég þegar að þessi kona
var glaöleg og þægileg I viðmóti. Ýmis-
legtbar á góma á leiöinni, m.a. það hvað
ég hefði fyrir stafni. Vissi séra Helgi aö ég
hafði fengist allmikið viö tréskurö. Bað
Una mig þá að smlða fyrir sig dálitla af-
mælisgjöf hánda vinkonu sinni. Þetta
gerði ég og þótti henni svo vænt um þaö,
hafði aldrei setið á skólabekk og.hafði I
uppfærslu aðeins við minni sitt að styðj-
ast. Dýptinni I myndina náöi Þörbjörg
með þvi að nota mismunandi gerðir af
saumsporum, og hafa margir orðiö til
þess að hyggja að þeim þætti myndbygg-
ingar. Einnig til að skapa dýpt I myndir
sinar og til að greina að myndfleti, bland-
aði hún litaþráðum ýmissa lita saman og
fékk þannig fram sérstök litbrigði.
Þorbjörg var 95 ára gömul, er hún
saumaði þrjár góðar myndir er tala máli
sinu I Skógasafni, myndir af siðustu torf-
bæjunum á Prestbakka á Siðu, á Berþórs-
hvoli i Landeyjum og i Odda á Rangár-
völlum. Þær tók hún upp eftir litlum
prentmyndum i dagblöðum. Til minn-
ingar um 100 ára afmæli sitt og 100 ára
afmæli Keldnakirkju „handverk föður
hennar” saumaði hún árið 1975 mynd af
Keldum á Rangárvöllum og gaf hana
Skógasafni. Hygg ég þetta verk 100 ára
gamallar konu einsdæmi I islenskrfhann-
yrðasögu.
A 100 ára afmæli Þorbjargar gerði
Hraungerðishreppur hana að heiðursfél-
aga sinum. Þótti henni vænt um þá
viðurkenningu. Mér var það likt og ævin-
týri gamallar sögu að heimsækja Þor-
björgu I litla súðarherbergið hennar á
Hrafnistu. Ekki fór þar mikið fyrir
veraldarauði, en veggir og hægindi skört-
uðu faguriega þeirri menningu, sem bjó i
vinnulúnum höndum ibúans, og góðar
bækur sýndu mér það sálufélag, sem ein-
semd eilinnar hafði ekki frá honum tekið.
Ein útsaumsmyndin var af skipum úti á
Viðeyjarsundi og handan þeirra skrúð-
græn eyjan með þvi húsi, sem eitt sinn var
mest viðhafnarbygging á Islandi. Þessa
látlausu, fögru mynd hafði gamla konan
saumað eftir útsyni úr glugga á Hrafn-
istu, og margar eru á einkaheimilum inn-
an lands og utan. Munu þær jafnan þykja
góð eign og þvi betri sem stundir liða
lengur fram.
Þorbjörg var seintekin en vinföst i
kynnum, fáskiptin um annarra atferli,
ákveðin i skoðunum, viljaföst og hrein-
skiptin. Hún verður lengi hugstæð þeim
sem nutu vináttu hennar. Ég man hana
vel til komandi ára i hljóðlátu brosi, hlýju
handtaki og traustri frásögn um lif og
hætti liðinna kynslóða.
Fram um 100 ára aldur lék saumnálin
enn i höndum Þorbjargar. Ekki er nema
um háift ár liðið frá þvi er hún hætti að
fara fram á matstofu vistmanna á Hrafn-
istu. Ég leit inn hjá henni i nánd síöustu
jóla og var þá glöggt að skammt var orðið
ilokaáfangann. Fram um 104 ára afmælið
var Þorbjörg þó klædd daglega. Hún fékk
rólegt andlát þann 4. april þessa árs. Hér
skulu færðar fram þakkir til allra, sem
veittu henni skjól á elliárum, austan fjalls
og vestan. Hún lifir áfram i góðri minn-
ingu hjá vinum sinum og sjálf sá hún þvi
borgið að nafn hennar gleymist ekki hjá
komandi kynslóðum.
Þóröur Tómasson.
islendingaþættir