Íslendingaþættir Tímans - 28.04.1979, Blaðsíða 6
90 ára
Eyjólfur Jónasson
Sólheimum
baö er 15. mars. Klukkan er 10 þegar
um 20mannslegguraf staöfrá Reykjavlk
og förinni er heitiö vestur i Dali. Tilefni
feröarinnar er aö heimsækja einn af elstu
mönnum sýslunnar, Eyjólf Jónasson f
Sólheimum. Veöriö er eins og best veröur
kosiö, stafalogn og hlýtt i veöri. Þaö er
létt yfir fólkinu, sögur eru sagöar og mik-
iö sungiö. Hugur fólksins er bundinn viö
Dalina, þaö sögufræga héraö. Þar hefur
margur mannkosta maöurinn búiö, og þar
riöu hetjur um héruö. Viö erum aö heim-
sækja eina slika, sem aö visu hefur aldrei
boriö sverö, en marga dáöina drýgt um
ævina. Þaö er minnst á ljóöskáldin og
hvaö Dalamenn hafi lagt þar þung lóö á
metoröaskálarnar og nú eru sungin ljóö
eftir Jóhannes úr Ktölum, Jón frá Ljár-
skógum og Stefán frá Hvitadal.
Afmælisbarniö hefur ekki getaö séö
ljóödisina i friöi og nú eru sungnar visur
eftir þaö. Klukkan 14.30 rennur billinn f
hlaö aö veiöihúsinu viö Laxá, þvi þar átti
afmælishófiö aö fara fram. Hinn aldni
heiöursgestur stóö i hlaöi og fagnaöi gest-
um sinum furöu reifur og hress, þrátt fyr-
ir 90 árin.
Eyjólfur Jónasson er fæddur 15. mars
1889 á Gillastööum i Laxárdal. Foreldrar
hans voru Jónas Guöbrandsson og kona
hans Ingigeröur Sigtryggsdóttir. 9 ára aö
aldri Ðyst Eyjólfur meö foreldrum slnum
aö Sólheimum og hefur átt þar heima síö-
an, aðundanskildum 5 árum er hann bjó á
Svalhöföa. 1 Sólheimum dvaldi Eyjólfur
öll sln æskuár og vann þar aö búi fööur
sins og vandist þvi ungur öllum sveita-
störfum, eins og algengt var meö ungl-
inga á þeim tlmum. Um tvftugsaldur var
hann i skóla i Hjaröarholti I Dölum hjá
Ólafi ólafssyni, er þar stofnaöi skóla áriö
1910 og rak um árabil.
Þar kynntist hann fyrri konu sinni
Sigrföi ólafsdóttur ættaöri úr Borgarfiröi.
Þau gengu I hjónaband áriö 1914 og reistu
bú aö Svalhöföa i Laxárdal, en sú jörö
haföi veriö i eyöi frá 1884 eöa 30 ár. Þaö
hefur þvi veriö köld aökoma fyrir hin
ungu og efnalitlu hjón, og fyrirsjáanlegir
erfiöleikar aö veröa reisa aUt frá grunni.
Þeir sem muna þá tfma vita aö þá voru
möguleikar ungs fólks ekki miklir. Jónas,
faöir Eyjólfs, lét af búskap áriö 1912, en
Guöbrandur sonur hans tók þá viö jörö-
inni og bjó þar til ársins 1919,en þaö ár
fluttist hann tU Reykjavikur. Þá greip
Eyjólfur tækifæriö og fluttist meö fjöl-
skyldu sina aö Sólheimum og hefur átt þar
heima siöan.
6
Ariö 1925 varö Eyjólfur fyrir þeirri sáru
sorg aö kona hans Sigriöur lést aöeins 29
ára aö aldri. Þau hjón áttu fjögur börn öll
ung aö árum, þaö yngsta á fyrsta ári. Viö
þetta færöist mikil ábyrgö á heröar
Eyjólfe, þar sem i hans hlut kom aö vera
börnum sinum bæöi faöir og móöir, þaö
hlutverk hefur honum tekist vel. Skylt er
aö geta þess aö Eyjólfur var ekki einn um
iqjpeldi barna sinna. Föðursystir hans,
Salóme, og Jónas faöir hans studdu hann
dyggilega f lífsbaráttunni, einkum var
hlutur Salóme mikill viö stjórn heimilis-
ins og uppeldi barnanna. Góöir vinir
Eyjólfs tóku aö sér yngsta barniö og ólu
þaö upp til fulloröinsára. Börn Eyjólfs og
Sigriöar eru: Ólafur Ingvi, bóndi i Sól-
heimum, kvæntur Helgu Guöbrandsdótt-
ur frá Lækjarskógi. Ingigeröur, gift Jóni
Kristjánssyni, fyrrum bónda á Kjörseyri.
Guörún átti Gunnar Sveinsson, vélgæslu-
mann I Gufunesi, þau skildu. Una, gift
Eiriki Sigfússyni, áöur bónda á
Stóru-Hvalsá.
Ég hef þekkt Eyjólf siðan ég var ungl-
ingur. Þaö kom af sjálfu sér, viö hlutum
aö kynnast. Um áratuga skeiö bjuggum
viö sinn hvorum megin viö Laxárdals-
heiöina og vorum þvi I raun nágrannar,
þvi lönd jaröanna liggja saman og af þvi
leiddi mikinn samgang búfénaöar. Þaö
fýrsta sem ég tók eftir i sambandi viö
Eyjólf voru hestarnir hans. Þeir virtust
svo vel þjálfaöir og báru sig svo léttilega
yfir jöröina.þaö var alveg sama hvaðator-
færa á vegi þeirra varö, hún var óöara
yfirstigin án nokkurs hiks. Þetta sann-
færöi mig um, aö hesturinntreysti riddara
sinum og þarna var óvenjugott samband
millimanns og hests. Siöar átti ég eftir aö
kynnast þvi nánar hve mikill snillingur
Eyjólfur er á þessu sviöi, enda löngu
landskunnur sem slikur, og mun ég þvi
ekki aö þessu sinni dvelja mikiö viö þetta
efni, þó af nógu séaö taka, þvi óþarft er aö
skrifa um þaö sem allir vita, sem einhver
kynni hafa haft af Eyjólfi.
Maöurinn er óvenjulegur aö allri gerö,
hefur mikinn, sérstæöan persónuleika.
Þess vegnamuna hann allir sem einhvern
tima hafa hitt hann. Hann hefur feröast
mikiö og mörgum kynnst. Enda eru þeir
margir sem spyrja eftir honum. Hann er
skarpgreindur, fljótur aö átta sig á hlut-
unum og mjög næmur. Snöggur i hreyf-
ingum og skjótur til svars. Andsvör oft
hnyttin og hitta i mark. Hann er ágætur
hagyröingur og eru margar vfeur hans
landskunnar. Á mannamótum er hann
hrókur alls fagnaöar og af þeim ástæöum
er oft þröng I kringum hann. Jóhannes
skáld úr Kötlum og hann voru miklir
kunningjar, og hittust oft, enda sveitung-
ar og lengi samtiöa i Laxárdalnum. Þeir
munu oft hafa kastaö stöku á milli sin.
Eitt sinn voru þeir samnátta hjá mér á
Kjörseyri. Mér er sú kvöldstund minnis-
stæöa. Þar var ekki talap um dægurþras
eöa pólitik heldur skyggnst dýpra I tilver-
una, og þau mál skilgreind er manninn
varöar hvaö mest og eru á miklu hærra
plani, en þau sem eru oftast á vörum
manna.
Mjög gestkvæmt hefur veriö I Sólheim-
um alla hans búskapartiö og er enn.
Kunningjarnir eru margir og fara ógjarn-
an hjá garöi. Gestrisnin er meö afbrigö-
um og henni fýlgir ljúfur og hressandi
blær. Ég hygg aö mörgum sé svo fariö aö
þeir hafa fariö þaöan léttari i huga eftir
hressandi viðræöur yfir kaffibolla. Eitt
var þaö i fari Eyjólfs, sem ég veitti eftir-
tekt á minum unglingsárum. Ef gestur
kom til hans sem var honum ókunnur, fór
hann hægt af staö i viöræöum, þangaö til
hann var búinn aö komast aö þvi hvaö
gestinum var ljúfast aö ræöa. Þá stóö ekki
á honum, hann gat talað um allt. Þetta
var einn þátturinn i gestrisni hans.
Eyjólfur var mikill feröamaöur kjark-
mikill og áræöinn og hefur I mörgum
svaöilförum lent um ævina. Venjan var aö
Isiendingaþættir